Veirusýkingar

Herpes simplex

Texti í vinnslu. Á meðan bendum við á eftirfarandi texta á ensku.

Nánar á (enskur texti):

Hlaupabóla

Texti í vinnslu. Á meðan bendum við á eftirfarandi texta á ensku.

Nánar á (enskur texti):

Herpes zoster

Texti í vinnslu. Á meðan bendum við á eftirfarandi texta á ensku.

Nánar á (enskur texti):

Frauðvörtur (Moslluscum contagiosum)

Frauðvörtur eru algeng veirusýking í húð, sérstaklega hjá börnum. Sjúkdómurinn lýsir sér með litlum bólum (vörtum) oft glansandi með smá dæld í miðjunni. Sjá mynd hér að neðan.

Hverjir fá frauðvörtur?

Flestir sjúklinganna eru börn undir 10 ára aldri, en eldri börn og fullorðnir geta einnig smitast. Yfirleitt smitast börnin af öðrum börnum á leiksóla, skóla eða íþróttum. Hjá börnum með exem er sjúkdómurinn oft þrálátur. Sama gildir um einstaklinga sem eru ónæmisbældir vegna sjúkdóma eða lyfja.

 

Hvað veldur frauðvörtum?

Veiran sem veldur frauðvörtum er í flokki pox veira og kallast molluscum contagiosum veira. Til eru nokkrir undirflokkar veirunnar.

Smit getur átt sér stað á eftirfarandi hátt:

  • Húð í húð snerting. Bæði hjá sama einstakling og við aðra.
  • Óbein snerting, t.d. með því að deila handklæðum
  • Smit frá einu svæði til annars t.d. með því að klóra sér
  • Við kynmök hjá fullorðnum

Frauðvörturnar virðast smitast auðveldar þegar húðin er rök, eins og t.d. þegar börn fara saman í sund. Oftast líða 2 -6 vikur frá smiti þangað til að vörturnar birtast.

 

Hver eru einkennin?

Um er að ræða litlar glansandi bólur á húð. Oft eru margar saman á sama stað. Stærð bólanna er frá 1-6 mm. Bólurnar, er hvítar, bleikar eða ljósbrúnar oft glansandi. Oft dæld í miðjunni. Ef þær eru kreistar þá tæmist út hvítur, massi sem svipar til kotasælu. Hver einstaklingur getur haft fár vörtur, tugi eða jafnvel fleiri en hundrað vörtur. Algengustu svæðin eru rök innilokuð svæði, en koma ekki í lófa eða iljar.

Þegar vörturnar smitast við klór mynda þær oft línu.

Algengt er að exem myndist í kringum vörturnar og einnig sýkjast þær stundum og þá er roði í kringum þær.

Fylgikvillar

  • Sýking (kossageit)
  • Augnasýkingar þegar augnlok eru smituð
  • Útbreitt exem, eða versnun undirliggjandi exems
  • Örmyndun líkt og eftir hlaupabólu
  • Smita aðra

 

Hvernig eru frauðvörtur greindar?

Yfirleit er hægt að greina vörturnar útfrá útlitinu. Einstaka sinnum þarf að taka vefjasýni.

 

Hvernig eru frauðvörtur meðhöndlaðar?

Það er engin fullkomin meðferð til við frauðvörtum. Eftirfarandi meðferðir eru mest notaðar.

  • Frysting (oft of sár fyrir yngstu börnin)
  • Curettage (sköfun) í emla kremdeyfingu
  • Penslun með catharidin
  • Ntharidine lausn

 

Leiðbeiningar varðandi penslun á frauðvörtum

Til að pensla vörturnar er notað efni sem heitir cantharidin. Efnið er bólgu og blöðrumyndandi og leiðir þannig til eyðingar vörturnar. Efnið veldur eingöngu bólgu í efstu lögum húðarinnar og getur því ekki valdið örum. Í fæstum tilvikum dugir ein meðhöndlun, óháð hvaða meðferð er beitt. Þetta er vegna þess að oftast er um fjölda smita að ræða í húðinni sem enn hafa ekki náð að mynda vörtur. Við hverja meðhöndlun er eingöngu hægt að meðhöndla sýnilegar vörtur. Algengast er að pensla þurfi 2-6 sinnum á 3-4 vikna fresti. Eftir að penslað hefur verið á vörturnar þarf að þvo efnið af (baða barnið). Venjulega er fyrst miðað við að hafa efnið á í 3-4 klst eða þar til vörturnar hafa bólgnað örlítið upp. Ef barnið kvartar um eymsli fyrr er rétt að baða barnið strax. Síðan er farið eftir því hvernig barnið þoldi efnið hvenær það er þvegið af næst þegar penslað er.

