Exemsjúkdómar

Barnaexem

Rúmlega fimmta hvert barn á Íslandi er með eða hefur einhvern tíma fengið barnaexem (stað- og tímabundið exem, atópískt exem). Langalgengast er að er barnaexem komi fram fyrir sjö ára aldur (90%) og reyndar kemur það yfirleitt fram fyrir fjögurra ára aldur. Sem betur fer virðast margir þó losna við það aftur á barnsaldri en daglegt líf barns með exem getur verið erfitt og því fylgja ýmsar áhyggjur.

Atopiskir vetrarfætur

Atopiskir vetrarfætur er ekki óalgengur húðsjúkdómur og sést oftast hjá börnum 3-14 ára. Sjúkdómurinn byrjar oft sem roði og verkur í húðinni á iljunum við tábergið. Einnig er húðin undir stórutánum oft slæm. Húðin verður oft sprungin og glansandi.  Húðin er venjulega verst þar sem álagið kemur á fótinn en betri í holilinni. Oftast eru báðir fæturnir álíka slæmir.

Orsakir
Orsökin er óþekkt.  Sumir telja að með auknum gerviefnum í sokkum á síðustu árum hafi þessi sjúkdómur orðið algengari. Einnig gætu lokaðir skór sem anda lítið skipt máli. Fæturnir eru því í heitara og rakara umhverfi en áður fyrr sérstaklega hjá börnum sem ganga mikið í íþróttaskóm. Þetta umhverfi í skónum orsaki síðan áðurnefndar breytingar í húðinni.Aðrir hallast að því að sífelldur núningur á fótum til dæmis í sambandi við íþróttir eigi þátt í þessu. Engin algild skýring er þó til. Vitað er að mörg þessara barna hafa haft barnaexem (atopiskt eksem) eða það fyrirfinnst í fjölskyldunni.

Meðferð
Engin meðferð er til sem læknar sjúkdóminn. Allra flest börnin læknast af sjálfum sér með tímanum, en sjúkdómurinn getur haldið áfram fram á unglingsár. Sjúklingar ættu að ganga í 100% bómullarsokkum og leðurskóm eða sandölum. Ýmsar tegundir krema hafa verið reyndar, en engin ein tegund hjálpar öllum. Mýkjandi krem má reyna sérstaklega þau sem innihalda carbamid. Einnig geta krem sem fást í apótekum eins og PDS frá Neostrata, ACGV eða rakakrem eins og Repair reynst vel.

Flösuexem

Hvað er flasa?
Heilbrigður hársvörður endurnýjar stöðugt húðfrumur sínar. Flasa myndast þegar frumumyndun og frumudauði eykst umfram það sem vanalegt er. Þá myndast mikið magn dauðra húðfruma sem loða saman og mynda gráleitar húðflögur sem sjást í hári og hársverði og við þekkjum sem flösu. Alvarlegri mynd flösu er sjúkdómur sem kallast flösuexem (seborrhoeic dermatitis). Í flösuexemi eru húðflögurnar gjarnan fitukenndari og gulleitari. Flösuexem er ekki bundið við hársvörðinn heldur getur lagst á öll þau húðsvæði sem rík eru af fitukirtlum, s.s. við nefið, í vöngum, á augabrúnum, eyrum og búk. Flösuexemi fylgir roði og kláði á viðkomandi húðsvæðum. Flasa kemur yfirleitt fyrst fram á gelgjuskeiðinu. Sumir einstaklingar þjást af stöðugum flösueinkennum en hjá öðrum koma einkennin aðeins fram af og til.

