Húðmeðferðir

Meðferð með sterakremum.

Fólk er oft óvisst hver mikið þarf að nota af útvortis lyfjum. Þá má styðjast við töflurnar í skjalinu hér að neðan.

Meðferð með sterakremum (pdf):
Meðferð með sterakremum
Nánar á (enskur texti):

Meðferð við barnaexemi með Elidel.

Rúmlega fimmta hvert barn á Íslandi er með eða hefur einhvern tíma fengið barnaexem (stað- og tímabundið exem, atópískt exem). Langalgengast er að er barnaexem komi fram fyrir sjö ára aldur (90%) og reyndar kemur það yfirleitt fram fyrir fjögurra ára aldur. Sem betur fer virðast margir þó losna við það aftur á barnsaldri en daglegt líf barns með exem getur verið erfitt og því fylgja ýmsar áhyggjur.

Hér má skoða bækling um meðferð á barnaexemi með elidel kremi. Hér er einnig að finna ýmis almenn ráð um barnaexem.

Bæklingur um meðferð á barnaexemi með elidel kremi. (pdf):
Bæklingur
Nánar á (enskur texti):

Kalíumböð.

Kalium (kalíumpermanganat) böð eru góð meðferð við exemi sérstaklega ef það er útbreitt og sýkt af bakteríum eða gersveppum. Þessi meðferð hefur verið notuð í marga áratugi og er notuð víða um heim.

Blanda á um það bil 3 millilítrum af 3% kalíum permanganat lausnar í hvern lítra af volgu vatni . Börnin liggja í baðinu um 10-20 mínútur. Varast skal að börnunum verði of kalt. Má nota baðolíu út í vatnið ef húðin er mjög þurr. Þurrka húð og smyrja svo með rakakremi eða kortisón kremi. Þetta má endurtaka 2svar til 3svar í viku . Lausnin litar, þvo þarf að baðkarið strax eftir notkun, einnig er gott að nota handklæði sem má verða blettótt.

Gott er að nota hreinsilöginn Double play® til að ná brúna litnum burtu af baðkarinu.

Til að hindra að neglur litist brúnar er gott að bera á þær vaselín fyrir baðið. Fyrir hendur eða fætur má nota bala eða kar og þá blanda lausnina á sama hátt.

Kalíum er sótthreinsandi basi í fljótandi formi sem er notaður til að þurrka sýkt sár og opna vessandi húð t.d. vegna exems og ýmissa blöðrusjúkdóma.

Blöndun.

Kalíumpermanganatis 3% er alltaf þynnt með vatni fyrir notkun.

3 ml kalíum í 1 lítra vatni.

15 ml kalíum í 5 lítra af vatni.

100 ml kalíum í 100 lítra af vatni.

Lausnin skal þó aldrei vera dekkri en svo að það sjáist vel í botninn á fatinu sem blandað er í.

Medferd.

Meðferðin er mis yfirgrips mikil eftir því hvaða svæði á að meðhöndla.

Afmarkað sár. Þvoið sárið og svæðið í kring eins og venjulega. Grisjur eru bleyttar í kalíumlausninni og lagðar ofan á sárið, Gott er að leggja undirlegg eða plastpoka yfir grisjurnar. Þetta er haft á í 15 mínútur. Sárið er ekki skolað eftir baksturinn, að lokum er búið um sárið.

Fætur/hendur. Þvoið krem eða önnur óhreinindi af höndum/fótum fýrir kalíummeðferðina. Berið vaselín á neglur svo að þær litist ekki. Lausninni er blandað í fat og hendur / fætur baðaðar í 15 mínútur. Ekki þvo húðina á eftir og þerrið hana lítillega þannig að efnið fái að liggja sem mest á húðinni.

Heilbað. Þegar meðhöndla á stærri líkamshluta eða allan líkamann er nauðsynlegt að blanda kalíum í baðkar.-Mikilvægt er að fara í sturtu áður og þvo krem eða önnur óhreinindi af húðinni. Berið vaselín á neglur svo að þær litist ekki af lausninni. Allur líkamann má fara í baðið nema höfuðið þar sem lausnin má ekki berast í augu, passið líka að hárið fari ekki í vatnið því það litast.

Ef axlir/bringa standa upp úr vatninu er gott að leggja klút vættan úr lausninni á þessi svæði eða ausa henni með lítilli dós yfir axlir/bringu. Ekki skola húðina eftir baðið og þerrið hana lítillega þannig að efnið fái að liggja sem mest á þenni. Legið er í baðinu í 15 mínútur.

Gott að vita.

Kalíum litar allt sem það kemst í snertingu við (baðkar, handklæði, neglur og hár) því ber að umgangast það með varúð. Fötin sem farið er í eftir baðið geta hugsanlega litast af húðinni. Gott er að bera matarolíu innan á baðkarið áður en rennur í það og láta renna úr því strax að baði loknu, þvo það síðan strax með ræstikremi en þannig má komast hjá því að baðkarið litist. Liturinn á húðinni hverfur hins vegar á nokkrum dögum.

Nánar á (enskur texti):

Meðhöndlun á vörtum með fljótandi köfnunarefni.

Leiðbeiningar vegna frystingar með fljótandi köfnunarefni.

Oftast myndast blaðra undir og í kringum vörtuna. Vökvinn er oftast tær, en getur stundum orðið blóðlitaður. Þetta er eðlilegt og ekki merki um sýkingu.

● Ef blaðran er spennt og sársaukafull, er hægt að sjóða nál í 5 mín. Og gera með henni gat á blöðruna á mörgum stöðum. Klippið ekki upp blöðruna
● Ef þú hefur þrátt fyrir þetta mikil óþægindi, getur þú lagt grisjur vættar í köldu vatni á blöðruna. Skiptu á grisjum eða bleyttu þær aftur ef þær þorna.
● Þegar blaðran losnar af er gott að setja yfir frystu vörtuna umbúðir sem lofta vel
● Ef meðferðin hefur borið tilætlaðan árangur hverfur vartan á 2-3 vikum, annars verður að meðhöndla hana aftur að 3 vikum liðnum.
● Í sumum tilvikum þarf að endurtaka meðferðina oft.

 

Leiðbeiningar vegna penslunar á vörtur

● Læknirinn penslar vörtuna með sterku frumudrepandi og blöðrumyndandi efni og þekur síðan með plástri.
● Mismunandi er hve lengi efnið er haft á, en það getur verið allt frá 1-24 klst.
● Algengast er að efnið sé látið virka í 4 klst. Læknirinn þinn segir til um hve lengi efnið á að vera á vörtunni.
● Að þeim tíma liðnum er plásturinn fjarlægður og eiturefnið þvegið með volgu vatni af vörtunni
● Ef mikill verkur eða bólga myndast má fjarlægja plásturinn fyrr en ráðlagt var.
● Oft myndast blaðra og má þá fylgja leiðbeiningum hér að ofan.
● Ef verkur er slæmur má taka verkjalyf í nokkra daga.
● Bólga og blöðrumyndun er oft meiri en við frystingu. Í sumum tilvikum er roði í kringum svæðið þar sem var meðhöndlað.

Frekari upplýsingar um einkenni á (enskur texti):

Nánar um meðferðina á (enskur texti):

Meðferð með Ísótretínóín. (Decutan, Isotretinoin ratiopharm).
Isótretínóín og fósturskaði - smelltu hér til að opna bækling

Virka efnið Isotretinoin er markaðssett á Íslandi undir lyfjaheitunum Decutan og Isotretinoin ratiopharm. Virka efnið í báðum lyfjaformunum er ísotretinoin og eru þau talin jafngild. Oft ræður verð og framboð því hvort lyfið er afgreitt í lyfjabúðum.

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem hefur verið ávísað ísótretínóín við þrymlabólum. Mjög mikilvægt er að þú fylgir ávallt þeim leiðbeiningum sem læknirinn gefur þér varðandi lyfið. Þú ættir einnig að lesa þessar upplýsingar varðandi notkun lyfsins varðandi hvað ber að hafa í huga meðan á meðferð stendur og hugsanlegar aukaverkanir.

Ísótretínóín getur valdið fósturskaða sé það tekið inn á meðgöngu. Barnshafandi konur mega ekki taka lyfið og konur mega ekki verða þungaðar meðan á meðferð stendur og í mánuð eftir að meðferð lýkur. Þennan tíma mega hvorki karlar né konur gefa blóð.
Vegna hættu á fósturskaða verða allar konur sem geta orðið þungaðar að fylgja ströngum reglum um notkun getnaðarvarna og þungunarpróf í tengslum við meðferð með ísótretínóín. Nánari upplýsingar er að finna í bæklingnum„ísótretínóín -Mikilvægar upplýsingar til notenda vegna hættu á fósturskaða“, sem læknir afhendir þér áður en meðferð með ísótretínóín hefst og skaltu lesa hann vel og vandlega. Hafir þú einhverjar frekari spurningar varðandi ísótretínóín skaltu ráðfæra þig við lækninn þinn.

Unglingabólur eða þrymlabólur, sem nefndar eru acne vulgaris á fræðimáli, eru húðsjúkdómur sem stafar af truflun í starfsemi fitukirtla húðarinnar. Mikið er af fitukirtlum í andliti, á bringu, á öxlum og ofarlega á baki og því eru þessi líkamssvæði líklegust til að verða bólótt. Þrymlabólur geta komið fram á öllum aldri en eru þó algengastar á unglingsárum.

Hvers vegna er ég með bólur?
Fitukirtlar framleiða húðfitu sem hefur það hlutverk að viðhalda raka og teygjanleika húðarinnar. Venjulega berst húðfitan úr fitukirtlunum upp á yfirborð húðarinnar í gegnum lítil op á húðinni. Þrymlabólur koma fram þegar húðfituframleiðslan verður of mikil. Umframmagn húðfitunnar getur þá blandast við dauðar húðfrumur og myndað eins konar tappa sem stíflar kirtilinn. Ekkert af húðfitunni eða dauðu húðfrumunum sem enn eru að myndast kemst út. Þannig byggist stíflan upp sem leiðir til þess að bóla myndast. Einnig getur aukin myndun keratíns (prótein framleitt af húðinni) stíflað fitukirtlana. Þegar þetta gerist á mörgum stöðum í einu kallast ástandið þrymlabólur eða unglingabólur.

