Ráðleggingar til þeirra sem þjást af bólum

Ráðleggingar til þeirra sem þjást af bólum

Prenta

Auk þess að nota þau lyf sem læknirinn hefur ávísað skaltu hafa eftirfarandi í huga ef þú þjáist af bólum:

 • Þrífðu andlitið kvölds og morgna því sviti, húðfita, óhreinindi, mengun og farði eykur líkurnar á kirtlarnir lokist. Notaðu gjarnan húðhreinsivörur sem innihalda salicylicsýru, glycolicsýru eða aðrar ávaxtasýrur en sýrurnar hjálpa til við að fjarlægja dauðar húðfrumur og húðfitu og halda kirtlunum opnum og hreinum. Dæmi um góða húðhreinsa eru Blemish and Age Cleanser gel frá SkinCeuticals (inniheldur bæði salicylic- og glycolicsýru), Salicylic Acid 2% solution frá The Ordinary, Salicylic Acid Cleanser frá The Inkey List eða Salicylic toner frá Neutrogena.
 • Notaðu rakakrem sem eru án olíu eða „non-comedogenic“. Yfirleitt stendur á kremunum hvort þau eru ætluð fyrir bóluhúð (acne prone skin) og þá ætti að vera óhætt að nota það. Ef húðin er mjög olíukennd mælum við með serum eða geli, t.d. Hydrating B5 gel frá SkinCeuticals, Hyaluronic Acid 2% + B5 frá The Ordinary eða Moisture surge gel frá Clinique. Ef þörf er á meiri raka er t.d. hægt að nota Eucerin Dermopure Adjunctive Smoothing cream, Niacinamide 10%+Zink 1% frá The Ordinary eða Anti-Acne normalizing face cream frá Pharmaceris. Þá eru þau annað hvort notuð ein og sér, eða borin á húðina eftir serumið.
 • Ekki klóra í húðina eða kreista bólurnar og farðu varlega í skrúbbmeðferðir og maska þar sem þær meðferðir geta gert bólurnar verri.
 • Borðaðu hollan og fjölbreyttan mat, mikið af ferskum ávöxtum og grænmeti. Reyndu að halda sykri í lágmarki og forðast fæðubótarefni.
 • Ef þú reykir, hættu þá að reykja. Reykingar torvelda tæmingu fitu úr fitukirtlinum og auka líkur á að þeir stíflist.
 • Notaðu krem sem innihalda retinóíða eða retinól á hverjum degi. Best að nota á kvöldin. Retinóíðar/retinól eru kjörmeðferð við bólum og hafa margvísleg áhrif á húðina m.a. að minnka fitumyndun og minnka áberandi svitaholur eða fitukirtla. Þeir geta einnig dregið úr sýnilegum örum í híð m.a. bóluörum. Auk auki virka retinóíðar mjög vel gegn hrukkumyndum þar sem þeir örva nýmyndun kollagens í húðinni. Dæmi um retinól sem fást án lyfseðils eru Retinol frá SkinCeuticals (0.3, 0.5 og 1.0%) og Retinol frá The Ordinary. Dæmi um sterkari retinóíða sem fást einungis með lyfseðli eru Differin (Adapalene), Tretinoin 0.05% og Airol (Tretinoin 0.05%).
 • Komdu því inn í rútínuna þína að nota sólarvörn daglega eða dagkrem með sólarvörn. Passaðu þig á að kaupa sólarvörn sem er ætluð fyrir andlit og forðastu feitar sólarvarnir með olíu því þær eiga það til að stífla kirtla og jafnvel valda bólum. Dæmi um góðar sólarvarnir eru Eucerin Mattifying Fluid SPF 50, La Roche Anthelios XL Anti-Shine Dry Touch SPF 50+ og sólarvarnirnar frá SkinCeuticals sem fást bæði án lits (Ultra Facial Defense SPF 50+) og með lit (Mineral Matte UV Defense SPF 30 eða Mineral Radiance UV Defense SPF5 50).
 • Ef þú vilt fá enn meiri árangur þá leggjum við þessar meðferðir til: 
  • Farðu reglulega í ávaxtasýru meðferðir með sterkum ávaxtasýrum (medical peeling). Ávaxtasýru peeling er frábær leið til að fjarlægja dauðar húðfrumur og endurnýja húðina. Þá er sýra sett á húðina í ákveðinn tíma en styrkleikinn ákvarðast m.a. af húðgerð hvers og eins. 
  • Farðu reglulega í húðslípun. Húðslípun vinnur á efstu lögum húðarinnar og tekur m.a. burt dauðar húðfrumur, hreinsar yfirborð kirtla og minnkar áberandi svitaholur.