PRX-reverse medical peel

Áhrifarík meðhöndlun fyrir melasma og litabreytingar í húð.

Stuttar staðreyndir um meðferðina:

● Meðferðartími: 30 – 60 mínútur
● Batatími: Nær enginn
● Hvenær fer árangur að sjást: Eftir 3-5 meðferðir

PRX-Reverse Medical Peel er þriggja þrepa meðhöndlun á melasma eða litabreytingum í húð. Meðferðin hentar öllum aldurshópum og húðgerðum og er svo til sársaukalaus. Batatíminn er nær enginn þar sem það verður mjög lítil flögnun eftir meðferðina.

Þessi einstaka samsetning af ólíkum virku sýrum sem lýsa upp húðina er árangur vísindalegra rannsókna og þróunar hjá ítalska fyrirtækinu WiQo laboratories. Það er einnig þekktast fyrir PRX-T33 Medical Peel sem hefur notið mikilla vinsælda um allan heim og líka hér á Húðlæknastöðinni þar sem það endurnýjar húðina á mjög náttúrulegan hátt, styrkir og eflir heilbrigði hennar. Þessi áhrif erum við líka að ná með PRX-Reverse peelinu þar sem sú meðferð er byggð á PRX peelinu en svo bætast við tvö aukaþrep þar sem unnið er með öflugum sýrum sem lýsa upp litabreytingar.

Eins og áður sagði þá byggir PRX-Reverse Peel á þremur þrepum þar sem margar kunnuglegar og öflugar sýrur koma til sögunnar:

Fyrsta þrep: Samanstendur af hefðbundna PRX peelinu þar sem vetnisperoxíð (hydrogen peroxide) veldur oxun á litarefninu melanín og kojic sýran lýsir upp húðina. Þessi mólikúl ná að fara djúpt í leðurhúðina (dermis) þar sem blandan inniheldur TCA sýru sem greiðir þeim leiðina. TCA sýran örvar einnig bandvefsfrumur húðarinnar til nýmyndun kollagens og elastíns.
Annað þrep: Samanstendur af losun dauðra húðfruma af ysta lagi húðarinnar (peeling) með sterkri mjólkursýru (lactic acid) og phytic sýru sem eru penslaðar beint á litabreytingarnar. Mjólkursýran nær niður í grunnlag yfirhúðarinnar án þess að trufla eða eyðileggja yfirhúðina.
Þriðja þrep: Samanstendur af enn meiri losun dauðra húðfruma frá ysta lagi húðarinnar (peeling) en nú með AHA sýrum (glycolic og möndlusýru) og BHA sýru (salicylic sýru). Þessar sýrur valda flögnun á ysta húðlaginu og er þeim penslað á litaflekkina eins og í fyrra þrepi.

● Síðasta þrepið er svo hlutleysirinn eða neutraliserinn. Þetta er basalausn sem stöðvar virkni AHA og BHA sýranna án þess að valda brunatilfinningu eða sviða, þar sem lausnin inniheldur jojoba olíu til að róa húðina.
● Lokaskrefið er svo 30 daga heimameðferð með öflugu húðlýsandi serumi, Reverse Serum, sem inniheldur andoxunarefnin Ferulic sýru, Lipoic sýru og Glabridin, húðlýsandi efnin Aminoethyl phosphinic sýru, Lactoferrin, Niacinamide og Tranexamic sýru sem öll koma í veg fyrir myndun melaníns í húðinni. Þessi öflugi kokteill af húðlýsandi efnum er borinn á litabreytingarnar tvisvar á dag í a.m.k. 30 daga eftir meðferðina.
● Það er hægt að meðhöndla litabreytingar í andliti og nær alls staðar annars staðar á líkamanum, t.d. algengt á bringu.

Hvað ber að hafa í huga fyrir meðferðina?

● Ekki mæta með nýrakaða eða vaxaða húð.
● Afbókaðu tímann ef þú ert með virkan áblástur (frunsu) og bíddu þar til einkennin eru gengin yfir. Ef þú glímir við frunsur er mikilvægt að taka fyrirbyggjandi lyf fyrir meðferðina og svo 12 klst seinna.
● Gott er að bera feitt krem eins og vaselín við nasirnar daginn fyrir meðhöndlun til að fyrirbyggja bruna í húðinni þar sem þetta er mjög viðkvæmt svæði.
● Hættu að nota retinól krem (Retinól, Differin, Tretinoin, Airol) 2 vikum fyrir meðferð því annars verður húðin of viðkvæm.
● Meðferðin hentar flestum húðgerðum nema mjög viðkvæmri og ertri húð, og ef virkir bólgusjúkdómar (eins og rósroði, perioral dermatitis, flösuexem og slæmar þrymlabólur (acne) í andliti) séu til staðar.
● Þessi meðferð er ekki ráðlögð á meðgöngu né við brjóstagjöf.

Eftir meðferð:

● Nauðsynlegt að viðhalda með heimameðferð með Reverse Serum tvisvar á dag þar sem það er borið á litaflekkina í amk 30 daga á eftir. Einnig mælum við með daglegri notkun á Skin Ceuticals Discoloration serum (Niacinamide og Tranexamic sýra) og Phloretin Cf serum (Andoxunarefni) eftir það til að fyrirbyggja nýjar litabreytingar.
● Árangurinn sést strax en mælt er með 3-5 meðferðum í byrjun til að ná sem bestum árangri – og taka fyrstu 3 meðferðirnar á vikufresti. Eftir það er mælt með viðhaldsmeðferð eða metið eftir ástandi með því að fjölga meðferðaskiptum.
● Batatíminn er lítill sem enginn en gott samt að hvíla gufuböð og líkamsrækt meðferðardaginn.

Helstu aukaverkanirnar eru:

● Væg húðflögnun í 2-3 daga, sérstaklega eftir fyrstu meðferðina. Á sérstaklega við um eldri húð með þykkri yfirhúð.
● Erting í húðinni ef hún er mjög viðkvæm eða með virka bólgusjúkdóma.
● Litaflekkirnir geta orðið dekkri fyrst af stað áður en þeir flagna af. Ástæðan er að litarefnið er að koma upp á yfirborðið og þá getur það verið næstum því svart á litinn.
● Ef þú finnur fyrir bólgu og roða í húðinni sem gefur sig ekki eftir 12-24 klst, viljum við heyra í þér í síma 520-4407 eða senda okkur póst á laser@hls.is. Þá þarf líklega að bera bólgueyðandi sterakrem á húðina í einhverja daga.

Fyrir og eftir myndir:
Hafðu samband

Hægt er að bóka tíma hjá lækni
frá kl. 9:00 – 12:00 og 13:00 – 15:30
Sími 520 4444

Ljósameðferð
Sími 520 4408

Sendu okkur tölvupóst
timabokun@hls.is

 

Spjallaður við okkur á
Facebook Messenger

    Húðlæknastöðin

    Smáratorg 1,
    201 Kópavogur,
    Iceland

    Opið virka daga
    8:00 – 16:00

    Skiptiborð er opið
    9:00 – 12:00
    13:00 – 15:30

    © Húðlæknastöðin ehf. – Með notkun á vefnum samþykkir notandi notkunarskilmála hans – Notkunarskilmálar og yfirlýsing um persónuvernd