Hverjir fá þrymlabólur?
Þrymlabólur eru algengt vandamál og geta komið fram á öllum aldri en eru þó algengastar á kynþroskaskeiðinu, þegar framleiðsla hormóna (sem kallast andrógen) eykst. Á sama tíma eykst virkni fitukirtlanna í húðinni. Á Norðurlöndum er álitið að þriðjungur ungmenna á aldrinum 12-16 ára sé með það slæmar bólur að einhverrar meðferðar sé þörf.
í mörgum tilfellum eldast þrymlabólur af fólki þegar kemur fram á fullorðinsaldur og framleiðsla fitukirtlanna hefur aftur náð jafnvægi. Hjá sumum halda bólumar hins vegar áfram að myndast og geta hrjáð fólk fram eftir aldri ef ekkert er að gert.

Hvað veldur því að sumir fá bólur en aðrir ekki?
Orsakir þess að þrymlabólur myndast eru margþættar. Ein af orsökunum er sú að innbyrðis hlutföll hormóna raskast og veldur því að hjá sumum verður of mikil fram-leiðsla á húðfitu. Erfðaþættir geta haft áhrif. Ef annar eða báðir foreldrar þínir höfðu bólur eru auknar líkur á því að þú fáir bólur. Sumar konur hafa tilhneigingu til að fá bólur á ákveðnum dögum í tíðarhringnum. Þá getur andlegt álag og þreyta gert þrymlabólurnar verri.

Ekki hefur verið hægt að sýna fram á með vissu að mataræði hafi almennt merkjanleg áhrif á bólumyndun.Vissar fæðutegundir eru þó oft nefndar sem orsök fyrir bólum, svo sem súkkulaði og feitmeti. Fyrir kemur að sjúklingar finni greinilega að bólur aukist eftir neyslu ákveðinna fæðutegunda. Ef það er reyndin skaltu að sjálfsögðu reyna að forðast þær fæðutegundir.

Ytri þættir geta haft áhrif á bólur, ýmist valdið bólum eða gert þær verri. Feitir áburðir, olíur og sumar snyrti- og hárvörur geta t.d. ert húðina og verið bólumyndandi. Venjulega er best að nota snyrtivörur sem innihalda sem minnst af fitu. Þótt þrymlabólur stafi ekki af óhreinindum getur það haft góð áhrif að halda andlitinu hreinu. Notaðu gjarnan volgt vatn og milda sápu.

Tegundir þrymlabóla

Fílapenslar
Fílapenslar geta ýmist verið opnir eða lokaðir. Þeir opnu eru oft dökkir í opi kirtilsins. Dökki liturinn stafar ekki af óhreinindum heldur annars vegar af litarefni húðarinnar og hins vegar af lit húðfitunnar sem dökknar við sól og andrúmsloft. Lokaðir fílapenslar eru hvítir.

Graftarbólur
Bakterían Propionibacterium acnes telst til eðlilegrar bakteríuflóru húðarinnar. Þegar húðfituframleiðslan eykst skapast kjöraðstæður fyrir bakteríuna sem þá getur vaxið í óeðlilega miklu magni í opi fitukirtla. Bakteríurnar brjóta fituna niður í fríar fitusýrur sem erta húðina. Svörun ónæmiskerfisins við þessari bakteríufjölgun og fituniðurbroti veldur því að fitukirtlarnir bólgna, verða rauðir og að lokum myndast graftarbólur.

Alvarlegt form þrymlabóla
Alvarlegustu tilfelli þrymlabóla lýsa sér þannig að stórar, rauðar og þrútnar bólur myndast. Oft verður mikil graftarmyndun og eymsli í húðinni. Bólgan getur orsakað bandvefsaukningu og síðan örmyndun sem ekki hverfur. Leiðsögn læknis þarf til að meðhöndla þessa tegund þrymlabóla.
Alvarlegar þrymlabólur geta myndast af sjálfu sér en myndast stundum sem afleiðing af því að bólur eru kreistar. Bólan getur þá sprungið inn á við í stað þess að tæmast út á yfirborðið og stór og þrútin graftarbóla myndast.

Virka efnið í ísótretínóín er öflugasta lyfið gegn þrymlabólum og það eina sem verkará alla þætti bólumyndunar. En til þess að árangur meðferðar með ísótretínóín verði sem mestur er mikilvægt að þú notið lyfið rétt, vitir hvað ber að hafa í huga og hvað ber að varast á meðferðartímanum.
í þessum kafla ættir þú að finna svör við flestum þeim spurningum sem kunna að koma upp varðandi notkun á ísótretínóín

Hvað er ísótretínóín?
ísótretínóín inniheldur virka efnið ísótretínóín. Ísótretínóín er skylt A-vítamíni en verkunin er þó mjög ólík. ísótretínóín dregur úr framleiðslu fituefna í fitukirtlum húðarinnar en minnkuð húðfita dregur aftur úr vexti bakteríunnar Propionibacterium acnes. Bólga og gröftur þrymlabóla stafa af viðbrögðum ónæmiskerfisins við sýkingum af völdum þessarar bakteríu. Ísótretínóín getur þannig minnkað bólgu í húðinni. Að auki dregur ísótretínóín úr keratínframleiðslu húðarinnar og eykur flögnun á ysta lagi hennar.

Hvers vegna hef ég fengið ísótretínóín?
Húðsjúkdómalæknirinn þinn hefur væntanlega ávísað þér ísótretínóín þar sem ónnur meðferð hefur ekki borið tilætlaðan árangur. Oftast er talið ráðlegt að reyna fyrst aðrar meðferðir við þrymlabólum, s.s. krem og sýklalyf.

Hversu lengi þarf ég að taka ísótretínóín?
Lengd ísótretínóín-meðferðar er breytileg frá einum sjúklingi til annars. Húðsjúkdómalæknirinn ákveður hversu lengi þú þarft að taka ísótretínóín. Yfirleitt tekur meðferðin um 20 vikur, en getur staðið í 6 mánuði eða lengur. Fylgdu leiðbeiningum húðsjúkdóma-læknisins nákvæmlega.
í um 80% tilfella nægir ein ísótretínóín-meðferðarlota til að uppræta þrymlabólurnar. Bataferlið sem hefst með ísótretínóín getur haldið áfram eftir að meðferð lýkur. Halda á meðferð áfram eins lengi og læknir telur ástæðu til. Hættir þú meðferð of snemma getur það dregið úr batanum. Hafir þú ekki náð fullum bata getur húðsjúkdómalæknirinn þinn íhugað aðra ísótretínóín-meðferðarlotu.

Ísótretínóín og mögulegar fósturskemmdir
Til kvenna
Þungaðar konur eða konur sem eru að reyna að eignast barn eiga ALDREI að nota
ísótretínóín. Kona má ekki verða þunguð innan mánaðar frá því að ísótretínóín-meðferð
lýkur.

Alvarlegir fæðingargallar geta komið fram hjá börnum sé ísótretínóín tekið inn á meðgöngu. Útiloka þarf þungun áður en meðferð með ísótretínóín hefst.Vegna mögulegra fósturskemmda hjá þunguðum konum eru lyfseðlar fyrir ísótretínóín handa konum á barneignaraldri bundnirvið30daga meðferð í senn.Til þess að halda meðferð áfram eftir þann tíma þarf að fá nýjan lyfseðil frá húðsjúkdómalækni. Hver lyfseðill gildir í 7 daga frá útgáfudegi. Nánari upplýsingar varðandi ísótretínóín og fósturskemmdir er að finna hér á síðunni undir „ísótretínóín-Mikilvægar upplýsingartil notenda vegna hættuá fósturskaða“, sem læknirbendir þér á áður en meðferð með ísótretínóín hefst og skaltu lesa hann vel og vandlega. Konur með barn á brjósti mega ekki taka lyfið.

Til karla

Ísótretínóín hefur ekki áhrif á gæði sæðisfrumna og því ætti meðferð með ísótretínóín ekki að hafa áhrif á líkur þess að eignast heilbrigð börn.

Hverjir geta tekið ísótretínóín?

Flest allir með þrymlabólur geta notað ísótretínóín, óháð kyni eða aldri. Þeir sem ekki geta notað ísótretínóín eru þungaðar konur, konur með barn á brjósti og einstaklingar með skerta lifrarstarfsemi. Segðu lækninum frá því ef þú ert með skerta nýrnastarfsemi, hefur einhvern annan sjúkdóm eða notar einhver lyf.

Blóðprufur

Þú þarft að gangast undir blóðprufur áður en meðferðin hefst og meðan á henni stendur. Blóðprufurnar eru framkvæmdar til að fylgjast með lifrarstarfsemi þinni, blóðfitu og einnig til að útiloka þungun hjá konum. Fylgdu þeim leiðbeiningum sem læknirinn gefur þér áður en blóðprufan er tekin. Oftast eru blóðprufur teknar í 4-6 vikna fresti.

Hvernig nota ég ísótretínóín?

Það er mjög mikilvægt að þú fylgir leiðbeiningum húðsjúkdómalæknisins. Þær tryggja að þú fáir réttan skammt af ísótretínóín. Við ákvörðun á þeim skammti sem hentar þér tekur læknirinn mið af því hversu slæmar þrymlabólurnar eru og líkamsþyngd þinni. Mikilvægt er að þú sleppir ekki úr skammti og takir ekki of mörg ísótretínóín-hylki. Sleppir þú úr skammti skaltu ekki bæta hann upp með því að tvöfalda næsta skammt. Taktu einfaldlega næsta skammt þegar að honum kemur. Haltu svo áfram að taka inn ísótretínóín eins og venjulega.

Það er mikilvægt að þú breytir ekki ávísuðum skömmtum. Ef þér finnst áhrif ísótretínóín vera of kröftug eða of væg skaltu ræða það við húðsjúkdómalækninn þinn, hann gæti þurft að breyta skammtastærðinni eftir því hvernig líkami þinn bregst við meðferðinni.

 

Hverju þarf ég að huga að þegar ég tek ísótretínóín?

Þegar ísótretínóín-hylki eru tekin inn er mikilvægt að hafa í huga:

• Hylkin á að taka inn með mat.

• Hylkin má hvorki tyggja né sjúga.

• Hylkin á að gleypa í heilu lagi með vatni.

• Hylkin á að takaá ákveðnum tímum.

• Fylgja skal leiðbeiningum húðsjúkdómalæknisins. Lestu einnig fylgiseðilinn sem fylgir með lyfinu.

Ef þú fylgir leiðbeiningunum hér að framan eins vel og mögulegt er verður meðferðin áhrifaríkari.

 

Hvað ber sérstaklega að varast þegar ísótretínóín er notað?