Hvað veldur flösu?
Malassezia er sveppur sem telst til eðlilegrar húðflóru okkar og er yfirleitt til staðar á húð flestra einstaklinga án þess að valda nokkrum óþægindum. Helsta orsök flösu er talin vera aukinn vöxtur Malassezia eða þá að viðkomandi einstaklingur er óvenjulega viðkvæmur fyrir sveppnum. Sveppurinn nærist á húðfitunni í hársverðinum og brýtur hana niður í fitusýrur og önnur efni sem erta hársvörðinn. Líkaminn bregst síðan við þessari ertingu með því að auka flögnun dauðra húðfruma. Aðrir þættir sem taldir eru hafa áhrif á flösumyndun eru t.d. erfðir, streita, hormónar, mjög feit húð og loftslag, en algengara er að einkennin geri vart við sig á veturna.

Hvernig getur Dermatín/Fungoral sápa unnið á flösunni?
Þar sem sveppurinn Malassezia er helsta orsök flösunnar miðar meðferðin að því að draga úr vexti hans. Sápaa inniheldur virka efnið ketókónazól sem er sveppadrepandi lyf og er notað til að meðhöndla og koma í veg fyrir ýmsar sveppasýkingar í húð og hár- sverði, þar á meðal:

• Sveppasýkingar sem valda kláða og flögnun í hársverði (flasa, flösuexem)
• Litbrigðamyglu (tinea versicolor) – óreglulega hvíta eða brúna bletti á húðinni

Að auki er Dermatín/Fungoral mild hársápa sem hreinsar hárið um leið og lyfið er notað.

Hvernig á að nota Dermatín/Fungoral sápu?

• Berðu sápuna í hárið eða á önnur sýkt húðsvæði og láttu freyða eins og við venjulegan hárþvott.
• Láttu sápuna bíða í hárinu í 3-5 mínúturtil að ná fullri verkun lyfsins.
• Skolaðu sápuna úr hárinu.

Til að uppræta flösu og flösuexem skaltu nota sápuna tvisvar í viku í 2-4 vikur. Eftir það getur þú notað sápuna einu sinni á einnar eða tveggja vikna fresti eða eftir þörfum til að halda sveppnum niðri. Viljir þú þvo hár þitt oftar en meðhöndlunin segir til um skaltu nota venjulega hársápu á milli. Sápir þú hárið tvisvar sinnum í hvert skipti skaltu byrja á að þvo hárið með venjulegri hársápu en Sápan er aðeins til útvortis notkunar. Hafir þú fengið Dermatín/Fungoral gegn ávísun frá lækni skaltu fylgja þeim leiðbeiningum sem læknirinn gefur ef þær eru frábrugðnar því sem að framan er lýst. Lestu einnig vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu.

Ofnæmi í húð

texti í vinnslu

Ofnæmispróf

Texti í vinnslu.

Prikk test:

Texti í vinnslu.

Nánar á (enskur texti):

Snertiofnæmispróf:

Texti í vinnslu.

Nánar á (enskur texti):

Atvinnusjúkdómar hjá vélstjórum

Eftir því sem starfsumhverfi manna verður flóknara og tæknivæddara því fleiri tegundir efna komast í snertingu við húðina. Vélstjórar eru margir hverjir daglega í snertingu við olíur af ýmsum gerðum, leysiefni, sýrur og basa. Efni sem þessi geta valdið exemi, bruna, bólum og bólgum í hársekkjum. Þar að auki geta mörg leysiefni farið beint gegn um húðina, borist út í blóðstrauminn og valdið skemmdum á öðrum líffærum svo sem þvagblöðru og heila.

Exem
Exem er samheiti yfir marga húðsjúkdóma sem eiga það sameiginlegt að bólga myndast í ysta lagi húðarinnar. Húðin verður rauð, flagnar eða hreistrar, springur oft og getur klæjað. Stundum myndast litlar vökvafylltar blöðrur. Exem getur orsakast af meðfæddri exem tilhneigingu og hafa þeir einstaklingar oftast þurra og viðkvæma húð. Exem getur einnig stafað af ofnæmi fyrir efnum sem komast í snertingu við húðina til dæmis nikkel og gúmmíefni. Exem getur einnig orsakast af ertandi efnum sem eyða vörnum húðarinnar svo þær bresta. Dæmi um þetta eru sápur og leysiefni.

