Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

Radiesse®

Langverkandi fylliefni samsett úr kalkkristöllum sem eykur þéttleika húðarinnar og er eina fylliefnið sinnar tegundar á Íslandi.

Hvað er Radiesse®?

Radiesse® er gelkennt efni með náttúrulegum kristöllum úr kalki. Gelið er samsett úr glyceríni og natriumcarboxymetylcellulose en kalkkristallarnir eru úr calcium hydroxylapatite (CaHA) sem er sama efni og er að finna í beinum og tönnum líkamans.

Hvernig virkar Radiesse®?

RADIESSE® er annað hvort sprautað í þunnu lagi grunnt í húðina eða dýpra til að byggja upp fyllingu þar sem hana vantar. Gelið gefur fyllingu í húðinni og býr til einskonar net sem lokkar að bandvefsfrumur sem þá setjast á netið. Kalkkristallarnir í gelinu örva bandvefsfrumurnar til að auka framleiðslu sína á kollageni og elastíni, en þetta eru mikilvægustu byggingarprótín húðarinnar og stuðla að þéttleika og teygjanleika húðar.

RADIESSE® vinnur einstaklega vel með öðrum meðferðum, sérstaklega húðþéttingu (Ultraformer), laser meðferðum sem og hefðbundnum HA fylliefnum.

Hver er munurinn á Radiesse® og hefðbundnum fylliefnum og Profhilo®?

Hefðbundin fylliefni og Profhilo® eru gerð úr hyaluronic sýru (HA) og gefa okkur bæði raka og fyllingu í húðinni á meðan RADIESSE® er eina fylliefnið á íslenskum markaði sem er samsett úr þessari einstöku kalkblöndu. RADIESSE® örvar kollagen og elastín framleiðslu húðarinnar mun meira en HA fylliefnin og líkami okkar brýtur það niður mun hægar og þar af leiðandi er endingin mun lengri en hjá HA fylliefnum. Auk þess þarf minna magn af RADIESSE® til að fá sömu lyftingu en með öðrum fylliefnum. Húðlæknar Húðlæknastöðvarinnar geta aðstoðað þig við val á fylliefnum og metið hvaða tegund hentar.

Hvaða svæði er hægt að meðhöndla?

RADIESSE® er hægt að nota á mismunandi líkamssvæði og í rauninni alls staðar þar sem húðin er orðin slöpp. Algengustu svæðin sem eru meðhöndluð eru neðri hluti andlits (kinnar, haka og svæði kringum munn), kinnbein, kjálkalína, háls, bringa og handarbök. RADIESSE® er einnig tilvalið að nota til að fá fyllingu í kinnbein eða til að skerpa á kjálkalínum.

Hvað ber að hafa í huga við meðferðina & hentar Radiesse® öllum?

● Forðastu fæðubótarefni og lyf sem auka líkur á marblettum 5 dögum fyrir meðferð, þ.á.m. lýsi, Omega 3, íbúfen, naproxen, Treo og önnur bólgueyðandi (NSAID) lyf. Slepptu einnig áfengi 3 dögum fyrir meðhöndlun af sömu ástæðu
● Ofnæmi fyrir innihaldsefnum RADIESSE® er afar ólíklegt, en gelið er blandað með staðdeyfingu svo láttu vita ef þú ert með þekkt ofnæmi fyrir deyfingu eins og lidocain
● Ef þú ert á blóðþynnandi lyfjum eða ert með blæðingar sjúkdóm þarf að ræða hvort meðferðin henti. Ræddu það við húðlækninn sem framkvæmir meðferðina
● Meðferðin er ekki leyfð á meðgöngu eða með barn á brjósti

Hvernig fer meðferðin fram & er hún sársaukafull?

Eftir að húðin á meðferðarsvæðinu hefur verið sótthreinsuð, er lítið gat gert í húðina með nál. Því næst er bitlausri langri nál (cannulu) komið fyrir undir húðinni í gegnum gatið, og efninu sprautað hægt og rólega fram og til baka yfir meðferðarsvæðið. Notkun cannulu eykur öryggi meðferðarinnar og minnkar líkur á marblettum. Meðhöndlunin tekur um 20-45 mínútur og fer tímalengdin eftir hversu stórt svæði er meðhöndlað hverju sinni.

Ráð eftir meðferðina

● Eftir meðferðina er meðferðarsvæðið gjarnan aðeins bólgið, og stundum sjást vægt upphækkaðar rákir í húðinni þar sem efnið var sett. Þetta hverfur yfirleitt á nokkrum klukkustundum
● Meðferðarsvæðið er létt dofið í 1-2 klst. eftir meðferð vegna deyfingar í RADIESSE® blöndunni
● Hægt er að gera ráð fyrir því að snúa aftur til vinnu daginn eftir meðhöndlunina
● Ekki nota farða á stungustaðina
● Forðastu líkamsrækt, líkamlegt erfiði, sund, heita potta og gufubað í sólarhring
● Forðastu virkar húðvörur eins og retinol og ávaxtasýrur sama kvöld og meðferðin er framkvæmd
● Forðastu sólina og notaðu sólarvörn með SPF30-50 eftir meðferðina (fer eftir árstíðum)

Hvenær sést árangur Radiesse®?

Viss árangur sést strax eftir meðhöndlun sem skýrist af því að RADIESSE® blandan með saltvatni og staðdeyfingu fyllir upp í húðina þannig að línur og hrukkur verða mildari. Örvun bandvefsfrumna og framleiðsla kollagens tekur mun lengri tíma og 3-5 mánuðum eftir meðferð sést aukin þéttleiki og stinning húðar á meðferðarsvæðinu. Hins vegar, þrátt fyrir að efnið hverfi

smám saman, heldur framleiðsla kollagens áfram og styrkir húðina í langan tíma og því er hægt að sjá áframhaldandi þéttingu á húðinni í marga mánuði eftir meðferð.

Hvað þarf margar meðferðir af Radiesse®?

Oft er ein meðferð nóg til að sjá árangur en stundum þarf tvær meðferðir með nokkra mánaða millibili til að fá þann árangur sem óskað er eftir og fer það eftir ástandi húðarinnar fyrir meðferðina. Eins og með allar meðferðir, er árangur alltaf einstaklingsbundin og til að stemma stigu við náttúrulegu öldrunarferli húðfrumna þarf að viðhalda árangri með meðferðum á um það bil 2. ára fresti.

Er Radiesse® örugg meðferð & hvaða aukaverkanir geta komið fram?

Radiesse® hefur verið notað í yfir 15 ár og því komin mikil reynsla á notkun þess. Fjöldi vísindagreina hafa verið birtar um RADIESSE®, sem sýna bæði fram á árangur þess og öryggi.

Aukaverkanir vara yfirleitt í skamman tíma og þær helstu sem geta komið fram eru:

● Marblettir
● Vægur roði
● Bjúgur í húðinni

Ef miklar aukaverkanir koma fram, eins og mikill roði eða bólga þarf húðlæknir að meta húðina. Hafðu samband við okkur gegnum tölvupóst á timabokun@hls.is eða laser@hls.is eða hringdu í síma 520-4407 fyrir frekari upplýsingar.

Fyrir og eftir myndir

Group 918 Group 919
Fyrir Eftir
Prentvæn útgáfa