Það er afar mikilvægt að þú fylgir þessum lista um það sem ekki má gera meðan þú ert á ísótretínóín:

• Forðastu mikið sólarljós og ekki fara í Ijós. Húð þín er viðkvæmari gagnvart sólarljósi þegar þú ert á ísótretínóín-meðferð og þar af leiðandi líka gagnvart sólböðum í Ijósabekkjum.

• Ekki gefa blóð fyrr en a.m.k. fjórum vikum eftir að þú hættir að taka ísótretínóín.

• Fái þunguð kona gjafablóð sem í er ísótretínóín getur það valdið fæðingargöllum hjá ófæddu barni hennar.

• Ekki taka inn A-vítamín. Gakktu úr skugga um að fjölvítamínin þín og fæðubótar-efni innihaldi ekki A-vítamín. Ekki taka lýsi því það inniheldur mikið A-vítamín.

• Ekki taka inn lyf sem innihalda tetracýklín. Tetracýklín eru sýklalyf sem þú hefur e.t.v. áður verið látin(n) prófa við þrymlaþólunum.

• Kreatín – Ekki taka á meðan á meðferð stendur.

 

Hvernig er framgangur meðferðarinnar?

Við upphaf ísótretínóín-meðferðarinnar geta þrymlabólurnar versnað. Það þýðir ekki að meðferðin hafi engin áhrif. Ef þetta gerist skaltu ekki láta það á þig fá heldur halda áfram að taka ísótretínóín eins og læknirinn ráðlagði. Hafir þú einhverjar áhyggjur eða spurningarvarðandi þetta skaltu hafa samband við lækninn.

Innan fyrstu fjögurra viknanna frá því að ísótretínóín-meðferð hefstfinnur þú líklega fyrir því að húð þín verður mun þurrari en áður. Þetta stafar af því að ísótretínóín er farið að virka með því að draga úr fituframleiðslu húðarinnar. Eftir tvo mánuði ættu fyrstu batamerki meðferðarinnar að sjást á húðinni en hún verður samt þurr allan meðferðartímann. Bataferlið heldur svo áfram meðan á ísótretínóín-meðferðinni stendur.

Þegar ísótretínóín-meðferðinni lýkur

Við lok ísótretínóín-meðferðarinnar ætti að hafa náðst umtalsverður bati á þrymlabólunum. Húð þín ætti að halda áfram að batna, jafnvel í nokkra mánuði, eftir að ísótretínóín-meðferð lýkur. Aukaverkanir sem tengjast ísótretínóín-meðferðinni byrja að hverfa við lok meðferðar.

Eigir þú einhver ísótretínóín-hylki eftir þegar þú lýkur meðferðinni er afar mikilvægt að þú skilir þeim til húðsjúkdómalæknisins eða í apótek til eyðingar. Gefðu aldrei neinum ísótretínóín-hylkin þínj’afnvel þótt viðkomandi hafi þrymlabólur. ísótretínóín má aðeins nota undir eftirliti húðsjúkdómalæknis.

Hverjir fá aukaverkanir?

Allir sem taka ísótretínóín finna fyrir einhverjum aukaverkunum. Flestum aukaverkunum má þó halda niðri með góðri húðumhirðu. Algengustu aukaverkanirnar eru sjaldnast alvarlegar. Það er mikilvægt að þú vitir að það er afar ólíklegt að þú fáir allar þær aukaverkanir sem fjallað er um í þessum kafla.

Hverjar eru algengustu aukaverkanirnar?

Þurr húð er algengasta aukaverkun ísótretínóín þar sem lyfið dregur úr fituframleiðslu húðarinnar. Varir þínar verða einnig þurrar og jafnvel sprungnar og jafnframt er hætta á varabólgu. Húðin í andlitinu verður e.t.v. rauðleitari en vanalega og húðin getur byrjað að flagna. Það er mikilvægt að þú hugir vel að húðinni. Leiðbeiningunum í kaflanum Umhirða húðarer ætlað að hjálpa þér að halda þessum aukaverkunum í lágmarki.

Þurrkur í nefi, munni og augum er nokkuð algengur. Þurrkur í nefi getur verið óþægi-legurog leitttil þessað þúfáir blóðnasir.Til eru leiðirtil að koma ívegfyrirog draga úr þessum einkennum. Þær er að finna í kaflanum um umhirðu húðar. Þurrkur í augum getur valdið vandkvæðum hjá þeim sem nota augnlinsur og þeim sem vinna í umhverfi þar sem loftið er þurrt. Þú gætir þurft að nota augndropa til að halda augunum rökum. Oftast er best að nota ekki augnlinsur meðan á meðferð stendur eða að minnsta kosti ekki jafn lengi í einu eins og þú gerðir áður en þú byrjaðir ísótretínóín-meðferðina.

Meðan á ísótretínóín-meðferðinni stendur er húð þín viðkvæmari gagnvart sólinni. Forðastu sterkt sólarljós og notaðu sólarvörn. Ekki má fara í Ijósalampa eða sólböð meðan á meðferð með ísótretínóín stendur.

Stundum kemur fyrir að sjúklingar finna fyrir eymslum og stirðleika í vöðvum, sinafestum og liðum samhliða ísótretínóín-meðferð. Þetta getur verið óheppilegt ef þú stundar stífa líkamsrækt meðan á ísótretínóín-meðferðinni stendur. Ef þú ert að þjálfa þig upp fyrir ákveðinn atburð eða stundar árstíðabundnar íþróttir gætir þú viljað fresta ísótretínóín-meðferðinni til hentugri tíma. Gott er að ræða þetta við húðsjúkdómalækninn.

Hækkun á blóðfitu er nokkuð algeng en oftast hættulaus.

Hvaða aðrar aukaverkanir geta komið fram?

Sjaldgæfar en alvarlegar aukaverkanir ísótretínóín eru m.a. húðsýkingar, sérstaklega í kringum neglur, flögnun húðar í lófum og á hælum, bólga og blæðing úr tannholdi, höfuðverkur, sjóntruflanir, svimi og niðurgangur. Vart getur orðið við tímabundið hárlos. Láttu lækninn vita ef þú finnur fyrir einhverjum af þessum aukaverkunum. Lestu einnig fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu.

Greint hefur verið frá þunglyndi hjá sjúklingum á ísótretínóín og í sjaldgæfum tilvikum sjálfsvígstilraunum og sjálfsvígum. Þú ættir strax að gera lækninum þínum viðvart finnist þér lyfjameðferðin valda þér depurð eða þunglyndi.

Aukaverkanirnar sem geta komið fram með ísótretínóín eru afturkræfar. Það þýðir að þær ættu að hverfa fljótlega eftir að þú hættir meðferðinni. Eina aukaverkunin sem er ekki afturkræf eru fæðingargallar sem lyfið getur valdið ef stúlka eða kona verður þunguð á meðan hún tekur ísótretínóín. Nánari upplýsingar er að finna hér á síðunni „ísótretínóín – Mikilvægar upplýsingar til notenda vegna hættu á fósturskaða“, sem læknir bendir þér á áður en meðferð með ísótretínóín hefst og skaltu lesa hann vel og vandlega.

Hvaða aukaverkunum þarf ég að láta húðsjúkdómalækninn vita af?

Það er áríðandi að þú látir húðsjúkdómalækninn vita ef eitthvað af eftirfarandi kemur fram:

• Þú þolir ekki aukaverkanirnar sem þú færð af ísótretínóín. Læknirinn gæti þurft að hreyta ávísuðum skömmtum.

• Þú færð einhverja af sjaldgæfu, alvarlegu aukaverkununum sem fjallað er um á hlaðsíðunni hér á undan.

• Þér finnst þú leið/leiður eða döpur/dapur.

 

Hvenær hverfa aukaverkanirnar?

Aukaverkanir af völdum ísótretínóín ættu að hverfa þegar þú hættir að taka lyfið.

Hvar get ég fengið leiðbeiningar og frekari upplýsingar?

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi aukaverkanir sem þú finnur eða getur fundið fyrir með ísótretínóín skaltu snúa þér til húðsjúkdómalæknisins þíns.

Hvernig get ég dregið úr þurrkinum?

Tiltölulega auðvelt er að meðhöndla þurrk í húð og slímhúð. Hér að neðan eru upplýsingar um hvað þú getur gert til að halda aukaverkununum í lágmarki.

Böð

Til að vernda húðina er ráðlegt að fara ekki í mjög löng böð eða sturtur og nota volgt vatn fremur en heitt vatn.

Hreinsiefni fyrir andlit og líkama

Þú ættir aðeins að nota hreinsiefni sem eru ætluð viðkvæmri húð. Hreinsiefni fyrir líkama ætti ekki að nota á andlitið nema þau séu einnig sérstaklega ætluð fyrir andlit. Forðastu að nota of mikið af sápu.

Rakakrem

Þú mátt búast við því að húð þín verði öll þurrari, bæði í andliti og á líkama. Til að halda húðinni í góðu ástandi er gott að nota rakakrem á allan líkamann, jafnvel þótt húðin sé ekki þurr. Gott er að biðja lækninn um að mæla með hentugu kremi eða áburði.

Þurrar varir

Varir þínar eru sérstaklega viðkvæmar fyrir þurrkandi áhrifum ísótretínóín. Því er afar mikilvægt að þú hugir vel að vörunum. Með því að bera varasalva á varirnar á eins eða tveggja klukkustunda fresti getur þú oftast komið í veg fyrir að varirnar verði þurrar og sprungnar. Gættu einnig að því að bera á munnvikin en þau eru mjög viðkvæm og springa auðveldlega. Gjarnan má velja varasalva sem inniheldur sólarvörn. Hafðu samband við lækninn ef varir þínar verða mjög sprungnar eða ef úr þeim fer að blæða.

Munnþurrkur

Slímhúð í munni getur þornað samfara notkun ísótretínóín. Munnþurrkur getur aukið hættu á tannskemmdum og því ættir þú að nota munnskol sem inniheldur flúor til að vernda tennurnar.

Þurrkur í nösum

Nasir þínar geta einnig orðið þurrar þegar þú tekur ísótretínóín. Verði þær mjög þurrar getur það leitt til blóðnasa. Til þess að halda nösunum rökum getur þú t.d. borið svolítið vaselín á innanverðar nasirnar eða notað nefúða fyrir þurrar nasir sem fást án lyfseðils í apótekum.

