ÁVAXTASÝRUMEÐFERÐ

Ávaxtasýrur vinna á efsta húðlaginu. Þær þétta húðina, vinna á fínum línum og hrukkum, opinni húð, bólum, fílapenslum og litaflekkjum. Húðin verður sjáanlega yngri, ferskari og stinnari.

Sýrunar fjarlægja dauðar húðfrumur og örva náttúrulega starfsemi og endurnýjun húðarinnar.

Hvenær á þessi meðferð við?

Þessi meðferð hentar flestum húðgerðum. Styrkleiki sýru er valinn eftir húðgerð.

Hverjir eru kostir og gallar ávaxtasýrumeðferðar?

Árangurinn er jafnara og sléttara yfirbragð, minna áberandi svitaholur, jafnari fituframleiðsla, aukinn raki og hreinni húð. Ein meðferð örvar starfsemi húðarinnar, en bestur árangur næst með 4–6 skiptum eftir því hver húðgerðin er.

Hvernig fer meðferðin sjálf fram?

Ávaxtasýru meðferðirnar eru framkvæmdar af faglærðu starfsfólki.

Hvað gerist eftir meðferðina?

Eftir meðferð getur verið roði í húðinni í nokkra daga. Pirringur og þurrkur getur gert vart við sig og einnig getur húðin byrjað að flagna. Í sumum tilfellum getur orðið nokkur bólga en það fer eftir styrk sýru sem er notuð hverju sinni. Þessi einkenni minnka yfirleitt eftir því sem meðferðarskiptum fjölgar.

Ekki er ráðlagt að nota farða eða gróf kornakrem í nokkra daga eftir meðferð vegna þess hve húðin er opin og viðkvæm. Einnig skal varast sól þar sem húðin er ljósnæmari á meðan á meðferð stendur.

Hafðu samband

Hægt er að bóka tíma hjá lækni
frá kl. 9:00 – 12:00 og 13:00 – 15:30
Sími 520 4444

Ljósameðferð
Sími 520 4408

Sendu okkur tölvupóst
timabokun@hls.is

Spjallaður við okkur á
Facebook Messenger

    Húðlæknastöðin

    Smáratorg 1,
    201 Kópavogur,
    Iceland

    Opið virka daga
    8:00 – 16:00

    Skiptiborð er opið
    9:00 – 12:00
    13:00 – 15:30

    © Húðlæknastöðin ehf. – Með notkun á vefnum samþykkir notandi notkunarskilmála hans – Notkunarskilmálar og yfirlýsing um persónuvernd