Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

Fylliefni

Fylliefni (Belotero©/Restylane©/Teosyal©) eru notuð til þess að minnka ásýnd fínna lína í andliti, móta andlitslínur og móta varir.

Istock 1397976451

Ísprautun með fylliefnum eins og Belotero©, Restylane© og Teosyal© er áhrifarík og náttúruleg fegrunarmeðferð. Sem dæmi um notkun má nefna að hægt er að slétta úr línum og hrukkum, bæta í varir, móta kinnbein og fylla upp í ör í andliti. Fylliefni eru vinsæl meðferð þar sem árangurinn er sjáanlegur strax, yfirbragð verður frísklegra og ferskara, aukaverkanir eru mjög sjaldgæfar og batatíminn stuttur.

Sveigjanleiki og æska húðarinnar tengist að miklu leyti hýalúrónsýru sem er í öllum vefjum líkamans, en framleiðsla hennar minnkar með aldrinum. Fylliefnin sem Húðlæknastöðin notar (Belotero©/Restylane© og Teosyal©) eru viðurkennd efni sem innihalda hýalúrónsýru í formi hreins kristalsgels sem bindur vatn í húðinni, lyftir og gefur henni aukinn þéttleika. Rannsóknir hafa sýnt að meðferð með hýalúrónsýru er bæði áhrifarík og örugg. Frekari upplýsingar má sjá á vef Restylane.

Hvenær á þessi meðferð við?

● Þegar sýnilegar línur eru í kringum munn.
● Þegar kjálki, kinnar eða varir hafa misst fyllingu sína.
● Þegar unglingabólur eða sár hafa skilið eftir sig ör í andliti.

Ekki er æskilegt að meðhöndla þungaðar konur eða konur með barn á brjósti.

Oft er vöðvaslakandi efni notað samhliða meðferð með fylliefni svo ná megi enn frískara og úthvíldara yfirbragði. 

Group 296

HVERJIR ERU KOSTIR OG ÓKOSTIR FYLLIEFNA?

Kostirnir eru þeir að meðferðin tekur ekki langan tíma. Eins er möguleiki á deyfingu fyrir meðferð sé þess óskað. Árangurinn er sjáanlegur strax og batatíminn er mjög stuttur. Yfirbragð verður ferskara en þó ekki gervilegt og skjólstæðingar hafa talað um að þeir líti út fyrir að vera úthvíldari. 

Ókostirnir eru að árangurinn er ekki varanlegur og meðferðir þarf að endurtaka reglulega. Meðferðirnar endast í u.þ.b. í 6-12 mánuði og þá má endurtaka þær. Fylliefni í varir þarf yfirleitt að endurtaka á 6 mánaða fresti. Eins getur mar komið fram á viðkvæmum svæðum, sem og bólga. 

HVERNIG FER MEÐFERÐIN SJÁLF FRAM?

Þegar tími hefur verið pantaður er farið yfir æskilegan árangur og hvaða meðferðir séu líklegastar til þess að ná honum fram. Farið er í gegnum heilsufarssögu og undirbúning fyrir meðferð. 

Fylliefninu er sprautað með lítilli nál í húðina á þau meðferðarsvæði sem um ræðir hverju sinni. Fjöldi stunga og dýpt þeirra fer eftir meðferðarsvæði. Deyfing er almennt ekki notuð, nema þegar sprauta á í varir, en þá er ýmist notað deyfikrem eða deyft inn í munninn, svokölluð tannlæknadeyfing. Auk þess er deyfilyf í sjálfum fylliefnissprautunum sem minnka óþægindin. Meðferðir taka um 30–60 mínútur, eftir umfangi.

HVAÐ GERIST EFTIR MEÐFERÐINA?

Árangur er sýnilegur strax og batatími er svo til enginn. Þó er ekki óalgengt að roði eða smávægileg bólga sjáist á meðferðarsvæði, sem er eðlilegt. Þeir sem fá marbletti auðveldlega gætu fengið lítið mar á meðferðarsvæði. Eftir um eina viku ættu öll ummerki að vera horfin. 

Við meðhöndlun á vörum kemur bólga yfirleitt fram fyrst eftir meðferð, sem hafa þarf í huga þegar útkoma meðferðar er metin. Þessi bólga hjaðnar almennt á nokkrum dögum. 

Ekki má koma við stungusvæðið eða nudda í sex klukkutíma eftir meðhöndlun. Að þeim tíma liðnum er óhætt að þvo andlitið varlega með þvottapoka og setja léttan farða á húðina ef þess er óskað. Mælt er með því að forðast mikinn kulda eða hita þar til roði og bólgur hafa gengið niður. 

Það er einnig mikilvægt að forðast aðrar andlitsmeðferðir eins og lasermeðhöndlun eða húðslípun í a.m.k. 2 vikur eftir meðhöndlunina. Enda þótt hvíld sé ekki nauðsynleg eftir meðferð er mælt með því að takmarka líkamlegt álag fyrsta sólarhringinn eftir meðhöndlun og t.d. sleppa líkamsrækt. 

Prentvæn útgáfa