Ofsakláði – Urticaria – Fæða

Ofsakláði – Urticaria – Fæða

Prenta

Urticaria er algengur húðsjúkdómur sem getur komið fyrir á hvaða aldri sem er. Sjúkdómurinn orsakast af því að frumur í húð sem kallast mastfrumur fara að gefa frá sér ýmis efni td histamín sem valda kláða og bjúg í húð.
Urticaria hefur verið kallað “Ofsakláði” á íslensku.
Áætlað hefur verið að líkur á að fá urticariu einhvern tíma um æfina sé um 20%.

Hefðbundinni urticariu er oftast skipt í 2 meginflokka: Bráð urticaria þar sem ástandið varir skemur en 6 vikur og langvarandi urticaria þar sem ástandið varir lengur en 6 vikur.

Urticaria lýsir sér með blettum misstórum upphleyptum bjúgkenndum og roða í kring. Oftast fylgir þessu mikill kláði.
Einkennandi er að hver blettur er skemur en sólarhring að hverfa en nýir myndast stöðugt annars staðar á húð.

Yfirleitt er mjög erfitt að finna orsök urticaria.
3 meginorsakir eru taldar algengastar:

  • Sýkingar, bæði bakteríu og veirusýkingar
  • Lyf td bólgueyðandi lyf, sýklalyf og mörg fleiri
  • Fæða

Til eru afar sjaldgæfir meðfæddir sjúkdómar sem valda urticariu breytingum.
Stundum fylgir urticariu svokallað angiooedma sem er bjúgur í vörum og koki. Slíkt ástand getur verið merki um hættulegt og angiooedema getur verið lífshættulegt ef bjúgurinn þrengir að öndunarfærum.

Oftast lagast venjuleg urticaria af sjálfu sér.

Meðferð felst í að greina orsök ef hægt er.
Antihistamín slá á kláða og eru algengasta meðferðin.
Stundum þarf að gefa bólgueyðandi stera í töfluformi.
Til eru önnur sérhæfðari lyf við langvarandi urticariu sem eru gefin á sjúkrahúsum.

Ýmis afbrigði eru til af urticariu.
Dæmi er kuldaurticaria kemur fram á húð sem bólguhellur í kulda og roki.
Þrýstingsurticaria skemur fram við langvandi þrýsting á húð.
Urticaria getur líka komið fram hjá sumum við áreynslu og hita.
Húðskrift (Dermografism) sem kemur fram með klæjandi rákum á húð ef hún er strokin.
Snertiurticaria getur komið fram hjá sumum við að snerta grænmeti eða önnur matvæli eða við að komast í snertingu við sum krem. Hér að neðan má finna bækling um Urticaria.

Gagnlegar upplýsingar um ofsakláða (pdf-skrá)

Nánar á (enskur texti):