Frauðvörtur

Frauðvörtur

Prenta

Frauðvörtur eru litlar bólur (vörtur), oft glansandi. Inn í þeim situr hvítur massi. Frauðvörtur orsakast af veiru (Molluscum contagiosum virus = MCV). Vörturnar smitast milli barna (einstaka sinnum hjá fullorðnum) eftir snertingu við sýkta húð. Ef barn er smitað geta vörturnar haldið áfram að dreifa sér. Sum börn hafa lítil einkenni, önnur fá bakteríusýkingar, örmyndun eða eksem í húðina. Í flestum tilvikum er æskilegt að reyna að fjarlægja vörturnar sem fyrst.

Þekkt er að frauðvörturnar geta gert exem verra eða jafnvel kallað það fram.

Oftast ganga vörturnar til baka á 1-4 árum án meðferðar.

Ýmsar leiðir eru til meðferðar s.s. að skafa vörturnar, brenna m laser eða frysta. Þessar meðferðir henta þó illa yngstu börnunum nema í svæfingu. Ein besta leiðin til að eyða vörtunum með sem minnsta sársauka og fyrirhöfn er að pensla þær með vörtueyðandi efni.

Til að pensla vörturnar er notað efni sem heitir cantharidin. Efnið er bólgu og blöðrumyndandi og leiðir þannig til eyðingar vörtunar. Efnið veldur eingöngu bólgu í efstu lögum húðarinnar og getur því ekki valdið örum. Í fæstum tilvikum dugir ein meðhöndlun, óháð hvaða meðferð er beitt. Þetta er vegna þess að oftast er um fjölda smita að ræða í húðinni sem enn hafa ekki náð að mynda vörtur. Við hverja meðhöndlun er eingöngu hægt að meðhöndla sýnilegar vörtur. Algengast er að pensla þurfi 2-4 sinnum á 3-4 vikna fresti. Eftir að penslað hefur verið á vörturnar þarf að þvo efnið af (baða barnið). Venjulega er fyrst miðað við að hafa efnið á í 3-4 klst eða þar til vörturnar hafa bólgnað örlítið upp. Ef barnið kvartar um eymsli fyrr er rétt að baða barnið strax. Síðan er farið eftir því hvernig barnið þoldi efnið hvenær það er þvegið af næst þegar penslað er.

Meðgöngutími veirunnar getur verið margar vikur. Þannig að margar vikur geta liðið frá því að húð barnsins smitast og þar til vartan kemur í ljós. Þess vegna eru stundum fleiri vörtur á húð barnsins þegar það kemur í penslun í annað skipti. Bera skal sýkladrepandi krem á vörtustaði að kvöldi dags sem penslað og 3-4 daga á eftir. Ef mikill roði er áfram í vörtunum má halda áfram í nokkra daga til viðbótar.

Nánar á (enskur texti):