Algengt er að fleiri en ein orsök eigi þátt í myndun exems, til dæmis einstaklingur með meðfædda exemtilhneigingu sem fær roða og sprungur af of mikilli sápunotkun.

Ertandi efni
Vörn húðarinnar gegn umhverfinu er aðallega fólgin í ysta lagi yfirhúðarinnar. Þar eru dauðar húðfrumur sem er pakkað saman milli fituefna. Þetta lag er kallað hornlagið og er mjög þunnt, eða brot úr millimetra á stærstum hluta líkamans, en 1 millimetri eða meira í lófum og á iljum. Efni sem eyða fitu valda því að fitulagið sem heldur hornlaginu saman eyðileggst og innri lög húðarinnar verða opin fyrir vatni, efnum,

bakteríum og ofnæmisvöldum eins og til dæmis nikkel.

Helstu ertandi efni sem vélstjórar komast í snertingu við eru:

 • Sápur
 • Hreinsiefni
 • Leysiefni
 • Kælivökvar
 • Olíur
 • Sýrur

Ofnæmisvaldandi efni
Mörg efni sem komast í snertingu við húðina geta valdið ofnæmi. Þegar ofnæmi fyrir ákveðnu efni hefur myndast eins og til dæmis nikkel, þá varir það oftast ævilangt. Ónæmisfrumur húðarinnar ,,muna” eftir efninu þannig að þó einstaklingur forðist efnið í mörg ár þá fær hann samt exem þegar efnið snertir aftur húðina. Oftast fylgir meiri kláði ofnæmisexeminu en ertingsexeminu.

Dæmi um ofnæmisvaldandi efni sem vélstjórar geta komist í snertingu við:

 • Rotvarnarefni í olíum og kælivökvum
 • Gúmmíefni í hönskum, leiðslum
 • Nikkel, kóbolt
 • Epoxy og akrýl plastefni í lakki og límum

Bólur
Sum efni geta valdið bólumyndun í húð ef þau eru nógu lengi í snertingu við hana. Dæmi um svona efni eru olíur, feiti og efni sem innihalda klór og bróm. Hinar eldri gerðir smurolía ollu oftar þessu vandamáli, en hinar nýrri gerðir gera það síður. Bólur sem orsakast af olíum koma oft á handleggi og læri. Þar sjást þá graftarbólur, rauðar upphækkaðar bólur og jafnvel svartir fílapenslar.

Fyrirbyggjandi aðgerðir
Til að koma í veg fyrir exem af völdum ertandi og ofnæmisvaldandi efna er ráðlegt að nota hanska. Hanskarnir þurfa að vera þannig að efnin komast ekki í gegn um þá. Skipta þarf reglulega um hanskana svo þeir ekki mettist af efnunum. Allflest leysiefni fara í gegn um hanska sama hvaða gerðar þeir eru. Leysiefnin eru varasöm vegna þess að þau fara mörg viðstöðulítið gegn um húðina og út í blóðstrauminn eins og fyrr segir. Takmarka þarf því eins og hægt er snertingu slíkra efna við húð með hlífðarfatnaði og öðrum aðferðum. Til að fyrirbyggja handarexem þarf að nota mildar sápur við handþvott. Ráðlegt er að nota rakakrem eftir hvern handþvott. Margar tegundir slíkra rakakrema eru til. Sumum líkar illa að nota feit rakakrem vegna þess að það gerir hendurnar sleipar. Til eru aðrar tegundir sem ganga inn í húðina fljótlega eftir að þau eru borin á.

Til eru varnarkrem og froður sem mynda ósýnilega himnu á húðinni. Þessar afurðir hafa verið stundum verið kallaðar “ósýnilegir hanskar”. Efni þessi eru borin á húðina nokkrum sinnum á dag og verja þá hendurnar fyrir vatni, olíum og öðru ytra áreiti.

