Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

Belkyra sprautumeðferð við undirhöku

Ástæður undirhöku geta verið misjafnar; öldrun, ættgengi eða þyngdaraukning. Nokkrar meðferðir eru í boði til að losna við undirhöku. Hægt er að leggjast undir hnífinn, fara í fitusog og nú er hægt að losna við undirhöku með sprautumeðferð.

Með sprautulyfinu Belkyra er hægt að draga úr og minnka undirhöku með mun minna inngripi en áður. Lyfinu er sprautað í fituna á undirhökunni á nokkra mismunandi staði. Hægt er að ná sambærilegum árangri og með fitusogi en án aukaverkana eins og ójafnri húð eða langvarandi doða. Eins tekur skemmri tíma að ná sér eftir meðferðina.

Belkyra er fyrsta samþykkta lyfjameðferðin fyrir fitu undir höku. Hún er fyrst og fremst notuð til að minnka undirhöku en einnig hægt að nota til að minnka önnur fitusvæði á líkamanum s.s. við innanverð hné eða framan við handarkrika.

Hvernig virkar meðferðin?

Belkyra inniheldur virka efnið deoxicholsýru. Líkaminn framleiðir þetta efni sjálfur til að hjálpa til við niðurbrot fitu. Belkyra er ekki framleitt úr efnum úr mönnum eða dýrum. Deoxicholsýran í Belkyra er efnafræðilega eins og sú sýra sem finnst náttúrulega í líkamanum. 

Þegar Belkyra er sprautað í undirhöku þá eyðileggjast fitufrumurnar á svæðinu, sem leiðir til skarpari höku og hálss. 

Oftast þarf fleiri en eina meðhöndlun til að ná þeim árangri sem óskað er, þar sem undirhakan minnkar stig af stigi eftir hverja meðferð. 

Endurtaka má meðferðina allt að sex sinnum.  

Líða skal minnst 4 vikur milli meðferða, en ráðlagt er að láta 6-8 vikur líða á milli meðferða til að ná sem bestum árangri. 

Hvernig gengur meðferðin fyrir sig?

Sprautað er litlu magni af efni á marga mismunandi staði á svæðinu sem meðhöndla skal. Hversu mikið magn af Belkyra er notað og hversu oft þarf að meðhöndla fer eftir fitumagni og stærð undirhöku. 

Það eru mörg stungusvæði í hverri meðferð. Fjöldi stunga og meðferðartilfella fer eftir þörfum hvers og eins. Setja þarf upp meðferðarplan fyrir hvern og einn sjúkling. 

Er meðferðin sársaukafull?

Meðferðin getur verið óþægileg og aðeins sársaukafull. Margir lýsa náladofa, sviða og þrýstingi í húðinni við meðferðina. Þessi óþægindi eru til staðar í ca 5-10 mín eftir lok meðferðar. Það eru ekki stungurnar sjálfar sem valda óþægindunum heldur efnið sjálft. Þess vegna hjálpar ekki að nota deyfikrem. Besta leiðin til að draga úr óþægindum er að kæla svæðið fyrir meðferð og strax eftir meðferð. 

Hversu margar meðferðir þarf til að ná árangri?

Það er mjög einstaklingsbundið hvað þarf margar meðferðir. Sumir sjá mun eftir 2-3 skipti meðan aðrir þurfa allt að 6 skipti til að ná hámarskárangri.  

Eru einhverjar aukaverkanir?

Öllum lyfjum geta fylgt aukaverkanir. Strax eftir meðhöndlun geturðu fundið fyrir verk, bólgu/bjúg, mari og doða i húðinni undir höku. Oftast eru þetta tilfallandi aukaverkanir sem hverfa af sjálfu sér. Hægt er að reikna með einhverri bólgu og eymslum í allt að tvær vikur eftir meðhöndlun. Aukverkanirnar eru oftast mest áberandi eftir fyrstu meðhöndlun og fara svo minnkandi með hverri meðhöndlun. 

Það getur hjálpað að kæla meðferðarsvæðið í 10-15 mín í senn. 

Hvenær á meðferð með Belkyra ekki við?

  • Ef þú ert með ofnæmi fyrir deoxicholsýru eða einhverju öðru innihaldsefni í Belkyra s.s, natriumklorid, natriumhydroxid (pH-stilling), saltsyra (pH-stilling) og dinatriumfosfat. 
  • Ef þú ert með sýkingu í höku eða hálsi 
  • Ef þú ert þunguð, með barn á brjósti, eða ef til stendur að verða þunguð. 

Þrjár góðar ástæður til að velja Belkyra sprautumeðferð

  • Viðvarandi árangur.
  • Engin svæfing eða skurðaðgerð.
  • Enga þrýstiumbúðir þarf á undirhöku eftir meðferð. 

Til að hafa í huga

Láttu meðferðaraðila vita ef þú ert með einhverja undirliggjandi sjúkdóma, umgangspestir eða slappleika. 

Láttu meðferðaraðila vita ef þú ert með einhver ör á hálsi eftir t.d. fyrri aðgerð eða fitusog. 

Tilfallandi vefjaskaði (t.d. sáramyndun) getur komið fyrir ef Belkyra er sprautað í aðra vefi en fitu. Einungis á að sprauta Belkyra í fitu undir húð. 

Prentvæn útgáfa