Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

PRX T33-PEEL

PRX-T33 er ný kynslóð af TCA sýrum (trichloroacetic acid) með nær engum batatíma (downtime).

PRX-T33 húðmeðferð örvar frumur húðarinnar til að endurnýja sig án þess að skaði sé gerður á yfirhúðinni. PRX-T33 peel orsakar ekki ísingu (frosting) í húðinni eins og hefðbundin peel gera. Þrátt fyrir það, virkar það enn dýpra í húðinni og örvar frumur leðurhúðarinnar til endurnýjunar. Þessi meðferð hentar öllum sem vilja fá betri áferð á húðinni og fyrirbyggja öldrun.  Einnig vinnur PRX-T33 peel á hinum ýmsu húðvandamálum eins og:

 •  Litabreytingum
 • Fínum línum og hrukkum
 •  Þurri húð
 • Slappri húð
 •  Eldri húð sem vantar þéttleika og ljóma
 • Örum
 • Melasma
 •  Húðslitum (striae)
TCA sýrur hafa verið notaðar í mörg ár til að bæta áferð og þéttleika húðarinnar, og minnka sýnileika fínna lína og hrukka. Þrátt fyrir mikinn sjáanlegan árangur eldri kynslóða TCA sýra, hafa þær ekki notið mikilla vinsælda vegna mikillar ertingar í húðinni eftir meðferð með löngum batatíma (downtime). Auk þess þurfti fólk að forðast sól í töluverðan tíma eftir meðferð vegna ljónæmni í húðinni. PRX-T33 meðferðin var hönnuð með þetta í huga og efnum blandað saman við TCA sýruna til að minnka neikvæð áhrif. PRX-T33 inniheldur:

 • 33% TCA sýru.
 •  Vetnisperoxíð (H2O2), sem í litlum styrkleika flýtir fyrir lækningu sára með því að örva viðgerðarferli húðarinnar og draga úr bólgum.
 •  Kojic sýru sem er áhrifarík til að lýsa upp litabreytingar og jafna húðlit. Hún kemur í veg fyrir mögulegar litabreytingar í húðinni eftir bólguviðbrögð sem eru nokkuð algeng eftir húðmeðferðir hjá einstaklingum með dökka húðgerð.

Þessi einstaka blanda býður uppá öll jákvæðu áhrif TCA sýrumeðferðarinnar án algengustu aukaverkana, þ.e.a.s. flögnun, bólgu og sársauka. Batatíminn (downtime) er mjög lítill þar sem vetnisperoxíðið nær að halda niðri bólgunum sem TCA veldur og örva viðgerðarferli húðarinnar.  Auk þess fer TCA sýran djúpt í leðurhúðina án þess að valda skemmdum á yfirborði húðarinnar og þess vegna verður lítil sem engin flögnun eftir meðferðina. Blandan nær þannig að örva beint frumur leðurhúðarinnar til að mynda meira kollagen, elastín og vaxtarþætti svo að húðin þéttist og styrkist án þess að skemma ysta lag húðarinnar. Húðin verður því ekki eins viðkvæm fyrir sólinni eins og við hefðbundin peel og hægt að meðhöndla allan ársins hring, líka yfir sumartímann.
HVAÐ GERIR PRX-T33 FYRIR ÚTLIT HÚÐARINNAR?

PRX-T33 peel er mjög áhrifaríkt. Það mildar fínar línur og hrukkur í andliti, á hálsi og bringu eða hvar sem húðin er farin að slappast. Flestir upplifa strax þéttingu í húðinni eftir meðferðina, sem svo eykst hægt og bítandi, í takt við þann tíma sem það tekur bandvefsfrumur leðurhúðarinnar að nýmynda hin mikilvægu protein kollagen og elastín. Húðin verður því þéttari og heilbrigðari að sjá á mjög náttúrulegan hátt.

PRX-T33 peel minnkar:

 • Svitaholur.
 • Fínar línur og hrukkur.
 • Ör.
 • Húðslit.
 • Slappa húð – andlit, háls og bringa.
 • Litabreytingar – andlit, háls, bringa, handleggir og handarbök.
 •  Melasma. 