Augnþurrkur

Ef þér finnst augu þín þurr eða sár gætir þú þurft að nota augndropa til að halda þeim rökum. Þurrkur í augum getur verið vandamál fyrir þá sem nota augnlinsur og/eða vinna í þurru lofti. Best er að nota ekki augnlinsur á meðan meðferðinni stendur eða að minnsta kosti ekki jafn lengi í einu og áður en þú byrjaðir á ísótretínóín.

Sólarvarnir

ísótretínóín veldur því að húð þín verður viðkvæmari fyrir sól og því er mikilvægt að verja hana vel fyrir sólinni. Þú átt ekki að fara í sólbað eða í ljósabekk, jafnvel þótt þú notir sólarvörn. Ef þú ferð í sól skaltu hylja líkamann eins vel og mögulegt er, nota hatt með deri og þera á þig sterka sólarvörn.

Þurrt hár og flasa

Verði hársvörður þinn og hár þurrara en venjulega gætir þú þurft að nota milda hársápu sem er sérstaklega ætluð fyrir þurrt hár. Notaðu einnig hárnæringu til að verja hársvörðinn og hárið. Forðastu að nota hárliti, sérstaklega þá sem innihalda peroxíð, því liturinn getur þurrkað hárið og hársvörðinn og valdið ertingu. Það sama á við um permanent. Ef þú vilt fá permanent er þest að gera það a.m.k. 2 vikum áður en þú byrjar að taka ísótretínóín. Verði flasa vandamál skaltu nefna það við húðsjúkdómalækninn. Ef feitt hár er vandamál lagast það oft meðan á meðferðinni stendur.

Þurrkur í leggöngum

Leggöng kvenna geta orðið þurr og konan fundið fyrir óþægindum við samfarir. Til að draga úr þessum óþægindum má nota sérstök krem eða gel sem eru fáanleg án lyfseðils í apótekum.

Þurrkur í endaþarmi

Þú getur fundið fyrir þurrki og ertingu í kringum endaþarmsopið. Til að draga úr óþægindum getur þú borið vaselín á umrætt svæði nokkrum sinnum á dag.

Förðunarvörur

Best er að nota farða í hófi og venjulega er ákjósanlegast að nota farða sem inniheldur ekki olíu eða fitu. Þar sem ísótretínóín þurrkar húðina er þó stundum þörf á að nota áburði með fitu meðan á meðferðinni stendur. Förðunarvörur og snyrtivörur geta stundum gert þrymlabólurnar enn verri ef ekki eru valdar vörur sem henta. Helst skaltu nota andlitsfarða sem inniheldur sólarvörn. Þú ættir að geta notað flest púður á meðan þú ert á ísótretínóín en ef þú notar kinnaliti skaltu aðeins nota púðurkinnaliti. Þú getur notað alla varaliti á meðan þú ert á ísótretínóín. Best er að nota varaliti sem innihalda sólarvön. Það er líka gott ráð að nota varasalva undir varalitinn því þannig verðu varirnar betur.

Önnur mikilvæg atriði varðandi umhirðu húðarinnar meðan á ísótretínóín-meðferð stendur

• Aldrei á að kreista bólur. Þetta getur gert bólurnar verri, valdið sýkingum og þannig skaðað húðina.

• Fjarlægðu ekki húð sem er að flagna. Þar sem húð þín er viðkvæm getur þú skaðað húðina með því að reyna að fjarlægja húð sem er að flagna en það getur leitt til húðsýkinga.

• Ekki fara í húðhreinsun. Eins og áður sagði er húð þín nú sérlega viðkvæm og meðferðir eins og húðhreinsun geta verið harkalegar fyrir húðina.

• Ekki fjarlægja hár með vaxi. Að vaxa húðina meðan hún er svona viðkvæm getur í raun fjarlægt húðina líkt og hárið!

• Ekki láta gera göt í eyru þín eða annars staðar á líkamann. Það getur haft mikla sýkingarhættu íför með sér meðan á ísótretínóín-meðferð stendur.

• Ekki fara í húðslípun. Húð þín er viðkvæm og húðslípun getur skaðað hana.

• Ekki fara í of heitt bað eða sturtu. Mjög heit böð geta ert húðina.

Ef þú tekur eftir einhverju óvenjulegu varðandi húð þína eða einhverjum óðrum óþægindum skaltu hafa samband við húðsjúkdómalækninn þinn. Það er gott ráð að skrifa niður athugasemdir og spurningar sem þú vilt bera upp við lækninn þinn.

Nánar á (enskur texti):

Notkun retínóíða (Differin eða Epiduo)

Aberela krem inniheldur A-vitamínsýru (tretinoin) sem er öflugt húðlyf, oftast notað gegn s.k. unglingabólum (acne vulgaris). Differin gel inniheldur skylt efni sem heitir Adapalene. Þessi lyfjaflokkur kallast retínóíðar. Er einnig notað við örum, sólskemmdum, húðslitum og hrukkum.

Verkun lyfjanna er á þann veg að húðin flagnar og tepptir gangar fitukirtla opnast. Fitukirtlarnir dragast saman og innihald kirtlanna þrýstist út á yfirborð húðarinnar og haldast kirtlarnir samandregnir svo lengi sem lyfið er borið á húðina. Þetta hefur einnig þau áhrif að fíngerðar grunnar hrukkur minnka þegar húðin flagnar auk þess sem húðin þykknar nokkuð.

Aukaverkanir:
Kremið og gelið eru nokkuð ertandi fyrir húðina vegna flögnunarinnar. Roði í andliti, mest áberandi í byrjun meðferðar og í sjaldgæfum tilfellum er smávægileg aukning á nýmyndun háræða í andliti. Nýjar graftarbólur geta myndast í húðinni eftir 1-6 vikur vegna aukins þrýstings inni í fitukirtlunum. þessi afturför gengur yfir og er oft merki um að lyfin verki vel.!

Leiðbeiningar:

Til að draga úr helstu aukaverkunum lyfjanna er gott að fylgja eftirfarandi ráðum:

1. vika : Kremið eða gelið er borið á í þunnu lagi annað hvert kvöld en þvegið af með volgu vatni eftir 2-4 tíma.
2. vika : Kremið eða gelið er borið á annað hvert kvöld en þvegið af að morgni með volgu vatni
3. vika og þar eftir er kremið/gelið borið á öll kvöld og húðin þvegin með volgu vatni að morgni.

Nuddið kreminu/gelinu ekki inn í húðina, berið það á í þunnu lagi.
Ef enginn roði eða flögnun á sér stað má bera kremið/gelið á í aðeins þykkara lagi og nudda því örlítið inn í húðina.
Til að draga úr ofþornun húðarinnar er ráðlegt að bera á rakakrem eftir að húðin er þvegin.
Ef húðin roðnar mikið má lengja bilið milli þess sem kremið er borið á.
Stundum er nauðsynlegt að nota önnur útvortis lyf samtímis, eða jafnvel lyf til inntöku.

Árangur meðferðarinnar kemur oft ekki í ljós fyrr en að 2-3 mánuðum liðnum.

Best er að nota kremið/gelið í mun lengri tíma og þá e.t.v. annan hvern dag.

Nánar á (enskur texti):

Meðferð á sprungum á iljum og höndum

Sprungur á þessum stöðum fylgja oft exemi og öðrum bólgusjúkdómum á iljum og lófum. Húðin missir teygjanleika sinn og rifnar þvert á átakstefnuna. Slíkar sprungur geta rist djúpt, eru sársaukafullar og gróa oft seint.

Cyanoacrylate lím (Krazy glue, Super glue, Snabb Lim ) hafa verið notuð með góðum árangri við húðsprungum.

Þetta á við sprungur í húð á höndum og fótum sem ekki eru sýktar og valda sársauka. Þessi lím flýta einnig gróningu. Sprungur þessar geta orsakast af ýmsum húðsjúkdómum, og þá aðallega exemi og psoriasis.

Þvoið húðina vel og þurrkið vandlega. Kreistið varlega lítið magn af líminu ofan í sprunguna og þrýstið börmunum saman þannig að sprungan lokist.
Venjulega nægja 1-2 dropar.
Haldið börmunum saman þar til sprungan er límd aftur.
Þetta tekur venjulega 30-60 sekúndur.
Forðist að fá of mikið lím á fingurna. Límist fingur saman berið þá naglalakkseyði á svæðið og flettið burt líminu þegar það hefur mýkst.

Cyanoacrylate lím er ekki eitrað, en varist þó að berist í augu.

Afhreistrun

Afhreistrun er mikilvæg fyrir meðhöndlun Psoriasis. Hún er líka mikilvæg fyrir meðferð hreistrandi húðsjúkdóma í hársverði svo sem flösuexems og psoriasis. Meðferð hefur að jafnaði ekki nægileg áhrif sé hreistur ekki fjarlægt. Þetta gildir fyrir ljósameðferð, D-vítamín afleiður eins og Daivonex, kortisónkrem, tjöru og Dithranol (Micanol).

Líkami:

1. Farið í bað eða sturtu.

2. Farið í gufubað sé möguleiki á því.

3. Smyrjið útbrotin með Salicýlvaselíni 2%.

4. Látið sitja á í 2-4 klst. eða yfir nótt.

5. Þvoið líkamann með vatni og sápu.

6. Endurtakið eftir þörfum

Hársvörður:

1. Smyrjið í hársvörðinn ACP kremi eða mýkjandi kremi sem inniheldur annað hvort salicýlsýru eða carbamíd. Einnig má nota 2% salicýlsýru í spir. dil. eða þá salicýlolíu.

