Húðkastið er podkastþáttur Húðlæknastöðvarinnar um allt sem viðkemur húð, frá húðvandamálum til fegrunaraðgerða og allt þar á milli. Við heitum Ragna Hlín, Jenna Huld og Arna Björk og við erum húðlæknar með brennandi áhuga á húðinni. Hér fyrir neðan getur þú hlustað á alla þættina okkar ásamt því að gerast áskrifandi með því að smella á “Apple podcast” eða “Spotify” hnappana.
Háreyðing með laser er vinsælasta lasermeðferðin sem við framkvæmum á Húðlæknastöðinni enda er aukin hárvöxtur vandamál sem allmargir glíma við. Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga fyrir og eftir laserháreyðingu og ekki allir sem geta farið í þessa meðferð. Í þessum húðkastsþætti förum við í gegnum allt sem viðkemur laserháreyðingu.