Húðflúr fjarlægt með Pico laser – Myndband

Húðflúr fjarlægt með Pico laser – Myndband

Prenta

Pico laser er ný gerð af laser til að fjarlægja húðflúr. Hann er kemur frá virtu ítölsku laserfyrirtæki, Quanta systems.

Pico laserinn er sá öflugasti og áhrifamesti á markaðnum í dag til að fjarlægja tattolit úr húð.

Þennan öfluga laser má einnig nota til að meðhöndla aðrar húðbreytingar eins og góðkynja litarbreytingar, Cafe au-lait bletti og ör td eftir unglingabólur (acne), hrukkur, öldrun húðar og margt fleira og  margt fleira. Myndbandið hér á eftir sýnir hvernig meðferðin fer fram og veitir nánari upplýsingar um tækið og meðferðina.

Eldri lasertæki til að fjarlægja tatto eru kallaðir nano laserar. Þessir laserar hita upp tattoolitinn í leðurhúðinni og sprengja hann upp í litla bita. Þetta gerist á nano sekúndu sem er milljónasti hluti úr sekúndu. Þessir litabitar eru síðan fjarlægðir úr húðinni af hvítum blóðkornum (macrophögum).

Pico laserinn notar mjög stutta laserpúlsa sem dynja á tattoolitnum undir miklum þrýstingi á miklum hraða, picosekúndu sem er trilljónasti úr sekúndu, og brýtur litarefnið niður í mun smærri agnir.

Sjá mynd sem sýnir muninn á nano laser til vinstri og pico laser til hægri
Má líkja muninum á laserunum við að nano laserinn skilur eftir smá litarklumpa í húðinni en pico laserinn fíngerðari agnir eins og sand. Þetta aðveldar mikið fjarlægingu á litarefninu úr húðinni.

Þessi nýja lasertækni fer einnig betur með húðina. Meðferðin er sáraukaminni og það þarf færri meðferðarskipti en með eldri tækni.

Í Pico Discovery plus lasernum er einnig Q-Switch Ruby laser. Með þessum 2 laserum (í sama tækinu) má meðhöndla fleiri liti en áður t.d. svartan, bláan, rauðan og gulan.

Frábendingar gegn meðferð eru:
– Sýkingar eða sár
– Meðganga og brjóstagjöf
– Flogaveiki og krampar
– Þeir sem hafa tilhneigingu til keloid örmyndunar
– Þeir sem hafa medical implants

Minni tatto er hægt að meðhödla á 4-6 vikna fresti en stærri tatto á
6-8 vikna frest.

Mismunandi er hve margar meðferðir þarf. Það getur farið eftir litnum í tattoinu, hvernig tattoið var gert og hve djúpt liturinn nær niður í húðina.
Auðveldara er að meðhöndla bláan og svartan lit en gulur er erfiðastur.

Eftir meðferð er eðlilegt að húðin sé aum. Það getur myndast hreistur, skorpa eða grunnar blöðrur en það er merki um að meðferðin hafi verkað vel og að húðin sé að losa sig við litinn.

Það má ekki klóra eða nudda meðhöndlaða svæðið því þá grær það verr og meiri hætta á sýkingum. Ekki má nota meik eða aðrar snyrtivörur á meðhöndlaða svæðið fyrr en það hefur jafnað sig.

Þér verður ráðlagt um hvernig þú átt að umgangast meðhöndlaða svæðið eftir meðferð.

Húðlæknastöðin er rekin af húðlæknum sem hafa meira en 20 ára reynslu í lasermeðferðum.

Nánari upplýsingar má fá í síma 5204444, í gegnum tölvupóst: timabokun@hudlaeknastodin.is eða með að senda okkur skilaboð í gegnum Facebook


Verðskrá