Keratosis pilaris

Keratosis pilaris

Prenta

Bólur á upphandleggjum
Keratosis pilaris (KP) er fyrirbæri þar sem hársekkirnir teppast af dauðum húð- og hárfrumum frá efstu lögum húðarinnar. Hársekkirnir roðna og bógna upp og þá myndast líkt og smábólur. Algengustu staðsetningar slíkra einkenna eru á upphandleggjum, lærum, rasskinnum, en KP getur einnig sést í andliti og baki. KP er algjörlega skaðlaus kvilli, en getur stundum pirrað fólk útlitslega.

Keratosis pilaris hjá unglingsstúlku

KP er erfðakvilli og getur borsit frá öðru eða báðum foreldrum. Einkennin eru algengust hjá unglingum og þeir sem hafa exem eða mjög þurra húð hafa yfirleitt meiri einkenni. KP stafar af offramleiðslu af húðfrumum sem framleiða hornefni (keratin). Keratin er mjög mikilvægt efni í húðinni.  Þessi kvilli er algengari hjá unglingum og batnar oft þegar komið er af unglingsárum. Einkenni eru oftast verri yfir vetrartímann. Einkennin felast í litlum þurrum bólum, gjarnan á upphandleggjum og lærum. Ef bólurnar eru fjarlægðar koma þær aftur. Ekki eru til nein sérstök próf til að greina sjúkdóminn, en oftast getur húðlæknirninn greint sjúkdóminn með skoðun einni saman. Í undantekningartilviku getur reynst nauðsynlegt að taka vefjasýni. Ekki er hægt aðlækna þennan sjúkdóm í orðsins fyllstu merkingu, en hægt er að draga úr einkennum. Hjálplegt er að nudda húðina með mjúkum bursta, t.d. í baði. Krem sem innihalda salicylsýru eða urea hjálpa til við að leysa upp tappana og sama gildir um ávaxatasýrukrem. Í slæmum tilvikum er einstaka sinnum gefið lyfið isotretinoin (Decutan) í töfluformi, en skylt lyf útvortis retínóíðar (Differín) er einnig mikið notað.

Nánar á (enskur texti):