Æðalaser

Rósroði er langvinnur bólgusjúkdómur í húð sem einkennist meðal annars af roða og háræðaslitum á nefi, kinnum og enni. Orsakir rósroða eru ekki að fullu þekktar en rannsóknir hafa sýnt að æðaþátturinn er mikilvægur í meingerð sjúkdómsins. Með tilkomu lasertækninnar hafa opnast möguleikar á því að hafa áhrif á þann þátt.

Æðalaser

Lasermeðferðin byggir á að eyða háræðaslitum og skemmdum æðum úr húðinni og þannig er hægt að draga úr sjúkdómseinkennum og jafnvel halda rósroða í skefjum.

Hvenær á þessi meðferð við?

Æðalaser hefur fyrst og fremst áhrif á grunnar æðar, roða og brúna bletti í húðinni og hentar því vel til meðhöndlunar rósroða, almenns roða í andliti, háræðaslita og sólarbletta. Sólarblettir eru ljósbrúnir blettir sem koma vegna mikillar útsetningar fyrir sólinni.  Áður en slíkir blettir eru meðhöndlaðir með laser er mikilvægt að fá staðfesta greiningu hjá húðlækni.

Hægt er að meðhöndla flest húðsvæði, nema augnsvæði.  Andlitið er algengasta svæðið sem er meðhöndlað.

Hvernig fer meðferðin fram?

Meðferðarhausinn er lagður á húðsvæðið sem á að meðhöndla og laserskoti hleypt af. Bæði sést ljósglampi og svo heyrist hljóðmerki. Algengt er að finna fyrir skammvinnri hitatilfinningu þegar skotið ríður af.

Tækið sendir geisla af ákveðinni bylgjulengd inn í húðina. Orka geislans losnar í grunnu og óeðlilegu æðunum og laskar þær svo þær dofna og hverfa á 2-3 vikum.

Hvað gerist eftir meðferðina?

Strax eftir meðferðina má búast við einkennum sem svipa til vægs sólbruna. Einstaka sinnum fylgir vægur bjúgur. Þessi einkenni ganga fljótt yfir og eru venjulega horfin á 2-4 klst. Hægt er að bera kalt Aloe Vera gel á húðina ef þörf er á. Ef sólarblettir eru til meðhöndlunar skal hafa í huga að blettirnir dökkna fyrst eftir meðferðina en byrja að dofna eftir 1-2 vikur. Gera má ráð fyrir að roðinn byrji að minnka viku eftir meðferðina og fer svo batnandi næstu 2 vikurnar. Í flestum tilfellum þarf að meðhöndla svæði í nokkur skipti svo árangur náist.

Fyrir og eftir myndir
Æðaslit

Æðaslit í andliti er oft fylgifiskur rósroða en einnig eru æðaslit vegna umhverfisáhrifa nokkuð algeng, sérstaklega kringum nef.  Æðaslit í andliti er hægt að meðhöndla með lasermeðferð með góðum árangri. Stöðug þróun er í lasermeðferð húðarinnar og fylgjast læknar Húðlæknastöðvarinnar vel með henni.

Æðaslit á ganglimum eru aftur á móti sjúkdómur í bláæðakerfinu. Í ganglimum er bæði grunnt og djúpt æðakerfi og tengiæðar á milli. Æðaslitin myndast í grunna kerfinu, en þar sitja æðarnar í húðinni. Æðaslit er stundum samfara æðahnútum sem geta verða önnur birting sama sjúkdóms.

Í báðum kerfum eru æðalokur. Ef þær bila myndast aukinn þrýstingur í kerfinu og þá myndast frekar æðaslit. Margir hafa þó æðaslit án þess að lokurnar séu í ólagi. Bæði æðahnútar og æðaslit liggja í ættum.

Talið er að allt að 40% kvenna fái æðahnúta eða æðaslit einhvern tímann á lífsleiðinni. Eins er talið að þeim sem eru hávaxnir sé hættara við sjúkdómnum. Einnig geta miklar stöður haft áhrif til hins verra. Þá geta hormónalyf eins og pillan haft áhrif til versnunar.

Teygjusokkar eru gagnlegir til þess að draga úr einkennum og hamla því að sjúkdómurinn versni.

Æðalaser

Æðalaser er árangursrík meðferð gegn grunnum æðum og æðaslitum. Æðarnar sem meðhöndlaðar eru dofna eða hverfa yfirleitt á 10-14 dögum. Í flestum tilfellum þarf að meðhöndla svæði í nokkur skipti svo árangur náist.  Ef grunur er um æðahnúta samfara æðaslitum mælum við með mati hjá æðaskurðlækni. Í sumum tilvikum er ráðlegt að fjarlægja æðahnúta áður en lasermeðferð er gefin.

Hvenær á þessi meðferð við?

Æðalaser hefur fyrst og fremst áhrif á grunnar æðar, roða og brúna bletti í húðinni og hentar því vel til meðhöndlunar rósroða, almenns roða í andliti, háræðaslita og sólarbletta. Sólarblettir eru ljósbrúnir blettir sem koma vegna mikillar útsetningar fyrir sólinni.  Áður en slíkir blettir eru meðhöndlaðir með laser er mikilvægt að fá staðfesta greiningu hjá húðlækni.

Hægt er að meðhöndla flest húðsvæði, nema augnsvæði. Andlitið er algengasta svæðið sem er meðhöndlað.

Hvernig fer meðferðin fram?

Húðlæknir ákveður hvaða styrkur og stillingar henta hverju sinni. Meðferðarhausinn er lagður á húðsvæðið sem á að meðhöndla og laserskoti hleypt af. Bæði sést ljósglampi og svo heyrist hljóðmerki. Algengt er að finna fyrir skammvinnri hitatilfinningu þegar skotið ríður af.

Tækið sendir geisla af ákveðinni bylgjulengd inn í húðina. Orka geislans losnar í grunnu og óeðlilegu æðunum og laskar þær svo þær dofna og hverfa á 2-3 vikum.

Hvað gerist eftir meðferðina?

Strax eftir meðferðina má búast við einkennum sem svipa til vægs sólbruna. Einstaka sinnum fylgir vægur bjúgur. Þessi einkenni ganga fljótt yfir og eru venjulega horfin á 2-4 klst. Hægt er að bera kalt Aloe Vera gel á húðina ef þörf er á. Gera má ráð fyrir að roðinn byrji að minnka viku eftir meðferðina og fer svo batnandi næstu 2 vikurnar. Í flestum tilfellum þarf að meðhöndla svæði í nokkur skipti svo árangur náist.

Fyrir og eftir myndir
Hafðu samband

Hægt er að bóka tíma hjá lækni
frá kl. 9:00 – 12:00 og 13:00 – 15:30
Sími 520 4444

Ljósameðferð
Sími 520 4408

Sendu okkur tölvupóst
timabokun@hls.is

 

Spjallaður við okkur á
Facebook Messenger

    Húðlæknastöðin

    Smáratorg 1,
    201 Kópavogur,
    Iceland

    Opið virka daga
    8:00 – 16:00

    Skiptiborð er opið
    9:00 – 12:00
    13:00 – 15:30

    © Húðlæknastöðin ehf. – Með notkun á vefnum samþykkir notandi notkunarskilmála hans – Notkunarskilmálar og yfirlýsing um persónuvernd