Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

Húðþétting með Ultraformer III

Ultraformer III er vinsæl meðferð til að yngja upp húðina í andliti, á hálsinum og á bringunni, þar sem aðrar meðferðir hafa ekki verið að gefa nógu góðan árangur. Einnig er í vissum tilfellum hægt að meðhöndla slappa húð á maga eftir þyngdartap eða meðgöngu, sem og læri og hnésvæði.

Image 241 (1)

Ultraformer III – Húðþéttingameðferð

Ultraformer meðferðin örvar endurnýjun húðarinnar, hún fær aukinn teygjanleika og verður unglegri. Meðferðin gengur út á það að hljóðbylgjur fara niður í dýpstu lög húðarinnar og hita vefinn. Við það örvast endurnýjun og kollagen framleiðsla húðarinnar. Húðin þéttist töluvert og þar af leiðandi fæst sjáanleg lyfting á því svæði sem meðhöndlað er. Þess vegna er þessi meðferð oft kölluð andlitslyfting án skurðaðgerðar. Munurinn á þessari meðferð og öðrum, t.d. picolaser, er að hljóðbylgjurnar komast dýpra ofan í húðina og þess vegna verður meiri húðþétting en með öðrum meðferðum. Aukin kollagenframleiðsla hefst í raun strax eftir meðferðina en fullur árangur næst 3-5 mánuðum eftir meðferð. 

Hver meðferð tekur um 30-90 mínútur, fer eftir því hvaða svæði er meðhöndlað.

Fyrir hvern er Ultraformer III?

Fyrir alla þá sem vilja fá meiri þéttingu í húðina. Meðferðin hentar aftur á móti ekki öllum, sér í lagi þeim sem eru með eftirfarandi frábendingar:

  • Opin sár eða bólga í húð eins og þrymlabólur á meðferðarsvæðinu
  • Ígrædd lækningatæki eins og gangráður eða bjargráður
  • Ígræðslur úr málmi á meðferðarsvæðinu
  • Ekki er óhætt að meðhöndla yfir ígrædda brjóstapúða
  • Ekki er óhætt að meðhöndla á svæði þar sem eru upphækkuð ör (ofholdgun) eða keloid ör
  • Ekki er óhætt að meðhöndla yfir svæði sem hafa verið meðhöndluð með fylliefnum nýlega, mælt með að bíða í 1 ár
  • Meðganga eða brjóstagjöf
  • Blóðþynning

Hvernig virkar Ultraformer III?

Ultraformer er byggð á HIFU (High Intensity Focused Ultrasound) og MMFU (Micro Macro Focused Ultrasound) tækni og er eina tækið á markaðnum í dag sem gerir það. Flest sambærileg tæki eru einungis byggð á HIFU. 

Hvaða líkamssvæði er hægt að meðhöndla?

Það er í rauninni hægt að meðhöndla flest svæði á líkamanum en þau vinsælustu eru allt andlitið eða einungis hlutar af andliti eins og augnsvæðið (brow lift) og kjálkar. Einnig er þessi meðferð mjög vinsæl meðferð til að þétta  húðina á hálsinum og á bringunni, þar sem aðrar meðferðir hafa ekki verið að gefa nógu góðan árangur.

Hvað gerist eftir meðferðina?

Það sést yfirleitt mjög lítið á húðinni eftir meðferðina og þú getur í rauninni snúið aftur til vinnu eða að þínu daglega lífi strax eftir meðferðina. Sumir upplifa örlítið mar og eymsli á meðferðarsvæðinu eftir meðferðina og kannski dofa en þetta lagast yfirleitt mjög fljótt, frá nokkrum klukkustundum til örfárra daga. 

Er meðferðin sársaukafull?

Það er mjög mismunandi hve mikinn sársauka einstaklingar upplifa við meðferðina. Flestum finnst þetta ekki sársaukafull meðferð en svo eru alltaf einhverjir sem finna meiri sársauka. Til að upplifa sem minnst óþægindi þá mælum við með því að taka inn 1g af parasetamóli 30 mínútum fyrir meðferðina. 