Svona efni verja þó ekki húðina fyrir leysiefnum og þau geta ekki komið í staðinn fyrir hanska.

Prentvæn útgáfa:

Opna prentvæna útgáfu
Handaexem
 • Handaexem eru mjög algeng og ætla má að um 20% norður- landabúa hafi eða fái handaexem einhverntíma á ævinni. 
 • Afar mikilvægt er að finna orsök handaexems með nákvæmri sjúkdómssögu og skoðun. 
 • Lagist exemið ekki fljótt þarf í flestum tilvikum að framkvæma ofnæmispróf hjá lækni. 
 • Að jafnaði skal nota hanska til að forðast ertandi og ofnæmisvaldandi efni. 
 • Mikilvægt er að nota rakakrem oft á dag. 
 • Nota þarf kortisónkrem (sterakrem) eða smyrsl eftir fyrirmælum læknis ef exemið lagast ekki.

Bæklingur um handaexem (pdf):

Handaexem
Kláði í endaþarmi (prusritus ani)

Pruritus ani er latína og þýðir kláði í endaþarmi. Þetta er mjög algengt vandamál. Þessi kláði getur komið frá  húðsjúkdómum sem eru á svæðinu, en oft sjást engin merki um neinn slíkan sjúkdóm. Þegar ekki er um að ræða húðsjúkdóm sem orsakar kláðann er talið að margir þættir geti orsakað þetta vandamál.

Orsakir
Hægðir geta smitast frá endaþarminum á nálæga húð og ert þannig. Bæði geta þetta verið bakteríur og hvatar og önnur efni. Sum þessara efna geta valdið snertiofnæmi.

Orsakir þessa hægðasmits geta verið:

1. Erfiðleikar við að hreinsa svæðið td vegna offitu, tíðni hægða, eða staðsetningar endaþarms og hárvaxtar þar í kring.
2. Hægðaleki, t.d. vegna gyllinæðar, sepa eða sprungna í endaþarminum. Getur einnig verið vegna slapps hringvöðva.
3. Bakteríusmit.  Oftast er þetta þó afleiðing en ekki orsök vandamálsins.
4. Matur og drykkur. Ekki er mikið vitað um þetta en sumir sjúklingar versna af vissum fæðutegundum, t.d. kaffi og hnetum.
5. Sálrænir þættir. Þetta er nú talið skipta minna máli en áður, og sálræn vandamál geta stundum orsakast af hinum sífellda kláða.

Meðferð

• Notið nærföt sem eru ekki þröng (Boxarabuxur).
• Finnist eitthvað sjúklegt við skoðun td stór gyllinæð eða sprungur þá er rétt að fá álit skurðlæknis.
• Notið sem minnst af kortisónkremum. Þó eru slík krem og stílar hjálpleg séu þau notuð í stuttan  tíma í einu.
• Eftir hægðir skal þrífa svæðið með blautum salernispappír eða kremservéttum sem fást í apótekum.
• Nuddið aldrei svæðið. Það heldur við kláðanum.
• Notið kláðastillandi krem t.d. Zink pasta með 2 % phenol fyrir og eftir hverjar hægðir, og einnig fyrir svefn.

Prentvæn útgáfa:

Opna prentvæna útgáfu

Nánar á (enskur texti):

Snertiofnæmisexem

Texti í vinnslu.

Nánar á (enskur texti):

Kláðamaur (Scabies)

Kláðamaur (Sarcoptes Scabei) er lítið dýr, um 0,4 mm að lengd, sem lifir í hornlagi húðarinnar. Kvendýrið sest að í hornlaginu og getur borað sig áfram um 2 mm á dag um leið og það verpir 2-3 eggjum á dag. Eggin klekjast á 3 dögum en lirfan þroskast í fullorðið dýr á 2 vikum. Um 4-6 vikum eftir að maurinn hefur festst í húðinni myndast ofnæmi fyrir honum og veldur það miklum kláða, sem er verstur á kvöldin. Þegar kláðinn byrjar hafa flestir um 10-12 maura í húðinni Maurinn smitast við snertingu en hún þarf þó að vara í nokkurn tíma þannig smitar handarbandskveðja nær aldrei.