2. Látið sitja í hársverði í 2-4 klst. eða yfir nótt.

3. Sumum finnst gott að sofa með hettu á höfðinu eftir að kremið hefur verið borið í.

4. Setjið svo sjampó í þurrt hárið og nuddið allan hársvörðinn létt með sjampóinu.

5. Síðan er hárið þvegið með vatni.

6. Endirtakið eftir þörfum

Meðferð á psoriasis í Bláa lóninu

Reykjanesskagi á Suðvesturlandi er fyrst og fremst samsettur úr gljúpu hrauni. Hraunið er ekki þéttara en svo að það hleypir sjó í gegnum sig. Djúpt í iðrum jarðar eru katlar sem eru fullir af jarðsjó. Við Svartsengi er háhitasvæði og var hitaveita Suðurnesja byggð þar 1976. Bláa lónið myndaðist þegar heitu vatni sem til féll vegna hitaskipta var veitt út á aðliggjandi hraunbreiður. Sagan segir að starfsmaður verksmiðjunnar sem var haldinn psoriasis hafi tekið að baða sig í þessu nýja lóni og hlotið bata af. Þetta var upphaf lækninga á psoriasis við Bláa lónið. Á næstu árum jókst áhugi psoriasisjúklinga mjög á Bláa lóninu og margir þeirra töldu sig fá bata með því að baða sig tvisvar til þrisvar í viku í Bláa lóninu. Psoriasissjúklingar höfðu síðan forgöngu að því að komið var upp búningsaðstöðu fyrir psoriassjúklinga við lónið. Sjúklingarnir töldu einnig að batinn í lóninu ykist til muna þegar UVB-ljósameðferð var stunduð samhliða, og fékkst það síðan staðfest með rannsóknum. Krafan um rannsóknir við Bláa lónið varð æ háværari.
Árið 1987 voru birtar niðurstöður frumkönnunar á lækningamætti Bláa lónsins. Niðurstöðurnar sem birtust í læknablaðinu voru uppörvandi, en ljóst var að frekari rannsókna var þörf, þar sem þær byggðu eingöngu á mati á ljósmyndum af sjúklingum. Húðlæknarnir Jón Guðgeirsson og Jón Hjaltalín Ólafsson hófu skömmu síðar aðra rannsókn sem því miður er ekki að fullu lokið vegna takmarkaðs fjármagns sem var ætlað til þeirra framkvæmda. Niðurstöður voru sem áður jákvæðar. Árið 1986 skipaði ríkisstjórnin nefnd sem skyldi kanna fjölþætta nýtingu Bláa lónsins.

Nefndin beitti sér síðan fyrir rannsóknum á efnasamsetningu, lífríki og lækningamætti Bláa lónsins. Þegar þetta er ritað er þremur rannsóknum á lækningamætti lónsins lokið og lífríkið hefur einnig verið rannsakað ítarlega. Læknarnir Jón Hjaltalín Ólafsson, Rannveig Pálsdóttir og Bárður Sigurgeirsson hafa unnið lækningarannsóknirnar, en líffræðingarnir Jakob Kristjánsson og Sólveig Pétursdóttir hafa auk annarra rannsakað lífríki Bláa lónsins. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum þessara rannsókna og einnig sagt stuttlega frá þeim árangri sem náðst hefur við göngudeild sem starfrækt er fyrir húðsjúklinga við Bláa lónið.

Bláa lónið

Við Svartsengi eru borholur sem ná nokkur hundruð metra niður í neðanjarðarkatla sem eru fulllir af jarðsjó. Hitastigið þar er um 240° C. Jarðsjórinn er samsettur úr hafsjó (65%) og ferskvatni (35%). Efnasamsetning jarðsjávarins breytist við það að efni losna úr aðliggjandi bergi, sem er mjög kísilríkt. Efnastyrkur kísils hundraðfaldast (430 mg/kg) við þetta, en hins vegar fellur magnesíum út og styrkur þess minnkar um þúsundfalt. Þessum vökva er veitt upp á yfirborðið í gegnum borholur. Gufan sem myndast er notuð til að drífa gufuhverfla aftur til að framleiða rafmagn. Vökvinn er hins vegar notaður til að hita kalt ferskvatn sem síðan er veitt til byggða á Suðurnesjum og notað til húshitunar. Að þessu loknu er jarðsjónum dælt út yfir aðliggjandi hraunbreiðu. Hitastig jarðsjávarins þegar hér er komið við sögu er um 70° og er um það bil 900 m3 er því dælt út yfir hraunbreiðuna á hverri klukkustund. Mestur hluti jarðsjávarins rennur ofan í gljúpt hraunið, en töluverður hluti gufar upp. Þegar jarðsjórinn kólnar ofurmettast vökvinn af kísli (e. silicon) og langar keðjur af kísilsameindum myndast. Þessar kísilsameindir falla að lokum út og mynda hvíta leðju sem gestir Bláa lónsins kannast við. Leðjan lokar sprungum í hrauninu og þéttir botninn sem stuðlar enn frekar að myndun lóns. Þegar þetta er skrifað er lónið um 200m breitt og nokkra kílómetra langt. Dýptin er á bilinu 1-3 metrar víðast hvar. Styrkur kísils er um 140 mg/kg, en það eru einmitt þessar kísilsameindir í vökvanum sem brjóta ljósið sem á lónið fellur þannig að blár litur myndast og af því dregur Bláa lónið nafn sitt.

Líffræði lónsins

Efnasamsetning lónsins er sýnd í töflu 1. Meðalhitastigið er 37° , en í roki lækkar hitastigið nokkuð. Regn og snjór virðist hins vegar hafa lítil áhrif á hitastig lónsins. Sýrustig lónsins er að meðaltali um 7,5 og saltmagnið 2,5%. Hér virðist vera um kjöraðstæður að ræða fyrir saurgerla og var því talið að slíkar bakteríur væru í miklu magni í Bláa lóninu, líkt og gerist á sundstöðum þar sem ekki er settur klór út vatnið, sérstaklega með tilliti til þess að baðgestir eru yfir 100.000 árlega. Það kom því mjög á óvart þegar þær bakteríur, sem oftast tengjast manninum, svo sem saurgerlar, fundust alls ekki í lóninu. Þvert á móti kom í ljós við rannsóknir að mannabakteríur sem settar eru í vökva úr Bláa lóninu drepast í vökvanum. Lífríki lónsins virðist því að þesssu leyti hafa innbyggt sótthreinsunarkerfi. Einnig má benda á þá reynslu lækna sem stundað hafa sjúklinga við Bláa lónið að sýkt sár gróa fljótt við böð í lóninu. Rannsóknir hafa ekki leitt í ljós neinn sveppavöxt þess, en hins vegar hafa fundist tvær lífverur í lóninu, blágrænir þörungar og ný baktería sem ekki hefur verið lýst áður. Mest er um þörunga sem kallast Leptolyngbya erebi var. thermalis og tilheyra ættkvíslinni Cyanobacteria. Þeir dafna vel í volgu vatninu og vaxa gjarna á kísilsameindunum. Þar sem mikið er af þörungum myndast oft grænar breiður, en kísilleðja sem er rík af þörungum er gjarnan grænleit. Margir psoriassjúklingar telja að grænleit leðjan hafi mest áhrif á psoriasisútbrotin, en aðrir eru þessu ósammála. Ekki er vitað til að þessir þörungar vaxi annars staðar í heiminum við svipaðar aðstæður. Í lóninu hefur einnig fundist önnur örvera sem reyndist vera staflaga baktería sem tilheyrir ættkvíslinni Roseobacter. Þessi baktería finnst í miklu magni í lóninu og vöxtur hennar virðist lítið háður ytri skilyrðum. Bakterían hefur nýlega verið greind frekar og kom þá í ljós að hér er um nýja bakteríu að ræða sem hvergi hefur fundist annars staðar í heiminum. Hefur bakterían hlotið nafnið silicibacter lacuscaerulensis sem þýða mætti sem kísilbakterían úr lóninu bláa. Þörf er á frekari rannsóknum á þessari nýju lífveru sem hefur aðlagað sig svo vel að einstöku umhverfi í Bláa lóninu. Bakterían virðist ekki þrífast á æti nema vatni úr Bláa lóninu sé blandað í það. Þá vaknar einnig sú spurning hvort bakterían eða þörungarnir sem vaxa í lóninu séu orsök lækningamáttarins. Á ónæmisdeild Landspítalans hafa verið gerðar frumrannsóknir á floti sem bakterían hefur vaxið í og benda þær til þess að bakterían geti framleitt efni sem hafi áhrif á ónæmiskerfið. Hér er þó um að ræða rannsóknir sem eru á slíku frumstigi að erfitt er að draga af þeim nokkrar ályktanir.

 

Sérstök meðferðarlaug var byggð til að rannsaka áhrif Bláa lónsins á psoriasis við suðurenda.

lónsins gegn baðhúsinu. Stærð meðferðarlaugarinnar er 25×6 m og botninn er sléttur ólíkt því sem er í sjálfu Bláa lóninu. Rannsóknir hafa verið gerðar á lífríki meðferðarlaugarinnar og leiddu þær í ljós að aðstæður þar eru að öllu leyti sambærilegar sjálfu Bláa lóninu. Síðan var byggt 200 m2 húsnæði við meðferðarlaugina þar sem göngudeild fyrir húðsjúklinga er nú til húsa. Við deildina starfa tveir sérfræðingar í húðsjúkdómum, þrír hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk.

Áhrif Bláa lónsins á húðina

Heilbrigð húð

Húðin vill þorna við tíð og langvarandi böð. Þetta er einkum áberandi eftir böð í Bláa lóninu. Algengt er að fólk nuddi kísilleðjunni, sem myndast á botni lónsins, á húðina. Við þetta losna dauðar frumur af húðinni. Húðin verður mjúk, en jafnframt þurr. Af þessum sökum er nauðsynlegt að nota rakarem ríkulega eftir böð í lóninu. Ef hárinu er dýft í lónið verður það þakið kísilkristöllum. Hárið verður því stíft og getur reynst erfitt að hemja það í nokkra daga á eftir. Til að koma í veg fyrir þetta er ráðlegt að bera næringu í hárið áður en gengið er til baða.

Notkun PASI gildis við rannsóknir

Þegar meta á árangur psoriasismeðferðar er nauðsynlegt að geta metið bata sjúklinganna á hlutlægan hátt. Það nægir ekki að lýsa útbrotunum eins og gert er í hefðbundinni sjúkraskrá, eða að spyrja sjúklinginn hvort hann sé betri eða verri en áður. Þess vegna var þróuð aðferðin PASI (Psoriasis Area and Severity Index). Þessi aðferð byggir á því að gefin eru stig samkvæmt fyrirfram ákveðnu kerfi fyrir útbreiðslu húðútbrotanna, ásamt roða og þykkt húðbreytinganna. Að lokum eru einnig gefin stig fyrir hreistrun. Sérstakt mat er gert fyrir höfuð, bol, neðri og efri útlimi. Lokaniðurstaðan er ein tala sem segir til um hve slæmur psoriasisjúkdómurinnn er hjá viðkomandi sjúklingi á þeim tíma. Þegar PASI-gildið er hærra en 10 er yfirleitt um mjög slæman psoriaissjúkdóm að ræða. Með því að reikna reglulega PASI-gildi á meðan á meðferð stendur má fylgjast með bata sjúklingsins. PASI-aðferðin var upphaflega þróuð til nota við rannsóknir, en er nú í vaxandi mæli notuð við hefðbundið eftirlit með psoriasissjúklingum. Við göngudeild Bláa lónsins er PASI gildi-metið mánaðarlega hjá þeim sjúklingum sem eru í göngudeildarmeðferð, en vikulega hjá þeim sem dvelja á sjúkrahóteli.

