Ráðleggingar til þeirra sem þjást af bólum

Ráðleggingar til þeirra sem þjást af bólum

Prenta

Auk þess að nota þau lyf sem læknirinn hefur ávísað skaltu hafa eftirfarandi í huga ef þú þjáist af bólum:

  • Hægt er að hjálpa öllum sem þjást af bólum. Meðferðin getur þó tekið langan tíma.
  • Forðist mikinn raka, t.d. gufuböð, vinnu í heitu eldhúsi og rakt loftslag.
  • Neytið sykurskertrar, eggjahvítuefnaskertrar fæðu. Neytið ekki mikið af mjólkurvörum. Borðið mikið af ferskum ávöxtum og grænmeti.
  • Forðist fæðubótarefni.
  • Ef þú reykir, hættu þá að reykja. Reykingar torvelda tæmingu fitu úr fitukirtlunum og auka líkur á að þeir stíflist.
  • Ekki bera olíur eða feitar snyrtivörur á bólusvæðið. Reynið að nota eingöngu vörur sem eru sérstaklega gerðar fyrir bóluhúð.
  • Skrúbbmeðferð og maskar geta aukið á bólur.
  • Ekki klóra í húðina eða kreista bólurnar.
  • Sólskin sem berst í gegnum rúðugler getur hjálpað.


VEGNA COVID-19

Í ljósi samkomubanns og hertra aðgerða stjórnvalda komum við á Húðlæknastöðinni til með að loka öllum kosmetískum meðferðum, fylliefni og toxín, ásamt laser- og ljósameðferðum. Þegar við vitum hvenær það er óhætt að hefja aftur starfsemina hringjum við í þá sem áttu þegar bókaðan tíma og gefum nýja tíma.

Við viljum þó koma á framfæri að læknastarfsemin okkar heldur áfram þrátt fyrir að hún sé í breyttri mynd.

Við reynum að sjálfsögðu eftir fremsta megni að leysa vandamál í gegnum síma og/eða videosamtöl – en hægt er að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst á timabokun@hls.is til að fá nánari upplýsingar.

Að lokum viljum við ítreka að allir yfir 65 ára ættu að halda sig heima.


Starfsfólk Húðlæknastöðvarinnar
close-link