Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

Sunekos

Ert þú með bauga undir augum eða er húðin búin að tapa teygjanleika sínum þannig að línur og jafnvel pokar eru farnir að myndast? Finnst þér augnkremin ekki skila tilætluðum árangri? Þá gæti meðferð með Sunekos hentað þér.

HVAÐ ER SUNEKOS?

Sunekos er ný meðferð þar sem hreinni hyaluronsýru ásamt aminósýrum er sprautað í húðina kringum augun. Þetta efni er örþunnt og því ekki eins og hefðbundin fylliefni sem eru notuð til að byggja upp tap á fitu- og stoðvefjum undir húðinni. Sunekos örvar bandvefsfrumur húðarinnar til að framleiða meira kollagen og elastín svo að bæði þéttleiki húðarinnar verður betri ásamt því að fínar línur mildast.

HVERNIG FER MEÐFERÐIN FRAM?

Sunekos meðferðinni er skipt niður í þrjár meðferðarlotur þar sem efninu er sprautað með örþunnri nál á nokkra staði kringum augun á 2ja vikna fresti. Meðferðin tekur aðeins um 15 mínútur í hvert skipti og mælt er með viðhaldsmeðferð á hálfs árs fresti til að viðhalda hámarksárangri.

HVAÐ GERIST EFTIR MEÐFERÐINA?

• Stuttu eftir meðferðina myndast vægur bjúgur kringum augun sem getur verið sjáanlegur í 1-2 daga.
• Stundum kemur fram mar eftir stungurnar sem þá varir yfirleitt í 5-7 daga.
• Ekki nota farða í eina klukkustund eftir meðhöndlunina.
• Ekki stunda líkamsrækt eða líkamlegt erfiði í einn sólarhring.
• Ekki gangast undir aðrar meðferðir á meðferðarsvæðinu í 2 sólarhringa eftir meðferðina.

HVENÆR SÉST ÁRANGUR SUNEKOS MEÐFERÐAR?

Árangurinn sést einum mánuði eftir fyrsta skiptið en margir sjá mikinn árangur strax eftir fyrsta skiptið. Ef þú vilt vita meira um meðferðina og hvort hún henti þér, pantaðu þér tíma hjá okkur í viðtal og skoðun í síma 520-4407 eða sendu okkur tölvupóst á laser@hls.is.

Fyrir og eftir myndir

Group 920 Group 921
Fyrir Eftir
Group 924 Group 925
Fyrir Eftir
Prentvæn útgáfa