FRÉTTIR


Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

26 nóv 2020, 17:31

Húðlæknastöðin

🎧 Rósroðaþáttur okkar á Húðkastinu er mættur á alla helstu hlaðvarpsmiðla 🎧 Endilega deilið með þeim sem myndu hafa not af þessari fræðslu.

Rósroði er mjög algengur langvinnur húðsjúkdómur sem einkennis af roða í andliti, háræðasliti og bólum í andliti. Hér koma 5 ráðleggingar til að halda einkennum í skefjum:

1.Forðastu umhverfisþætti sem valda versnun á sjúkdómnum – létt að segja en erfitt að framkvæma. Bæði kuldinn og rokið á Íslandi á veturna getur gert sjúkdóminn mun verri. Reyndu að finna út hvaða umhverfisþættir gera þinn rósroða verri og reyndu að forðast þá eins mikið og þú getur. Sólin á sumrin getur gert rósroðann verri og þá er mikilvægt að nota góða sólarvörn með minnst SPF faktor 50. Mikilvægt að sólarvörnin sé olíulaus eða non-comedogenic. Mælum með t.d. Eucerin 50 face fluid oil control, La Roche-Posay Anthelios XL Ultra Light 50+ og sólarvörnunum frá SkinCeuticals og Neostrata. Þessar tvær síðastnefndu vörur eru steinefna eða mineral sólarvarnir.

2. Notaðu réttu húðvörurnar. Það er mjög mikilvægt að velja allar húðvörur sem þú notar út frá viðkvæmri húð. Það eru þá rakakrem sem eru án nokkurra virkra efna eða þá ef svo er, sérhannað fyrir rósroða eða viðkvæma húð. Við mælum með að nota olíulaus krem, þá helst serum, eða þá krem sem eru non-comedogenic. Þetta getur verið erfitt að finna út hvaða krem hentar hverjum og einum þannig oft þarf að þreifa sig áfram.

3. Ef væg einkenni þá er oft hægt að ná niður einkennunum með kremum eða staðbundnum lyfjum. Þá eru það yfirleitt lyfseðilsskyld krem eins og soolantra og finacea en rosazol virkar oft mjög vel og er hægt að kaupa án lyfseðils. Hér þarf oft að vera þolinmóður þar sem það gæti tekið nokkrar vikur fyrir kremið að virka.

4. Ef staðbundnu lyfin, kremin, duga ekki til, þá þarf oft langa meðferð með sýklalyfjum eins og doxylin eða lymecyclin. Þessi lyf notum við sem bólgueyðandi lyf, ekki sem sýklalyf. Þess vegna eru þau notuð í mun lengri tíma en hefðbundin sýklalyf, oft í 2-3 mánuði. Það er mjög algengt að þurfa sýklalyfjameðferð x1 á ári eða á 2ja ára fresti. Við notum svo lágskammta decutan lyfjameðferð í erfiðara tilfellum.

5. Við mælum mjög oft með æðalaser gegn rósroða. Þetta er ekki töframeðferð þar sem allur rósroði hverfur og kemur aldrei til baka, en þessi meðferð virkar oftast þrælvel í að halda niðri einkennum, minnka roðann, og herðir upp húðina þannig hún er ekki eins viðkvæm fyrir umhverfisþáttum eins og sól og vindi. Æðalaserinn jafnar húðlitinn og gefur einnig smá kollagen boost.

#HLS
... Sjá meiraSjá minna

🎧 Rósroðaþáttur okkar á Húðkastinu er mættur á alla helstu hlaðvarpsmiðla 🎧  Endilega deilið með þeim sem myndu hafa not af þessari fræðslu.

Rósroði er mjög algengur langvinnur húðsjúkdómur sem einkennis af roða í andliti, háræðasliti og bólum í andliti. Hér koma 5 ráðleggingar til að halda einkennum í skefjum:
 
1.Forðastu umhverfisþætti sem valda versnun á sjúkdómnum – létt að segja en erfitt að framkvæma. Bæði kuldinn og rokið á Íslandi á veturna getur gert sjúkdóminn mun verri. Reyndu að finna út hvaða umhverfisþættir gera þinn rósroða verri og reyndu að forðast þá eins mikið og þú getur. Sólin á sumrin getur gert rósroðann verri og þá er mikilvægt að nota góða sólarvörn með minnst SPF faktor 50. Mikilvægt að sólarvörnin sé olíulaus eða non-comedogenic. Mælum með t.d. Eucerin 50 face fluid oil control, La Roche-Posay Anthelios XL Ultra Light 50+ og sólarvörnunum frá SkinCeuticals og Neostrata. Þessar tvær síðastnefndu vörur eru steinefna eða mineral sólarvarnir.
 
2. Notaðu réttu húðvörurnar. Það er mjög mikilvægt að velja allar húðvörur sem þú notar út frá viðkvæmri húð. Það eru þá rakakrem sem eru án nokkurra virkra efna eða þá ef svo er, sérhannað fyrir rósroða eða viðkvæma húð. Við mælum með að nota olíulaus krem, þá helst serum, eða þá krem sem eru non-comedogenic. Þetta getur verið erfitt að finna út hvaða krem hentar hverjum og einum þannig oft þarf að þreifa sig áfram.
 
3. Ef væg einkenni þá er oft hægt að ná niður einkennunum með kremum eða staðbundnum lyfjum. Þá eru það yfirleitt lyfseðilsskyld krem eins og soolantra og finacea en rosazol virkar oft mjög vel og er hægt að kaupa án lyfseðils. Hér þarf oft að vera þolinmóður þar sem það gæti tekið nokkrar vikur fyrir kremið að virka.
 
4. Ef staðbundnu lyfin, kremin, duga ekki til, þá þarf oft langa meðferð með sýklalyfjum eins og doxylin eða lymecyclin. Þessi lyf notum við sem bólgueyðandi lyf, ekki sem sýklalyf. Þess vegna eru þau notuð í mun lengri tíma en hefðbundin sýklalyf, oft í 2-3 mánuði. Það er mjög algengt að þurfa sýklalyfjameðferð x1 á ári eða á 2ja ára fresti. Við notum svo lágskammta decutan lyfjameðferð í erfiðara tilfellum.
 
5. Við mælum mjög oft með æðalaser gegn rósroða. Þetta er ekki töframeðferð þar sem allur rósroði hverfur og kemur aldrei til baka, en þessi meðferð virkar oftast þrælvel í að halda niðri einkennum, minnka roðann, og herðir upp húðina þannig hún er ekki eins viðkvæm fyrir umhverfisþáttum eins og sól og vindi. Æðalaserinn jafnar húðlitinn og gefur einnig smá kollagen boost. 

#hlsImage attachment

Comment on Facebook

Frábærar upplýsingar 😊

Eru þetta mineral sólarvarnir sem þið nefnið?😊

Úrsúla Linda Jónasdóttir

En rósroði í augum, hvað er hægt að gera við því?

Sýna eldri færslur