Smit á sér oftast stað á eftirfarandi hátt :

Náin snerting.

Venjuleg umgengni á milli fjölskyldumeðlima, sérstaklega ef sameiginlegt baðherbergi er notað, notkun handklæða sem smitaður einstaklingur hefur notað, sólbaðstofubekkir sem smitaður einstaklingur hefur notað og er ekki nægjanlega þrifinn.

Eftir meðferð er kláðinn oftast til staðar í um 2 vikur eða jafnvel lengur. Afar mikilvægt er að greiningin sé rétt í upphafi, því meðferðin við maurnum getur framkallað kláða og jafnvel exem sem stundum er erfitt að greina frá maur eftirá.

Nokkur lyf eru til staðar sem gagnast við kláðamaur. Algengustu lyfin eru í áburðarformi. Þau eru : Quellada , Nix krem, Benzyli benzoatum, Tenutex, Prioderm.

Leiðbeiningar um meðhöndlun við kláðamaur:

Meðferð skal gefin öllum meðlimum fjölskyldunnar. Mikilvægt er að allir fái meðferðina samtímis.

Best er að hefja meðferðina að kvöldi dags. Ekki er nauðsynlegt að þvo sér sérstaklega áður en meðferð er hafin. Borið er á að nýju að morgni án þess að farið sé í bað, en um kvöldið (24 klst eftir að borið var á fyrst) er farið í bað.

Best er að fá aðstoð við meðferðina þannig að allt yfirborð húðarinnar náist þegar áburðurinn er borinn á.

Berið áburðinn á allan líkamann af mikilli nákvæmni en sleppið þó andliti og hársverði, því maurinn sest ekki þar nema á börnum undir tveggja ára aldri. Í þeim tilvikum skal haft samráð við lækninn.

Börn undir 4 ára aldri þurfa oftast meðferð með sérstökum áburði, Benzyli Benzoatum en sá áburður er borinn á allan líkamann 3 kvöld í röð.

Gleymið ekki að bera á milli táa, í nára, kringum endaþarm og kynfæri, í nafla og undir neglur.

Ath að bera aftur á hendur eftir handþvott, t.d. eftir að farið er á salerni.

Nauðsynlegt er að skipta á rúmum áður en áburðurinn hefur verið þveginn af. einnig skal farið í hrein nærföt. Athugið að þvo einnig öll handklæði. Skór og leðurfatnaður þarf að “hvílast” í 3-4 daga áður en það er notað að nýju.

Prentvæn útgáfa:

Opna prentvæna útgáfu

Nánar á (enskur texti):

Ofnæmi fyrir snyrtivörum

Algengt er að fólk fái einkenni frá ýmsum snyrtivörum. Samkvæmt rannsóknum er ofnæmi fyrir vörunum í minnihluta þessara tilfella. Ofnæmi fyrir snyrtivörum lýsir sér oftast með roða, kláða og stund um hreisturmyndun í húð.
Greinist einstaklingur með ofnæmi fyrir einhverju ákveðnu efni í snyrtivörum má oft forðast það með því að nota vörur með greinargóðri innihalds lýsingu.

Nánar má lesa um ofnæmi fyrir snyrtivörum í grein hér að neðan.

Grein um ofnæmi fyrir snyrtivörum (pdf):

Snyrtivöruofnæmi
Ofnæmisvaldar

Texti í vinnslu.

Nikkel í snyrtivörum

Þrátt fyrir að búið sé að banna nikkel í snyrtivörum fer því fjarri að reglunum sé alltaf fylgt. Ný dönsk rannsókn frá rannsóknarstofu Miljø og Sundhed leiddi í ljós hátt hlutfall nikkels í 19 tegundum algengra maskara.