Áhrif baða í Bláa lóninu á psoriasis – fyrsta rannsóknin

Árið 1992 voru rannsakaðir 28 þýskir psoriasissjúklingar. Allir sjúklingarnir voru meðhöndlaðir á sama tíma. Engin önnur meðferð mátti fara fram samtímis og sjúklingunum var fyrirskipað að hætta allri annari psoriasismeðferð fjórum vikum fyrir komuna til Íslands. Einnig var gerð krafa um að sjúklingarnir hefðu skellupsoriasis sem næði yfir meira en 10% af yfirborði líkamans. Sjúklingarnir böðuðu sig daglega í lóninu og þeir smurðu kísilleðju á útbrotin á meðan þeir böðuðu. Sjúklingarnir voru skoðaðir við komu og síðan vikulega í þær þrjár vikur sem rannsóknin stóð. Útbreiðsla sjúkdómsins var metin með PASI-gildi og ljósmyndir voru teknar. Tuttugu og sjö sjúklingar, 15 karlar og 12 konur, á aldrinum 25 til 62 ára (miðgildi 46,1 ár) luku rannsókninni. Sjúklingarnir höfðu psoriasis í að meðaltali 25,5 ár. Meðal gildi PASI var 16,1 við komu, þannig að hér var um að ræða sjúklinga með mjög útbreiddan psoriasis. Allir höfðu fengið meðferð við sjúkdómnum sl. ár. Meðatal PASI gildis lækkaði strax eftir eina viku úr 16,1 í 10,8 sem er marktækur munur (p=0,01). Breytingar á PASI-gildi má sjá í töflu 1. og á mynd nr 3. Aukaverkanir voru mildar, helst þurr húð eða kláði sem rakakrem dugði vel við. Engar alvarlegar aukaverkanir komu fram.

Tafla 1. Efnasamsetning Bláa lónsins (mg /kg lónvökva)

Tafla 2. PASI-gildi hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með böðum eingöngu (rannsókn 1), böðum og UVB-ljósameðferð (rannsókn 2, rannsóknarhópurinn) borið saman við UVB ljósameðferð (rannsókn 2, samanburðarhópurinn).

Böð í Bláa lóninu og UVB ljósameðferð – önnur rannsóknin

Niðurstöður fyrstu rannsóknarinnar gáfu ótvírætt til kynna að böð í Bláa lóninu væru mjög áhrifarík meðferð við psoriasis.Greinilegt var að hreistrið hvarf mjög fljótt og að útbrotin höfðu þynnst verulega eftir tvær vikur. Hins vegar var æskilegt að reyna að bæta árangurinn enn frekar. Það virtist því vera eðlilegt skref að bæta UVB-ljósameðferð við böðin í lóninu. Vitað er að UVB-ljósmeðferð slær á psoriasis ein og sér og að hún getur einnig bætt árangur annnarar meðferðar s.s. með tjöru, Calcipotriol (Daivonex) og Dítranol. Þó höfðu psoriasissjúklingar sjálfir notað UVB-ljósameðferð ásamt böðum í lóninu með góðum árangri að sögn. Í seinni rannsókninni voru því borin saman böð í Bláa lóninu ásamt UVB ljósameðferð annars vegar og eingöngu UVB-meðferð hins vegar. Þetta var nauðsynlegt til að sýna fram á að áhrifin sem kæmu fram væru ekki eingöngu vegna ljósanna. Tuttugu og þrír psoriasissjúklingar frá Þýskalandi, 10 konur og 13 karlar, hófu rannsóknina (aldur 17-24, miðgildi aldur 46 ár). Sjúklingarnir höfðu haft psoriasis að meðaltali í 23 ár (4-43). Allir höfðu fengið meðferð gegn sjúkdómnum á undanförnu ári. Böðin í Bláa lóninu voru með sama hætti og áður var lýst. Meðferðin stóð í fjórar vikur í stað þriggja vikna í fyrri rannsókn. Ljósameðferðin var gefin fimm sinnum í viku. Samanburðarhópurinn hlaut eingöngu UVB-ljósameðferð með samskonar UVB ljósum (Philips TL 100W/01), í Bláa lóninu. Rakakrem voru leyfð hjá öllum sjúklingunum. PASI gildi voru metin vikulega eins og áður. PASI-gildin frá báðum sjúklingahópunum eru sýnd í töflu 2 og á mynd 3. PASI-gildið lækkaði marktækt frá viku til viku hjá báðum sjúklingahópunum. Sjúklingunum sem fengu böð í Bláa lóninu auk UVB ljósameðferðar vegnaði hins vegar mun betur. Marktækur munur var á PASI-gildum hópanna strax eftir eina viku og hélst sá munur í allar fjórar vikurnar sem rannsóknin stóð. Við lok rannsóknarinnar höfðu 20 af 21 sjúklingi náð í það minnsta 75% bata. Aukaverkanir voru mildar, helst þurrkur í húðinni sem auðvelt var að ráða bót á með rakakremum.

Mynd 3. Samanburður á PASI-gildi hjá psoriasissjúklingum sem eingöngu baða sig í Bláa lóninu (Böð eingöngu), þeim sem baða sig í lóninu og fá UVB-ljósameðferð (Böð + UVB) og að lokum sjúklingar sem fá eingöngu UVB-ljósameðferð (UVB). Til að auðvelda samanburð eru öll gildi sýnd sem hlutfall af upphafsgildum (prósentur).

Umræða

Fyrri rannsóknin sýndi svo ekki var um villst að böð í Bláa lóninu eru virk meðferð við psoriasis. Seinni rannsóknin sýndi að bæta má þann árangur með UVB-ljósameðferð samhliða böðum. Slík meðferð reyndist strax eftir eina viku vera mun betri en ljósameðferð eingöngu og hélst sá munur áfram í 4 vikur. Á mynd 3 má sjá að eftir fjórar vikur hafa tæplega 90% psoriasiseinkennana gengið til baka hjá rannsóknarhópnum í heild. Meðal PASI gildið var 20,3 í byrjun meðferðar, en hafði fallið í 2,8 í lok meðferðar, sem er mjög góður árangur. Í raun þýðir þetta að flestir sjúklinganna hafa fengið fullan bata. Út frá þessum niðurstöðum má því draga þær ályktanir að böð í Bláa lóninu sem eru gefin samhliða UVB-ljósameðferð séu mjög góð meðferð gegn psoriasis og er nú byggt á þessum niðurstöðum við meðhöndlun á psoriasis við göngudeild Bláa lónsins. Enn er ekki vitað hvað það er sem veldur batanum, þó að hægt sé að hafa á því ýmsar skoðanir. Þegar efnasamsetning vatnsins við Bláa lónið er skoðuð kemur í ljós að þar eru engin efni sem eru þekkt sem lækning á psoriasis. Kísilleðjan er mikilvæg og skýrir án efa hvers vegna sjúklingarnir losna við allt hreistur svo fljótt sem raun ber vitni. Teljum við að hér sé um að ræða bestu afhreistun sem völ er á. Það sem gerir Bláa lónið hins vegar sérstakt eru þær lífverur sem vaxa í lóninu. Það er því freistandi að álykta að einhver efni sem þessar lífverur kunna að framleiða séu virk gegn psoriaisis og að þannig megi skýra batann. Augljóst er að þörf er frekari rannsókna á þessu sviði.

Göngudeildin við Bláa lónið og opnun sjúkrahótels

Göngudeild fyrir húðsjúklinga við Bláa lónið var opnuð 1. janúar 1994. Síðan hafa hundruð íslenskra sjúklinga fengið þar meðferð við húðsjúkdómum, fyrst og fremst psoriasis. Einnig hefur nokkur fjöldi erlendra sjúklinga komið til meðferðar og nýlega náðust samningar við færeysk heilbrigðisyfirvöld um meðferð færeyskra psoriasissjúklinga í Bláa lóninu. Nýlega var endurnýjaður samningur við heilbrigðisyfirvöld um meðferð psoriasis- og eksemsjúklinga við Bláa lónið. Í honum er fólgin nýbreytni um rekstur sjúkrahótels fyrir þessa sjúklinga á Hótel Bláa Lóninu. Að jafnaði verða þar fjögur rúm til ráðstöfunar fyrir psoriasis- og eksemsjúklinga. Þessi samningur jafnar aðstöðumun sjúklinga á Reykjavíkursvæðinu og þeirra, sem búa úti á landi. Einnig opnast möguleiki á þéttari meðhöndlun psoriasissjúklinga af Reykjavíkursvæðinu, sem hafa slæm einkenni, með því að þeir dvelji á sjúkrahóteli við Bláa lónið sem gefur kost á meðhöndlun tvisvar á dag sex daga vikunnar.

Meðferð á göngudeild

Psoriasismeðferðin byggir á böðum í meðferðarlaug Bláa lónins. Miðað er við að sjúklingarnir baði sig í eina klukkustund. Á meðan smyrja þeir kísilleðju á útbrotin. Að böðun lokinni tekur við UVB-ljósameðferð í skáp. Einnig er hægt að gefa helaríum ljós í bekk og UVB-ljós í hárssvörð með greiðu. Meðferðin er fyrst og fremst ætluð psoriasissjúklingum, þó einnig megi meðhöndla sjúklinga með exem. Einnig er möguleiki á annarri, einfaldari húðmeðferð samhliða. Sjúklingarnir eru ekki skoðaðir við upphaf meðferðar hjá læknum stöðvarinnar heldur byggt á fyrirmælum tilvísandi húðlæknis. Læknar stöðvarinnar fylgjast síðan með gangi meðferðarinnar. Þeir sjúklingar sem eru í göngudeildarmeðferð eru skoðaðir mánaðarlega, en þeir sem eru á sjúkrahótelinu eru skoðaðir vikulega. Alltaf er PASI-gildi metið. Þegar sjúklingur er útskrifaður er tilvísandi lækni send skýrsla um dvöl sjúklings og árangur meðferðar. Þeir sjúklingar sem dvelja á sjúkrahóteli fá sömu meðferð og þeir sem koma sem göngudeildarsjúklingar, nema hvað hótelsjúklingarnir fá meðferð daglega sex daga vikunnar, en hinir eru yfirleitt meðhöndlaðir þrisvar í viku. Þegar sjúklingarnir dvelja við Bláa lónið opnast einnig möguleiki á að baða sig í lóninu tvisvar á dag.

