Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

Profhilo

Ísprautun með fylliefnum eins og Belotero©, Restylane© og Teosyal© er áhrifarík og náttúruleg fegrunarmeðferð. Sem dæmi um notkun má nefna að hægt er að slétta úr línum og hrukkum, bæta í varir, móta kinnbein og fylla upp í ör í andliti. Fylliefni eru vinsæl meðferð þar sem árangurinn er sjáanlegur strax, yfirbragð verður frísklegra og ferskara, aukaverkanir eru mjög sjaldgæfar og batatíminn stuttur.

Profhilo

Profhilo er margverðlaunuð húðmeðferð sem kom á markaðinn árið 2015 og nýtur vaxandi vinsælda.

Profhilo samanstendur af hreinni hyaluronic sýru sem gefur náttúrulegt og frísklegt útlit án þess að breyta útliti eða andlitsdrættum að neinu leyti. Meðferðin örvar nýmyndun kollagens og elastíns í húðinni og byggir þannig upp og styrkir húðina, eykur þéttleika og teygjanleika hennar ásamt því að vera mjög rakagefandi. Þessi meðferð hentar því mjög vel einstaklingum sem eru farnir að finna fyrir slappleika í húðinni og vilja byggja upp þéttleika hennar. Profhilo vinnur mjög vel með öðrum húðlýtameðferðum eins og toxínum, fylliefnum, medical peeling, dermapen og lasermeðferðum.

Hvernig fer meðferðin fram?

Meðferðinni er skipt í 2 meðferðarlotur með 4. vikna millibili. Profhilo er sprautað grunnt í húðina á nokkra vel valda staði sem eru mismunandi eftir því hvaða líkamshluta er verið að meðhöndla. Helstu meðferðarsvæðin eru andlit, háls, bringa og upphandleggir en í raun er hægt að nota Profhilo á hvaða líkamssvæði sem er, t.d. magasvæði og kringum hné.

Hvað gerist eftir meðferðina?

● Eftir meðferðina sjást gjarnan litlir hnúðar þar sem efninu var sprautað í húðina. Yfirleitt hverfa þeir innan 4-6 klst en geta varað í allt að 24 klst.
● Hægt er að gera ráð fyrir því að snúa aftur til vinnu daginn eftir meðhöndlunina.
● Þú getur fengið mar eftir stungurnar sem þá varir yfirleitt bara nokkra daga.
● Ekki nota farða í eina klst. eftir meðhöndlun.
● Ekki stunda líkamsrækt eða líkamlegt erfiði í sólarhring .
● Ekki gangast undir aðrar meðferðir á meðferðarsvæðinu í 2 sólarhringa eftir meðferðina.

Hvenær sést árangur meðferðarinnar?

Hyaluronic sýran í Profhilo endist í húðinni í um það bil 28 daga. Á þeim tíma dreifist hún hægt og þétt um húðina og örvar bandsfrumur í leðurhúðinni til að mynda kollagen og elastín. Hámarksárangur sést 2-3 mánuðum eftir meðferðarlotu nr. 2 og helst árangurinn í um það bil 6-12 mánuði. Mælt er með einni meðferð á 6-12 mánaða fresti til að viðhalda árangrinum.

Fyrir og eftir myndir

Group 926 Group 927
Fyrir Eftir
Group 928 Group 929
Fyrir Eftir
Group 930 Group 931
Fyrir Eftir
Group 936 Group 937
Fyrir Eftir
Prentvæn útgáfa

Profhilo

1 meðferð
59.000 kr.
2 meðferðir með 4 vikna millibili
100.000 kr.