Mælt er með því að nikkelinnihald maskara fari ekki upp fyrir 5 mg/kg, en það ættu allir að þola. Í könnuninni kom í ljós að maskarinn með hæst hlutfall nikkels innihélt 41 mg/kg en sá sem hafði minnst 16 mg/kg.
Nikkelinnihaldið er ekki merkt sérstaklega og því getur verið erfitt að forðast þá maskara sem eru hvað verstir.

En hvernig stendur á því að nikkel er svona algengt í maskörum þrátt fyrir að búið sé að banna nikkel í snyrtivörum?
Þann 1. janúar 2005 gekk í gildi bann við notkun nikkels í snyrtivörum á Evrópska efnahagssvæðinu. Nikkel í snyrtivörum er þó leyfilegt ef um er að ræða „óhreinindi“. Það þýðir að nikkel getur slæðst með öðrum hráefnum sem notuð eru í vöruna, í þessu tilfelli með litarefni, sérstaklega svörtu eða dökku. Engar reglur eru til um hámark nikkels í formi „óhreininda“.

Claus Jørgensen sem starfar hjá dönsku neytendastofnuninni segir í viðtali við blaðið “Tænk” að hámark nikkels ætti að miðast við 5 mg/kg hvort sem miðað er við óhreinindi eða ekki. Jørgensen bendir enn fremur á að í sænskri könnun frá 1990 hafi meira en helmingur maskaranna innihaldið minna en 5 mg/kg. Það sé því ljóst að framleiðendur geti framleitt maskara með minna nikkelmagni kjósi þeir það.

Þeir sem eru með ofnæmi fyrir nikkel gætu þurft að þola óþægindi vegna maskara með háu nikkelinnihaldi. Þá er ráðlagt að láta maskarann ekki snerta húðina og þvo hann vel af áður en lagst er til svefns. Nikkelhlutfallið er hæst í svörtum eða dökkum maskara en minna í maskara í ljósari litum.
Þeir sem ekki þjást af nikkelofnæmi ættu ekki að finna fyrir óþægindum vegna maskara jafnvel þótt nikkelinnihald sé hátt. Hins vegar er um að gera að forðast alla þekkta ofnæmisvalda eins og kostur er.

Prentvæn útgáfa:

Opna prentvæna útgáfu

Nánar á (enskur texti):

Upplýsingar um nikkel í fæðu

Fæða sem inniheldur mikið nikkel:

Skelfiskur t.d. rækja, krabbi og kræklingur.

Baunaspírur, alfa alfa spírur Baunir (hvítar, brúnar, grænar)

Blaðlaukur

Bókhveiti

Döðlur

Garðkál, fóðurmergkál Gráfíkjur

Gróf kornbrauð, heilhveitibrauð, fjölkomabrauð Gulertur, matbaunir,

Haframjöl

Heilhveitikex

Hirsi

Hnetur, heslihnetur, salthnetur Hrísgrjón með hýði

Hveitihýði og annað hýði og trefjaefni þar með talið morgunverðarkorn, hýðiskex, trefjatöflur.

Hörfræ, hörfræjaolía klíð, kornhýði Linsubaunir

Múslí og önnur slík morgunverðarvara

Möndlur

Rúghýði

Salat, salatblöð

Sesamfræ

Sojabaunir

Soja prótein duft (notað í sósur, blandað sumum unnum

kjötvörum, í sumum súpum, í kjötkrafti)

Sveskjur

Sólblómafræ

Spínat

Ananas

Hindber

Lakkrís

Lyftiduft (í miklum mæli) 

Marsípan

Súkkulaði

Súkkulaði og kakódrykkir

Sælgæti sem inniheldur súkkulaði, marsípan, hnetur, lakkrís. 

