DERMAPEN

Dermapen er örnálameðferð sem eykur kollagenframleiðslu húðarinnar og bætir þar með fyllingu hennar. Örnálameðferð hefur dýpri virkni en húðslípun og flestar „peeling“-meðferðir.

Hvenær á þessi meðferð við?

Dermapen meðferð er notuð við:

● Húð sem er farin að slappast og eldast
● Hrukkum og fínum línum
● Örum eftir bólur
● Stækkuðum svitaholum
● Upphleyptum örum

Hverjir eru kostir og gallar Dermapen?

Dermapen eykur náttúrulega virkni húðarinnar og árangur er nokkuð langvinnur. Þó gæti þurft fleiri en eina meðferð til þess að ná sem bestum árangri.

Hvernig fer meðferðin sjálf fram?

Á Dermapennanum er einnota nálahaus með 12 örnálum. Þær mynda um það bil 1.300 örsmá göng í húðina á sekúndu. Hægt er að stilla hversu djúpt nálarnar fara. Notast er við mismunandi stillingar eftir því hvað skal meðhöndla.

Áður en meðferð er hafin er hýalúrónsýrugel borið á húðina. Örgangarnir sem myndast leiða gelið inn í húðina sem eykur á virkni þess. Mestur árangur næst þó vegna þess að meðferðin setur af stað gróandaferli í húðinni sem leiðir til kollagenframleiðslu. Aukin kollagenframleiðsla eykur fyllingu húðarinnar.

Grunnar meðferðir valda litlum óþægindum en ef til stendur að gera dýpri meðferðir er ráðlagt að borið sé á deyfikrem áður.

Hvað gerist eftir meðferðina?

Áhrif meðferðarinnar koma jafnt og þétt í ljós í 6-12 mánuði eftir eina meðferðarlotu.

Strax eftir meðferð er húðin rauð og örlítið bólgin. Oftast gengur þetta yfir á 1-2 dögum, en fyrir kemur að einhver roði og bólga geti varað í allt að viku. Forðast skal æfingar, sund og gufuböð í 1-2 sólarhringa á eftir. Hægt er að nota snyrtivörur daginn eftir meðferð.

Margir sjá árangur eftir fyrstu meðferð en kollagenframleiðsla tekur tíma og kemur endanlegur sjáanlegur árangur fram á nokkrum mánuðum. Til að ná mestum árangri er ráðlagt að meðhöndla 4-6 sinnum með um það bil 4 vikna millibili.

Hafðu samband

Hægt er að bóka tíma hjá lækni
frá kl. 9:00 – 12:00 og 13:00 – 15:30
Sími 520 4444

Ljósameðferð
Sími 520 4408

Sendu okkur tölvupóst
timabokun@hls.is

 

Spjallaður við okkur á
Facebook Messenger

    Húðlæknastöðin

    Smáratorg 1,
    201 Kópavogur,
    Iceland

    Opið virka daga
    8:00 – 16:00

    Skiptiborð er opið
    9:00 – 12:00
    13:00 – 15:30

    © Húðlæknastöðin ehf. – Með notkun á vefnum samþykkir notandi notkunarskilmála hans – Notkunarskilmálar og yfirlýsing um persónuvernd