 

HVAÐA KOSTI HEFUR PRX-T33 PEEL MEÐFERÐ:

 • Þolist vel hjá öllum húðgerðum, líka dekkri húðgerð.
 • Engin skurðaðgerð eða stungur.
 •  Lítil sem engin flögnun eins og við hefðbundið peel.
 • Er fyrirbyggjandi meðferð án þess að skaða ysta lag húðarinnar.
 • Nær enginn batatími (downtime).
 • Getur farið samdægurs til vinnu.
 • Nær sársaukalaust.
 • Engin viðkvæmni gagnvart sólinni og hægt að framkvæma allan ársins hring.
 • Hentar mjög vel með öðrum meðferðum sem auka þá enn frekar árangurinn. •  Fraxel Pro. Vinna vel saman við að örva kollagen og elastín nýmyndun í djúpt í leðurhúðinni , bæði til að fyrirbyggja öldrun húðarinnar (skin rejuvenation) og við meðhöndlun á örum og húðslitum (striae).
 •  Profhilo. Vinna vel saman við að auka þéttingu húðarinnar, sérstaklega þegar mikill slappleiki er til staðar í húðinni.
 •  Fylliefnum og toxínum.
 • HydraFacial

HVAÐ BER AÐ HAFA Í HUGA FYRIR MEÐFERÐINA?

 •  Ekki mæta með nýrakaða eða vaxaða húð.
 • Afbókaðu tímann ef þú ert með virkan áblástur (frunsu) og bíddu þar til einkennin eru gengin yfir.
 • Ef þú glímir við tíðar frunsur, er mikilvægt að taka fyrirbyggjandi lyf fyrir meðferðina og svo 12 klst sienna.
 • Berðu feitt krem eins og vaselín á nasirnar daginn fyrir meðhöndlun til að fyrirbyggja bruna í húðinni þar sem þetta er mjög viðkvæmt svæði.
 • Hættu að nota retinól krem 2 vikum fyrir meðferð til að húðin sé ekki of viðkvæm.

HVERNIG FER MEÐFERÐIN FRAM?

PRX-T33 lausnin er nudduð inn í húðina í nokkrum umferðum og hún látin bíða í nokkrar mínútur. Síðan fylgist meðferðaraðilinn vel með viðbrögðum húðarinnar og meðferðin er endurtekin nokkrum sinnum þar til meðferðin hefur náð endatakmarki sínu. Eftir það er húðin þvegin vel með vatni og góður raki borinn á húðina.

HVAÐ ÞARF MARGAR MEÐFERÐIR TIL AÐ ÁRANGUR SJÁIST?

Árangurinn sést strax en mælt er með 3-5 meðferðum í byrjun til að ná sem bestum árangri. Eftir það er mælt með viðhaldsmeðferð eftir þörfum.

HENTAR MEÐFERÐIN ÖLLUM HÚÐGERÐUM?

PRX-T33 hentar flestum húðgerðum nema mjög viðkvæmri húð og ef virkir bólgusjúkdómar eins og rósroði, perioral dermatitis og flösuexem í andliti eru til staðar. Húð telst vera mjög viðkvæm þegar hún bregst kröftuglega við mildum ávaxtasýrukremum sem flestir þola. Þá kemur brunatilfinning og roði í húðina og jafnvel bólga. Mjög gott er að prófa vægt ávaxtsýrukrem heima áður en þessi meðferð er valin.

HVERJAR ERU MÖGULEGAR AUKAVERKANIR?

 • Væg húðflögnun í 2-3 daga, sérstaklega eftir fyrstu meðferðina. Á sérstaklega við um eldri húð með þykkri yfirhúð. Þá er mikilvægt að bera á sig gott rakakrem nokkrum sinnum á dag.
 • Húðerting ef húðin er mjög viðkvæm eða með virka bólgusjúkdóma.
 • Dökkir og þurrir flekkir í húðinni fyrstu 2 dagana. Þetta eru litarbreytingar sem eru að koma betur upp á yfirborðið og verða þá sýnilegri. Þær flagna af á náttúrulegan hátt næstu daga.
 • Vægur roði í húðinni eftir meðhöndlunina en hann jafnar sig vanalega fljótt. Mikilvægt að bera góðan raka á húðina til að róa hana og jafnvel að nota Mildison (hydrocortison) sterakrem í 2-3 daga sem fæst án lyfseðils í apótekum.
 • Ef þú finnur fyrir bólgu og roða í húðinni sem gefur sig ekki eftir 12-24 klst, viljum við heyra í þér í síma 520-4407. Þá þarf líklega að bera sterkara sterakrem á húðina í einhverja daga.

Fyrir og eftir myndir

Group 941 Group 942
Fyrir Eftir
Prentvæn útgáfa