Meðgöngutími veirunnar getur verið margar vikur. Þannig að margar vikur geta liðið frá því að húð barnsins smitast og þar til vartan kemur í ljós. Þess vegna eru stundum fleiri vörtur á húð barnsins þegar það kemur í penslun í annað skipti. Bera skal sýkladrepandi krem á vörtustaði að kvöldi dags sem penslað og 3-4 daga á eftir. Ef mikill roði er áfram í vörtunum má halda áfram í nokkra daga til viðbótar.

 

Hvernig er hægt að fyrirbyggja smit?

Til að draga úr smiti:

  • Hreinar hendur
  • Ekki klóra í húðina
  • Latið föt þekja allar sýnilegar vörtur og notið plástra á önnur svæði
  • Henda strax notuðum plástrum eða bindum
  • Deilið ekki handklæðum eða leikföngum

 

Horfur

Langtímahorfur eru góðar. Bólurnar hverfa á á endanum af sjálfu sér. Algengt er þó að það taki 2-4 ár. Stundum hverfa bólurnar fyrr.

Nánar á (enskur texti):

Heimameðferð á vörtum
Leiðbeiningar vegna frystingar eða penslunar á vörtur

Leiðbeiningar vegna frystingar með fljótandi köfnunarefni

Oftast myndast blaðra undir og í kringum vörtuna. Vökvinn er oftast tær, en getur stundum orðið blóðlitaður. Þetta er eðlilegt og ekki merki um sýkingu.

Ef blaðaran er spennt og sársaukafull, er hægt að sjóða nál í 5 mín. og gera með henni gat á blöðruna á mörgum stöðum. Klippið ekki upp blöðruna

Ef þú hefur þrátt fyrir þetta mikil óþægindi, getur þú lagt grisjur vættar í köldu vatni á blöðruna. Skiptu á grisjum eða bleyttu þær aftur ef þær þorna.

Þegar blaðran losnar af er gott að setja yfir frystu vörtuna umbúðir sem lofta vel

Ef meðferðin hefur borið tilætlaðan árangur hverfur vartan á 2-3 vikum, annars verður að meðhöndla hana aftur að 3 vikum liðnum. Í sumum tilvikum þarf að endurtaka meðferðina oft.

Leiðbeiningar vegna penslunar á vörtur

Læknirinn penslar vörtuna með sterku frumudrepandi og blöðrumyndandi efni og þekur síðan með plástri. Mismunandi er hve lengi efnið er haft á, en það getur verið allt frá 1-24 klst. Algengast er eð efnið sé látið virka í 4 klst. Læknirinn þinn segir til um hve lengi efnið á að vera á vörtunni.

Að þeim tíma liðnum er plásturinn fjarlægður og eiturefnið þvegið með volgu vatni af vörtunni

Ef mikill verkur eða bólga myndast má fjarlægja plásturinn fyrr en ráðlagt var.

Oft myndast blaðra og má þá fylgja leiðbeiningum hér að ofan.

Ef verkur er slæmur má taka verkjalyf í nokkra daga

Bólga og blöðrumyndun er oft meiri en við frystingu. Í sumum tilvikum er roði í kringum svæðið þar sem var meðhöndlað.

Nánar á (enskur texti):

Hafðu samband

Hægt er að bóka tíma hjá lækni
frá kl. 9:00 – 12:00 og 13:00 – 15:30
Sími 520 4444

Ljósameðferð
Sími 520 4408

Sendu okkur tölvupóst
timabokun@hls.is

 

Spjallaður við okkur á
Facebook Messenger

    Húðlæknastöðin

    Smáratorg 1,
    201 Kópavogur,
    Iceland

    Opið virka daga
    8:00 – 16:00

    Skiptiborð er opið
    9:00 – 12:00
    13:00 – 15:30

    © Húðlæknastöðin ehf. – Með notkun á vefnum samþykkir notandi notkunarskilmála hans – Notkunarskilmálar og yfirlýsing um persónuvernd