PRX-Profhilo

Er húðin orðin slöpp, þurr og þreytt og sýnir öldrunareinkenni eins og litabreytingar? Ert þú með fínar línur og hrukkur í andlitinu en vilt ekki breyta andlitsdráttum þínum á neinn hátt?
Þá gæti PRX-Profhilo verið svarið fyrir þig!

Hvað er PRX-Profhilo?

PRX-Profhilo er einstök samsett meðferð með PRX-T33 medical peel og Profhilo sprautumeðferð.

Profhilo meðferðin hefur farið sigurför um heiminn en þetta er hrein hyaluronic sýra sem byggir upp og styrkir húðina, eykur þéttleika og teygjanleika ásamt því að vera mjög rakagefandi. PRX-T33 medical peel er aftur á móti ný tegund af TCA sýrum sem örvar frumur húðarinnar til að endurnýja sig án þess að skaða yfirhúðina. PRX-Profhilo er kjörin meðferð til að auka þéttleika og raka í húðinni og vinna á öldrunarbreytingum eins og fínum línum, hrukkum, litabreytingum og opnum svitaholum. Báðar meðferðirnar vinna saman að því að örva nýmyndun kollagens og elastíns í húðinni og þess vegna er meðferðin frábær til að fyrirbyggja öldrun húðarinnar.

Árangurinn verður frískari unglegri húð með aukin raka og ljóma!

Hvað ber að hafa í huga fyrir meðferðina?

● Ekki mæta með nýrakaða eða vaxaða húð.
● Afbókaðu tímann ef þú ert með virkan áblástur (frunsu) og bíddu þar til einkennin eru gengin yfir.
● Ef þú glímir við tíðar frunsur, er mikilvægt að taka fyrirbyggjandi lyf fyrir meðferðina og svo 12 klst sienna.
● Berðu feitt krem eins og vaselín á nasirnar daginn fyrir meðhöndlun til að fyrirbyggja bruna í húðinni þar sem þetta er mjög viðkvæmt svæði.
● Hættu að nota retinól krem 2 vikum fyrir meðferð til að húðin sé ekki of viðkvæm.

Hvernig fer meðferðin fram?

PRX-T33 lausnin er fyrst borin á þurra og hreina húð með grisjum og meðferðin endurtekin nokkrum sinnum. Þar næst er Profhilo sprautað undir húðina á nokkrum stöðum í andlitinu og nuddað létt yfir svæðin. Meðferðin er svo endurtekin fjórum vikum seinna á nákvæmlega sama hátt.  Mælt er með því að endurtaka meðferðina að minnsta kosti árlega.

Hvað gerist eftir meðferðina?

● Eftir meðferðina sjást gjarnan litlir hnúðar þar sem Profhilo var sprautað í húðina. Yfirleitt hverfa þeir innan 4-6 klst en geta varað í allt að 24 klst.
● Þú getur fengið mar eftir stungurnar sem þá varir yfirleitt bara nokkra daga.
● Þú getur upplifað væga húðflögnun í 2-3 daga, sérstaklega eftir fyrstu PRX meðferðina.
● Ekki nota farða í eina klst. eftir meðhöndlun.
● Ekki stunda líkamsrækt eða líkamlegt erfiði í sólarhring.
● Ekki gangast undir aðrar meðferðir á meðferðarsvæðinu í 2 sólarhringa eftir meðferðina.
● Hægt er að gera ráð fyrir því að snúa aftur til vinnu daginn eftir meðhöndlunina.

Hvenær sést árangur meðferðarinnar?

Hyaluronic sýran í Profhilo endist í húðinni í um það bil 28 daga. Á þeim tíma dreifist hún hægt og þétt um húðina og örvar bandsfrumur í leðurhúðinni til að mynda kollagen og elastín. Hámarksárangur sést 2-3 mánuðum eftir meðferðarlotu nr. 2 og helst árangurinn í um það bil 6-12 mánuði. Mælt er með einni meðferð á 6-12 mánaða fresti til að viðhalda árangrinum.

Fyrir og eftir myndir:
Hafðu samband

Hægt er að bóka tíma hjá lækni
frá kl. 9:00 – 12:00 og 13:00 – 15:30
Sími 520 4444

Ljósameðferð
Sími 520 4408

Sendu okkur tölvupóst
timabokun@hls.is

 

Spjallaður við okkur á
Facebook Messenger

  Húðlæknastöðin

  Smáratorg 1,
  201 Kópavogur,
  Iceland

  Opið virka daga
  8:00 – 16:00

  Skiptiborð er opið
  9:00 – 12:00
  13:00 – 15:30

  © Húðlæknastöðin ehf. – Með notkun á vefnum samþykkir notandi notkunarskilmála hans – Notkunarskilmálar og yfirlýsing um persónuvernd