Húðþétting með Ultraformer III

Andlitslyfting án skurðaðgerðar með Ultraformer III er vinsæl meðferð til að yngja upp húðina á hálsinum og á bringunni, þar sem aðrar meðferðir hafa ekki verið að gefa nógu góðan árangur. Slöpp húð á maga eftir þyngdartap eða meðgöngu er einnig vinsælt svæði ásamt lærum og hnésvæði.

Ultraformer III – húðþéttingarmeðferð

Meðhöndlun með Ultraformer III fyrir andlitið er best lýst sem „mini“ andlitslyftingu án skurðaðgerðar.

Ultraformer meðferðin örvar endurnýjun húðarinnar, hún fær aukinn teygjanleika og verður unglegri. Meðferðin gengur út á það að hljóðbylgjur fara niður í dýpstu lög húðarinnar og hita vefinn. Við það örvast endurnýjun og kollagen framleiðsla húðarinnar. Húðin þéttist töluvert og þar af leiðandi fæst sjáanleg lyfting á því svæði sem meðhöndlað er. Þess vegna er þessi meðferð oft kölluð andlitslyfting án skurðaðgerðar. Munurinn á þessari meðferð og öðrum, t.d. picolaser, er að hljóðbylgjurnar komast dýpra ofan í húðina og þess vegna verður meiri húðþétting en með öðrum meðferðum. Aukin kollagenframleiðsla hefst í raun strax eftir meðferðina en fullur árangur næst 3-5 mánuðum eftir meðferð.

Hver meðferð tekur um 30-90 mínútur, fer eftir því hvaða svæði er meðhöndlað.

Húðþétting á líkama

Þegar að líkaminn er meðhöndlaður er notuð enn meiri orka en í andlitið ásamt því að hljóðbylgjurnar fara dýpra eða alveg niður í fitulagið. Hér hefur því meðferðin ekki einungis húðþéttingaráhrif heldur fitueyðingar áhrif einnig þar sem fitufrumurnar eru viðkvæmar fyrir hita. Ef mikill fituvefur er til staðar á meðferðarsvæðinu og ósk viðkomandi að eyða fitunni og þétta húðina þá mælum við alltaf með fitufrystingu fyrir húðþéttinguna, eða um það bil 4-6 vikum áður. Fitufrystingin er mun áhrifaríkari meðferð til að eyða fitu en þéttir ekkert húðina. Því passa þessar tvær meðferðir mjög vel saman.

Fyrir hvern er Ultraformer III?

Fyrir alla þá sem vilja fá meiri þéttingu í húðina. Hentar ekki þeim sem eru á blóðþynningu og ekki heldur á meðgöngu eða með barn á brjósti.

Hvernig virkar Ultraformer III?

Ultraformer er byggð á HIFU (High Intensity Focused Ultrasound) og MMFU (Micro Macro Focused Ultrasound) tækni og er eina tækið á markaðnum í dag sem gerir það. Flest sambærileg tæki eru einungis byggð á HIFU.

Hvaða líkamssvæði er hægt að meðhöndla?

Það er í rauninni hægt að meðhöndla flest svæði á líkamanum en þau vinsælustu eru allt andlitið eða einungis hlutar af andliti eins og augnsvæðið (Brow lift) og kjálkar. Einnig er þessi meðferð mjög vinsæl meðferð til að yngja upp húðina á hálsinum og á bringunni, þar sem aðrar meðferðir hafa ekki verið að gefa nógu góðan árangur. Slöpp húð á maga eftir þyngdartap eða meðgöngu er einnig vinsælt svæði ásamt lærum og hnésvæði.

Fyrir og eftir myndir
VERÐSKRÁ
Verð
Enni 72,000 kr.
Augnsvæði 63,000 kr.
Kinnar og kjálkalína 98,200 kr.
Kringum munn og haka 63,000 kr.
Undirhaka 63,000 kr.
Háls 88,200 kr.
Háls og undirhaka 134,800 kr.
Bringa 188,600 kr.
Andlit, háls og undirhaka 269,800 kr.
Andlit 188,600 kr.
Létt andlitsmeðferð 63,000 kr.
Svæði á líkama
Upphandleggir 88,200 kr.
Handakriki 63,000 kr.
Síður 148,200 kr.
Magi 188,600 kr.
Neðanverð síða (love handles) 148,200 kr.
Innanvert læri 98,200 kr.
Utanvert læri 134,800 kr.
Læri að framanverðu 88,200 kr.
Læri að aftanverðu 88,200 kr.
Hné 63,000 kr.
Magi, síða og neðanverð síða 349,800 kr.
Hné, innanvert og utanvert læri 188,600 kr.
Sjá verðskrá hér
Hafðu samband

Hægt er að bóka tíma hjá lækni
frá kl. 9:00 – 12:00 og 13:00 – 15:30
Síma 520 4444

Sendu okkur tölvupóst
timabokun@hls.is

 

Spjallaður við okkur á
Facebook Messenger

Húðlæknastöðin

Smáratorg 1,
201 Kópavogur,
Iceland

Opið virka daga
8:00 – 16:00

Skiptiborð er opið
9:00 – 12:00
13:00 – 15:30

© Húðlæknastöðin ehf. – Með notkun á vefnum samþykkir notandi notkunarskilmála hans – Notkunarskilmálar og yfirlýsing um persónuvernd