Hve lengi varir árangurinn?

Sumir sjá árangur strax eftir meðferðina. Varanleg áhrif koma aftur á móti með tímanum þar sem það tekur bandvefsfrumur húðarinnar langan tíma að taka við sér og byrja að mynda nýtt kollagen. Það getur tekið allt frá 4 til 6 mánuðum. Ef meðferðin er einungis hugsuð í fyrirbyggjandi skyni þar sem slappleiki húðarinnar er mjög vægur dugar ein meðferð en ef það vantar mikið upp á þéttleika húðarinnar við fjögurra mánuða eftirskoðunina þá mælum við með tveimur meðferðum. Til að viðhalda árangri mælum við svo með einni meðhöndlun á hverju ári. 

Hversu langan tíma tekur meðferðin?

Fer eftir hvaða svæði er meðhöndlað, en getur verið frá 30-90 mínútur. Andlit og háls taka yfirleitt um 45-60 mínútur.

Er þetta örugg meðferð?

Það hafa verið framkvæmdar yfir 200.000 meðferðir með Ultraformer í heiminum í dag án nokkurra alvarlegra aukaverkana.

Eru einhverjar aukaverkanir?

Það getur komið vægur roði og bjúgur á meðferðarsvæðið strax eftir meðferðina, jafnvel smá dofi og eymsli. Þetta er yfirleitt horfið innan nokkurra klukkutíma, þó getur verið vægur bjúgur í nokkra daga. Þessi einkenni gefa til kynna að meðferðin sé byrjuð að virka með því að valda örlitlum hitaskaða í húðinni og að viðgerðarferlið sé hafið. Sumir geta fengið vægt mar, sérstaklega á viðkvæmum svæðum eins og við munnvik. Það tekur um viku að hverfa.  

Hvað þarf margar meðferðir?

Flestir sem eru með vægan slappleika í húðinni þurfa einungis eina meðferð. Hjá þeim sem eru með meiri slappleika er það metið við eftirskoðun fjórum mánuðum eftir meðferðina hvort þörf sé á annarri meðferð. Þá er veittur 50% afsláttur af seinni meðferðinni. Athugið að það á einungis við það meðferðarsvæði sem var meðhöndlað, ekki önnur meðferðarsvæði. Við mælum svo með viðhaldsmeðferð fyrri alla einu sinni á ári. Eldri einstaklingar svara verr meðferðinni og gætu þurft fleiri meðferðarskipti. 

Þarf ég að huga að einhverju fyrir meðferðina?

Ef þú tekur inn lýsi eða omega, íbúfen, naproxen eða önnur bólgueyðandi (NSAID) lyf þá mælum við með að hætta inntöku þeirra viku fyrir meðferðina til að minnka líkur á mari. 

Fyrir og eftir myndir

Group 943 Group 944
Fyrir Eftir
Group 946 Group 947
Fyrir Eftir
Prentvæn útgáfa

Húðþétting með Ultraformer III

Enni
72.000 kr.
Augnsvæði
72.000 kr.
Kinnar og kjálkalína
98.200 kr.
Kringum munn og haka
63.000 kr.
Undirhaka
63.000 kr.
Háls
88.200 kr.
Háls og undirhaka
134.800 kr.
Bringa
188.600 kr.
Andlit, háls og undirhaka
269.800 kr.
Andlit
188.600 kr.
Létt andlitsmeðferð
63.000 kr.
Upphandleggir
88.200 kr.
Handakriki
63.000 kr.
Síður
148.200 kr.
Magi
188.600 kr.
Neðanverð síða (love handles)
148.200 kr.
Innanvert læri
98.200 kr.
Utanvert læri
134.800 kr.
Fyrir ofan hné
88.200 kr.
Kinnar, kjálkalína, munnur, haka, undirhaka
169.000 kr.
Háls, undirhaka, kinnar
169.000 kr.