Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

Húðflúreyðing

Pico-laser er ný gerð af laser til að fjarlægja húðflúr og er sá öflugasti og áhrifamesti á markaðnum í dag.

Hudlaeknastodin 24 04 17 00010 Resize 1 (1)

Pico laserinn er sá öflugasti

Rannsóknir hafa sýnt fram á 25-30% færri meðferðarskipti miðað við eldri lasera ásamt því að pico-laser tekur mun betur bláan, grænan, gulan og rauðan lit. Einnig hefur pico-laserinn sýnt fram á að hann vinnur vel á „draugahúðflúrum“, þ.e.a.s. húðflúrum sem sitja eftir í húðinni eftir aðrar meðferðir. 


Maxresdefault

En af hverju virkar Pico-laserinn svona miklu betur en eldri húðflúralaserar?

Eldri lasertæki til að fjarlægja húðflúr eru kallaðir nanó-laserar og virka þannig að húðflúrliturinn í leðurhúðinni er fyrst hitaður og svo sprengdur í litlar agnir. Þetta gerist á nanósekúndu, sem er milljónasti hluti úr sekúndu. Hvít blóðkorn (macrophagar) sem eru hluti af ónæmiskerfi okkar sjá svo um að fjarlægja agnirnar úr líkamanum. 

Til samanburðar notar Pico-laserinn mjög stuttar laserbylgjur sem dynja á húðflúrlitnum undir miklum þrýstingi á miklum hraða, eða picosekúndu sem er trilljónasti hluti úr sekúndu. Þannig er litarefnið brotið niður í mun smærri agnir. 

Munurinn felst helst í því að nanó-tækin skilja eftir smáa litaklumpa í húðinni, en agnirnar sem pico-laserinn skilur eftir eru mun fíngerðari, nánast á við sandkorn. Sökum smæðar agnanna er mun auðveldara að fjarlægja litarefnið úr húðinni. 

Þessi nýja lasertækni fer einnig betur með húðina. Meðferðin er sáraukaminni og það þarf 25-30%  færri meðferðarskipti en með eldri laserum. 

Í Pico Discovery plus lasernum er einnig Q-Switch Ruby laser. Með þessum tveimur laserum (í sama tækinu) má meðhöndla fleiri liti en áður, t.d. svartan, bláan, rauðan og gulan. 

Eins má nota þessa tækni til þess að meðhöndla aðrar húðbreytingar eins og góðkynja litabreytingar, Cafe au-lait bletti og ör eftir unglingabólur (acne). 

Hverjir eru kostir og gallar meðferðarinnar

Meðferðin er verulega áhrifarík og tekur stuttan tíma. Ný tækni ræður betur við liti sem áður gátu valdið vandræðum, eins og bláan, grænan og rauðan lit. Mælt er með staðdeyfingu fyrir meðferðina með kremi sem er borið á 1 klst fyrir meðhöndlun. Ekki eru allir sem þiggja deyfinguna. 

Smærri húðflúr er hægt að meðhöndla á 4–6 vikna fresti en stærri á 6–8 vikna fresti. Fjöldi skipta fer eftir stærð, litum og staðsetningu sem og hve djúpt liturinn nær. Auðveldara er að eiga við bláan og svartan lit, en gulur er erfiðastur. 

Ekki er unnt að fjarlægja húðflúr ef sýkingar eða sár eru á meðferðarsvæði. Þungaðar konur og þær sem eru með barn á brjósti eru ekki meðhöndlaðar. 

Aðrar frábendingar eru m.a. flogaveiki og krampar, þeir sem hafa tilhneigingu til þess að mynda upphleypt ör (keloid) eða þeir sem eru með ígrædd lækningatæki (medical implants). 

 

Frábending gegn meðferð eru

● Sýkingar eða sár
● Meðganga og brjóstagjöf
● Flogaveiki og krampar
● Þeir sem hafa tilhneigingu til keloid örmyndunar
● Þeir sem hafa medical implants

Hvernig fer meðferðin sjálf fram?

Meðferðarhausinn er lagður á húðsvæðið sem á að meðhöndla og hleypt af. Bæði sést ljósglampi og svo heyrist hljóðmerki. Algengt er að finna fyrir skammvinnri hitatilfinningu þegar skotið ríður af og sársauka. Sársaukinn er mjög vægur ef meðferðarsvæðið hefur verið deyft áður með deyfikremi eða staðdeyfingu. Það eru samt ekki allir sem þiggja deyfingu og hafa þá lýst stigi sársaukans sem 6-8 af 10 mögulegum. 

Tækið sendir geisla af ákveðinni bylgjulengd inn í húðina. Orka geislans losnar í húðinni og sprengir upp litarefnið svo það molnar í smáar eindir, eins og fín sandkorn. Húðin hvítnar sem jafnar sig svo á nokkrum mínútum. 

Hvað gerist eftir meðferðina?

Eftir meðferð er oftast er töluverður roði og jafnvel bólga í húðinni í 2-3 daga. Mjög misjafnt eftir einstaklingum. Hreistur, skorpa eða grunnar blöðrur geta myndast nokkrum dögum eftir meðhöndlunina en það eru allt merki um að meðferðin hafi virkað vel og húðin sé að losa sig við litinn. 

Eins og þegar um ný húðflúr er að ræða skiptir máli að annast meðhöndlaða svæðið vel til þess að takmarka sýkingarhættu eða öramyndun. Ekki má klóra eða nudda svæðið, ekki má nota farða eða snyrtivörur á svæðið og eins skal forðast sundlaugar og beint sólarljós (að meðtöldum ljósabekkjum). 

Prentvæn útgáfa