Árangur dvalar á sjúkrahóteli

Í lok árs 1995 var tekin upp tölvuskráning á sjúkraskrám við Bláa lónið. Tilgangurinn var að auka gæði þjónustunnar og möguleika á gæðaeftirliti og rannsóknum. Þannig voru 3611 teknir til meðferðar við Bláa lónið árið 1996, bæði íslendingar og útlendingar. Þetta má sjá nánar í töflu 3. Hið ánægjulega er að mikil fjölgun er á milli ára. Íslenskum sjúklingum hefur fjölgað um 27% og erlendum sjúklingum um 87%. Þegar þetta er ritað í byrjun desember 1997 hafa níu íslenskir sjúklingar verið til meðhöndlunar við sjúkrahótel Bláa lónsins. Árangur hefur verið mjög góður, eins og sjá má á mynd 4 sem sýnir árangur meðferðar hjá fyrstu níu íslensku sjúklingunum. Af þessum níu fengu fjórir fullan bata (engin útbrot), en að meðaltali lækkaði PASI-gildið hjá hópnum um 93%. Hér var um að ræða sjúklinga sem allir höfðu slæman psoriasis eins og sjá má af því að PASI-gildið var 17,7 þegar meðferðin hófst. < Svipaður árangur hefur náðst hjá erlendum sjúklingum sem hafa komið hingað vegna meðferðar á psoriasis. Áður hafa verið nefndar ferðir Færeyinga hingað, en þaðan hafa komið 1-2 hópar á ári. Á mynd 5 er sýndur árangur danskra og færeyskra sjúklinga sem voru til meðferðar við Bláa lónið á haustmánuðum 1997. Hóparnir dvöldu báðir í 4 vikur. Síðasta skoðun var gerð tæpri viku fyrir brottför þannig að endanlegur bati var betri en línuritið gefur til kynna. Sumir færeysku sjúklinganna hafa komið oftar en einu sinni. Upplýsingar um PASI-gildi eru til um níu færeyska sjúklinga sem hafa komið til meðferðar tvisvar með um árs millibili. Það er því áhugavert að líta á árangur þessara níu sjúklinga í fyrri og seinni meðferð. Augljóst er að hjá þessum sjúklingum hefur psoriasissjúkdómurinn verið mun verri við fyrri meðferðina. Breytingin var í raun og veru meiri við fyrri meðferðina þar sem sjúklingarnir voru mun verri þegar fyrri meðferðin hófst. Þetta má e.t.v. túlka þannig að árangur fyrri meðferðarinnar hafi ekki að fullu verið genginn til baka þegar sjúklingarnir komu aftur til meðferðar ári síðar.

Mynd 5. Árangur færeyskra og danskra sjúklinga sem voru meðhöndlaðir við göngudeild Bláa lónsins á haustmánuðum 1997.

Samantekt

Bláa lónið er einstakt náttúruundur. Jarðfræði og líffræði þess á sér að öllum líkindum enga hliðstæðu í veröldinni. Fundist hefur ný baktería í lóninu, sem ekki er til annars staðar svo vitað sé. Rannsóknir á lækningarmætti lónsins hafa ótvírætt sýnt að um áhrifaríka meðferð við psoriasis er að ræða. Reynsla af göngudeildarmeðferð hefur rennt enn styrkari stoðum undir þessar niðurstöður. Rannsaka þarf nánar lækningamátt Bláa lónsins við psoriasis og öðrum sjúkdómum. Þær rannsóknir hljóta fyrst og fremst að beinast að örverunum tveimur sem hafa fundist í lóninu. Slíkar rannsóknir geta stuðlað að enn öflugri og betri lækningu á psoriasissjúkdómnum. Jafnhliða þessu er þörf á að kanna áhrif baða í Bláa lóninu á fleiri sjúkdóma. Nú þegar hafa nokkrir sjúklingar með eksem og húðsjúkdóminn iktyosis verið meðhöndlaðir í Bláa lóninu og lofar árangurinn góðu þó að ef til vill sé of snemmt að fullyrða nokkuð þar um.

Meðferð sveppasjúkdóma í nöglum
Meðferð við sveppasýkingum með terbínafín

Vinsamlega lesið vandlega þessar upplýsingar ef þér hefur verið ávísað terbínafín við sveppum í tánöglum. Lyfið er venjulega gefið samfleytt í 3 mánuði. Lyfið er áfram í nöglunum í 2-3 mánuði eftir að lyfjatöku er hætt. Venjulega eru neglurnar metnar fimm mánuðum eftir að lyfjataka hófst og gefið meira af lyfinu meti lækninn að þess sé þörf.

Ekki má nota terbínafín og hafa skal samband við lækninn:

• Ef þú ert með ofnæmi fyrir terbinafinhýdróklóríði eða einhverju öðru innihaldsefni terbínafín.
• Ef þú ert með langvarandi eða virkan lifrarsjúkdóm.
• Ef þú ert með skerta nýrnastarfsemi.

Ræða skal við lækninn áður en terbínafín er notað:

• Ef þú notar þunglyndislyf.
• Ef þú notar lyf við hjartasjúkdómum og/eða of háum blóðþrýstingi.
• Ef þú notar lyf við hjartsláttartruflunum.

Mikilvægt er að segja lækninum strax frá því ef fram kemur eitthvert eftirtalinna einkenna:

• þrálát ógleði af óþekktum orsökum, uppköst, kviðverkir, lystarleysi, óeðlileg þreyta, ef húðin eða hvítan í augunum verður gulleit, óvenju dökkt þvag eða óvenju ljósar hægðir (einkenni lifrarbilunar).
• útbrot, roði, blöðrumyndun/sviði í vörum, augum eða munni, húðflögnun (einkenni alvarlegra viðbragða í húð).
• slappleiki, óvenjulegar blæðingar, marblettir eða tíðar sýkingar (einkenni blóðsjúkdóms).
Komi einhver þessara einkenna fram skal strax hafa samband við lækni eða sjúkrahús. Hugsanlega þarf að hætta meðferð með terbínafín.

Nota má terbínafín samhliða öðrum lyfjum en ræða skal við lækninn áður en byrjað er að nota terbínafín ef eftirtalin lyf eru notuð:

• Ákveðnar tegundir þunglyndislyfja (þríhringlaga þunglyndislyf, sértækir endurupptökuhemlar serotonins (SSRI) og monoaminoxidasahemlar (MAO-I af gerð B), leitið upplýsinga hjá lækninum).
• Ákveðin tegund lyfja við hjartasjúkdómum og/eða of háum blóðþrýstingi (beta-blokkar, leitið upplýsinga hjá lækninum).
• Ákveðin tegund lyfja við hjartsláttartruflunum (hjartsláttarlyf af flokki 1A, 1B og 1C, leitið upplýsinga hjá lækninum).
• Rifampicin (sýklalyf).
• Cimetidin (lyf við magasári).
• Ciclosporin (ónæmisbælandi lyf).
• Koffín

Meðganga
Þungaðar konur mega ekki nota terbínafín nema slíks sé brýn þörf og þá að ráði læknis.

Brjóstagjöf
Ekki skal hafa barn á brjósti því terbínafín berst í brjóstamjólk.

Skert nýrna-/lifrarstarfsemi
Nota á minni skammt handa þeim sem eru með skerta nýrnastarfsemi. Fylgið fyrirmælum læknisins.
terbínafín er ekki ætlað sjúklingum með langvarandi eða virkan lifrarsjúkdóm.

Hafið eftirfarandi í huga
Naglasveppur: Yfirleitt eru sveppafrumurnar dauðar þegar meðferð lýkur (t.d. 12 vikna meðferð við tánaglasveppi), en nöglin mun ekki líta eðlilega út fyrr en sá hluti hennar sem sýktur var af sveppnum, er vaxinn fram. Vegna þess að tánögl vex um það bil 1-2 mm á mánuði getur liðið heilt ár frá því meðferð hófst, þar til öll merki um sveppasýkingu í nöglum eru horfin.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur terbínafín valdið aukaverkunum, það gerist þó ekki hjá öllum. Aukaverkanirnar eru yfirleitt vægar eða í meðallagi alvarlegar og tímabundnar. Greint hefur verið frá eftirtöldum aukaverkunum:

Sumar mjög sjaldgæfar aukaverkanir og aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir geta verið alvarlegar:

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 sjúklingum): Skert lifrarstarfsemi þ.m.t. alvarleg lifrarbilun. Tafarlaust skal hafa samband við lækni ef fram kemur óútskýrð langvarandi ógleði, lystarleysi, óeðlileg þreyta, uppköst, verkir í efri og hægri hluta kviðar, gulleit húð eða augu, óvenjulega dökkt þvag eða óvenjulega ljósar hægðir.
Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá innan við 1 af hverjum 10.000 sjúklingum): Breytingar á blóðgildum (óvenjulegar blæðingar, marblettir), alvarleg viðbrögð í húð t.d. Stevens-Johnson heilkenni (hiti, blöðruútbrot einkum á höndum og fótum sem og bólga við eitt eða fleiri líkamsop), flögnun efsta lags húðar og bráð útbrot í húð með litlum blöðrum; ofnæmisviðbrögð (öndunarerfiðleikar, sundl, þroti einkum í andliti og hálsi), þar með talið skyndileg vökvasöfnun í húð og slímhúðum (ofsabjúgur); rauðir úlfar. Í þessum tilvikum skal tafarlaust hafa samband við lækni eða sjúkrahús.