Fjölvítamin geta innihaldið nikkel 

 

Fæða sem inniheldur litið nikkel:

Alifuglar

Allar tegundir kjöts

Egg

Fiskur

Jógúrt, án bragðefna,  mjólk,

Ostur

Smjör

Hrísgrjón (hýðislaus, í hófi)

Hveiti

Hvít brauð (í hófi)

Kornflex

Kökur og kex sem ekki innihalda hnetur, möndlur, kókó eða súkkulaði Maís, maísmjöl, maíssterkja Makkarónur Rúgbrauð (í hófi)

Spaghettí

Aspas bananar (í hófi)

Blómkál Broccoli Dill .

Eggaldin

Ferskjur

Gúrka

Hvítkál

Hvitlaukur (í hófi)

Kartöflur

Kínakál

Paprika

Perur

Rababari

Rófur, rauðrófúr

Rósakál

Rúsinur

Steinselja

Sveppir

Öll ber nema Hindber

Áfengir drykkir (eimaðir drykkir) Gosdrykkir

Kaffi (ekki sterkt og í hófi)

Te (ekki sterkt og í hófi)

Ger

Smjörlíki

 

Ef að exemið hefur lagast á þessum 1-3 mánuðum þá er rétt að halda sig við þessar leiðbeiningar, en þó má slaka aðeins á.

Reynið þó að forðast allan mat sem inniheldur mikið nikkel þegar borðað er heima.

Reynið þó alltaf að forðast þær matartegundir sem innihalda sérlega mikið nikkel svo sem: klíð, hafra, bókhveiti, soja, baunabelgi, súkkulaði, kókó, hnetur og lakkrís.

Sumar matartegundir geta espað upp nikkelexem þó þær innihaldi ekki mikið nikkel. Þessar vörur ætti að reyna að forðast.

í þessum fiokki eru: bjór, vín (sérstaklega rauðvín), síld, makríll, túnfiskur, tómatar, laukur, gulrætur, epli, cítrusávextir ( appelsínu og sítrónusafi).

Ráðlegt er að láta vatn er ætlað er til matseldar eða drykkjar á morgnana renna í stutta stund áður en það er notað vegna þess að vatnið getur tekið í sig nikkel úr lögnum yfir nóttina.

Grein um Nikkel í fæðu (pdf á dönsku):

Nikkel í fæðu

Prentvæn útgáfa:

Opna prentvæna útgáfu
Upplýsingar um fæðuóþol

Hverjir fá fæðuofnæmi?

Allir geta fengið fæðuofnæmi og það er algengara meðal barna en fullorðinna. Börnum foreldra með ofnæmi er mun hættara við að fá ofnæmi en öðrum. Meiri líkur eru taldar á því að börn fái ofnæmi fyrir ákveðinni fæðutegund því yngri sem þau eru þegar þau fá hana í fyrsta skipti. 

Nánari upplýsingar um fæðuóþol má lesa í bækling hér að neðan.

Bæklingur um fæðuofnæmi og fæðuóþol (pdf):

Fæðuofnæmi og fæðuóþol

Fræðslugreinar og ítarefni:

Fræðsluefni um exemsjúkdóma
Hafðu samband

Hægt er að bóka tíma hjá lækni
frá kl. 9:00 – 12:00 og 13:00 – 15:30
Sími 520 4444

Ljósameðferð
Sími 520 4408

Sendu okkur tölvupóst
timabokun@hls.is

 

Spjallaður við okkur á
Facebook Messenger

  Húðlæknastöðin

  Smáratorg 1,
  201 Kópavogur,
  Iceland

  Opið virka daga
  8:00 – 16:00

  Skiptiborð er opið
  9:00 – 12:00
  13:00 – 15:30

  © Húðlæknastöðin ehf. – Með notkun á vefnum samþykkir notandi notkunarskilmála hans – Notkunarskilmálar og yfirlýsing um persónuvernd