Afhreistrun

Afhreistrun

Prenta

Afhreistrun er mikilvæg fyrir meðhöndlun Psoriasis. Hún er líka mikilvæg fyrir meðferð hreistrandi húðsjúkdóma í hársverði svo sem flösuexems og psoriasis. Meðferð hefur að jafnaði ekki nægileg áhrif sé hreistur ekki fjarlægt. Þetta gildir fyrir ljósameðferð, D-vítamín afleiður eins og Daivonex, kortisónkrem, tjöru og Dithranol (Micanol).

Líkami:

1. Farið í bað eða sturtu.

2. Farið í gufubað sé möguleiki á því.

3. Smyrjið útbrotin með Salicýlvaselíni 2%.

4. Látið sitja á í 2-4 klst. eða yfir nótt.

5. Þvoið líkamann með vatni og sápu.

6. Endurtakið eftir þörfum

Hársvörður:

1. Smyrjið í hársvörðinn ACP kremi eða mýkjandi kremi sem inniheldur annað hvort salicýlsýru eða carbamíd. Einnig má nota 2% salicýlsýru í spir. dil. eða þá salicýlolíu.

2. Látið sitja í hársverði í 2-4 klst. eða yfir nótt.

3. Sumum finnst gott að sofa með hettu á höfðinu eftir að kremið hefur verið borið í.

4. Setjið svo sjampó í þurrt hárið og nuddið allan hársvörðinn létt með sjampóinu.

5. Síðan er hárið þvegið með vatni.

6. Endirtakið eftir þörfumVEGNA COVID-19

Í ljósi samkomubanns og hertra aðgerða stjórnvalda komum við á Húðlæknastöðinni til með að loka öllum kosmetískum meðferðum, fylliefni og toxín, ásamt laser- og ljósameðferðum. Þegar við vitum hvenær það er óhætt að hefja aftur starfsemina hringjum við í þá sem áttu þegar bókaðan tíma og gefum nýja tíma.

Við viljum þó koma á framfæri að læknastarfsemin okkar heldur áfram þrátt fyrir að hún sé í breyttri mynd.

Við reynum að sjálfsögðu eftir fremsta megni að leysa vandamál í gegnum síma og/eða videosamtöl – en hægt er að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst á timabokun@hls.is til að fá nánari upplýsingar.

Að lokum viljum við ítreka að allir yfir 65 ára ættu að halda sig heima.


Starfsfólk Húðlæknastöðvarinnar
close-link