Aðrar aukaverkanir
Mjög algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 sjúklingum): Óþægindi frá meltingarvegi t.d. mettunartilfinning, lystarleysi, meltingartruflun, ógleði, vægir kviðverkir og niðurgangur; útbrot, ofsakláði, vöðva- og liðverkir.
Algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 sjúklingum): Höfuðverkur.
Sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 sjúklingum): Breytt bragðskyn og missir bragðskyns sem gengur þó yfirleitt til baka nokkrum vikum eftir að notkun terbínafín er hætt. Í einstökum tilvikum hefur þessu fylgt lystarleysi og verulegt þyngdartap. Hafið samband við lækni ef bragðtruflanir og missir bragðskyns varir dögum saman.
Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá innan við 1 af hverjum 10.000 sjúklingum): Hárlos, þreyta, psoriasislík útbrot, versnun psoriasis, sundl, minnkað snertiskyn, dofi og náladofi.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður við aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

Meðhöndlun flösu (flösuexems) með Dermatín/Fungoral sápu

Hvað er flasa?
Heilbrigður hársvörður endurnýjar stöðugt húðfrumur sínar. Flasa myndast þegar frumumyndun og frumudauði eykst umfram það sem vanalegt er. Þá myndast mikið magn dauðra húðfruma sem loða saman og mynda gráleitar húðflögur sem sjást í hári og hársverði og við þekkjum sem flösu. Alvarlegri mynd flösu er sjúkdómur sem kallast flösuexem (seborrhoeic dermatitis). Í flösuexemi eru húðflögurnar gjarnan fitukenndari og gulleitari. Flösuexem er ekki bundið við hársvörðinn heldur getur lagst á öll þau húðsvæði sem rík eru af fitukirtlum, s.s. við nefið, í vöngum, á augabrúnum, eyrum og búk. Flösuexemi fylgir roði og kláði á viðkomandi húðsvæðum. Flasa kemur yfirleitt fyrst fram á gelgjuskeiðinu. Sumir einstaklingar þjást af stöðugum flösueinkennum en hjá öðrum koma einkennin aðeins fram af og til.

Hvað veldur flösu?
Malassezia er sveppur sem telst til eðlilegrar húðflóru okkar og er yfirleitt til staðar á húð flestra einstaklinga án þess að valda nokkrum óþægindum. Helsta orsök flösu er talin vera aukinn vöxtur Malassezia eða þá að viðkomandi einstaklingur er óvenjulega viðkvæmur fyrir sveppnum. Sveppurinn nærist á húðfitunni í hársverðinum og brýtur hana niður í fitusýrur og önnur efni sem erta hársvörðinn. Líkaminn bregst síðan við þessari ertingu með því að auka flögnun dauðra húðfruma. Aðrir þættir sem taldir eru hafa áhrif á flösumyndun eru t.d. erfðir, streita, hormónar, mjög feit húð og loftslag, en algengara er að einkennin geri vart við sig á veturna.

Hvernig getur Dermatín/Fungoral sápa unnið á flösunni?
Þar sem sveppurinn Malassezia er helsta orsök flösunnar miðar meðferðin að því að draga úr vexti hans. Sápaa inniheldur virka efnið ketókónazól sem er sveppadrepandi lyf og er notað til að meðhöndla og koma í veg fyrir ýmsar sveppasýkingar í húð og hár- sverði, þar á meðal:

Sveppasýkingar sem valda kláða og flögnun í hársverði (flasa, flösuexem)
Litbrigðamyglu (tinea versicolor) – óreglulega hvíta eða brúna bletti á húðinni
Að auki er Dermatín/Fungoral mild hársápa sem hreinsar hárið um leið og lyfið er notað.

Hvernig á að nota Dermatín/Fungoral sápu?

Berðu sápuna í hárið eða á önnur sýkt húðsvæði og láttu freyða eins og við venjulegan hárþvott.
Láttu sápuna bíða í hárinu í 3-5 mínúturtil að ná fullri verkun lyfsins.
Skolaðu sápuna úr hárinu.
Til að uppræta flösu og flösuexem skaltu nota sápuna tvisvar í viku í 2-4 vikur. Eftir það getur þú notað sápuna einu sinni á einnar eða tveggja vikna fresti eða eftir þörfum til að halda sveppnum niðri. Viljir þú þvo hár þitt oftar en meðhöndlunin segir til um skaltu nota venjulega hársápu á milli. Sápir þú hárið tvisvar sinnum í hvert skipti skaltu byrja á að þvo hárið með venjulegri hársápu en Sápan er aðeins til útvortis notkunar. Hafir þú fengið Dermatín/Fungoral gegn ávísun frá lækni skaltu fylgja þeim leiðbeiningum sem læknirinn gefur ef þær eru frábrugðnar því sem að framan er lýst. Lestu einnig vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu.

Lamisil (terbinafin)

Ekki má nota Lamisil og hafa skal samband við lækninn:

• Ef þú ert með ofnæmi fyrir terbinafinhýdróklóríði eða einhverju öðru innihaldsefni Lamisil.
• Ef þú ert með langvarandi eða virkan lifrarsjúkdóm.
• Ef þú ert með skerta nýrnastarfsemi.

Ræða skal við lækninn áður en Lamisil er notað:

• Ef þú notar þunglyndislyf (sjá einnig kaflann „Notkun annarra lyfja“).
• Ef þú notar lyf við hjartasjúkdómum og/eða of háum blóðþrýstingi (sjá einnig kaflann „Notkun annarra lyfja“).
• Ef þú notar lyf við hjartsláttartruflunum (sjá einnig kaflann „Notkun annarra lyfja“).

Mikilvægt er að segja lækninum strax frá því ef fram kemur eitthvert eftirtalinna einkenna:

• þrálát ógleði af óþekktum orsökum, uppköst, kviðverkir, lystarleysi, óeðlileg þreyta, ef húðin eða hvítan í augunum verður gulleit, óvenju dökkt þvag eða óvenju ljósar hægðir (einkenni lifrarbilunar).
• útbrot, roði, blöðrumyndun/sviði í vörum, augum eða munni, húðflögnun (einkenni alvarlegra viðbragða í húð).
• slappleiki, óvenjulegar blæðingar, marblettir eða tíðar sýkingar (einkenni blóðsjúkdóms).
Komi einhver þessara einkenna fram skal strax hafa samband við lækni eða sjúkrahús. Hugsanlega þarf að hætta meðferð með Lamisil.

Nota má Lamisil samhliða öðrum lyfjum en ræða skal við lækninn áður en byrjað er að nota Lamisil ef eftirtalin lyf eru notuð:

• Ákveðnar tegundir þunglyndislyfja (þríhringlaga þunglyndislyf, sértækir endurupptökuhemlar serotonins (SSRI) og monoaminoxidasahemlar (MAO-I af gerð B), leitið upplýsinga hjá lækninum).
• Ákveðin tegund lyfja við hjartasjúkdómum og/eða of háum blóðþrýstingi (beta-blokkar, leitið upplýsinga hjá lækninum).
• Ákveðin tegund lyfja við hjartsláttartruflunum (hjartsláttarlyf af flokki 1A, 1B og 1C, leitið upplýsinga hjá lækninum).
• Rifampicin (sýklalyf).
• Cimetidin (lyf við magasári).
• Ciclosporin (ónæmisbælandi lyf).
• Koffín

Meðganga
Þungaðar konur mega ekki nota Lamisil nema slíks sé brýn þörf og þá að ráði læknis.

Brjóstagjöf
Ekki skal hafa barn á brjósti því Lamisil berst í brjóstamjólk.

Skert nýrna-/lifrarstarfsemi
Nota á minni skammt handa þeim sem eru með skerta nýrnastarfsemi. Fylgið fyrirmælum læknisins.
Lamisil er ekki ætlað sjúklingum með langvarandi eða virkan lifrarsjúkdóm.

Hafið eftirfarandi í huga
Naglasveppur: Yfirleitt eru sveppafrumurnar dauðar þegar meðferð lýkur (t.d. 12 vikna meðferð við tánaglasveppi), en nöglin mun ekki líta eðlilega út fyrr en sá hluti hennar sem sýktur var af sveppnum, er vaxinn fram. Vegna þess að tánögl vex um það bil 1-2 mm á mánuði getur liðið heilt ár frá því meðferð hófst, þar til öll merki um sveppasýkingu í nöglum eru horfin.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur Lamisil valdið aukaverkunum, það gerist þó ekki hjá öllum. Aukaverkanirnar eru yfirleitt vægar eða í meðallagi alvarlegar og tímabundnar. Greint hefur verið frá eftirtöldum aukaverkunum:

Sumar mjög sjaldgæfar aukaverkanir og aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir geta verið alvarlegar:

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 sjúklingum): Skert lifrarstarfsemi þ.m.t. alvarleg lifrarbilun. Tafarlaust skal hafa samband við lækni ef fram kemur óútskýrð langvarandi ógleði, lystarleysi, óeðlileg þreyta, uppköst, verkir í efri og hægri hluta kviðar, gulleit húð eða augu, óvenjulega dökkt þvag eða óvenjulega ljósar hægðir.
Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá innan við 1 af hverjum 10.000 sjúklingum): Breytingar á blóðgildum (óvenjulegar blæðingar, marblettir), alvarleg viðbrögð í húð t.d. Stevens-Johnson heilkenni (hiti, blöðruútbrot einkum á höndum og fótum sem og bólga við eitt eða fleiri líkamsop), flögnun efsta lags húðar og bráð útbrot í húð með litlum blöðrum; ofnæmisviðbrögð (öndunarerfiðleikar, sundl, þroti einkum í andliti og hálsi), þar með talið skyndileg vökvasöfnun í húð og slímhúðum (ofsabjúgur); rauðir úlfar. Í þessum tilvikum skal tafarlaust hafa samband við lækni eða sjúkrahús.

Aðrar aukaverkanir
Mjög algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 sjúklingum): Óþægindi frá meltingarvegi t.d. mettunartilfinning, lystarleysi, meltingartruflun, ógleði, vægir kviðverkir og niðurgangur; útbrot, ofsakláði, vöðva- og liðverkir.
Algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 sjúklingum): Höfuðverkur.
Sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 sjúklingum): Breytt bragðskyn og missir bragðskyns sem gengur þó yfirleitt til baka nokkrum vikum eftir að notkun Lamisil er hætt. Í einstökum tilvikum hefur þessu fylgt lystarleysi og verulegt þyngdartap. Hafið samband við lækni ef bragðtruflanir og missir bragðskyns varir dögum saman.
Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá innan við 1 af hverjum 10.000 sjúklingum): Hárlos, þreyta, psoriasislík útbrot, versnun psoriasis, sundl, minnkað snertiskyn, dofi og náladofi.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður við aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

Hafðu samband

Hægt er að bóka tíma hjá lækni
frá kl. 9:00 – 12:00 og 13:00 – 15:30
Sími 520 4444

Ljósameðferð
Sími 520 4408

Sendu okkur tölvupóst
timabokun@hls.is

 

Spjallaður við okkur á
Facebook Messenger

    Húðlæknastöðin

    Smáratorg 1,
    201 Kópavogur,
    Iceland

    Opið virka daga
    8:00 – 16:00

    Skiptiborð er opið
    9:00 – 12:00
    13:00 – 15:30

    © Húðlæknastöðin ehf. – Með notkun á vefnum samþykkir notandi notkunarskilmála hans – Notkunarskilmálar og yfirlýsing um persónuvernd