Barnaexem

Barnaexem

Prenta

Rúmlega fimmta hvert barn á Íslandi er með eða hefur einhvern tíma fengið barnaexem (stað- og tímabundið exem, atópískt exem). Langalgengast er að er barnaexem komi fram fyrir sjö ára aldur (90%) og reyndar kemur það yfirleitt fram fyrir fjögurra ára aldur. Sem betur fer virðast margir þó losna við það aftur á barnsaldri en daglegt líf barns með exem getur verið erfitt og því fylgja ýmsar áhyggjur.

ATOPISKIR VETRARFÆTUR

Atopiskir vetrarfætur er ekki óalgengur húðsjúkdómur og sést oftast hjá börnum 3-14 ára. Sjúkdómurinn byrjar oft sem roði og verkur í húðinni á iljunum við tábergið. Einnig er húðin undir stórutánum oft slæm. Húðin verður oft sprungin og glansandi.  Húðin er venjulega verst þar sem álagið kemur á fótinn en betri í holilinni. Oftast eru báðir fæturnir álíka slæmir.

Orsakir

Orsökin er óþekkt.  Sumir telja að með auknum gerviefnum í sokkum á síðustu árum hafi þessi sjúkdómur orðið algengari. Einnig gætu lokaðir skór sem anda lítið skipt máli. Fæturnir eru því í heitara og rakara umhverfi en áður fyrr sérstaklega hjá börnum sem ganga mikið í íþróttaskóm. Þetta umhverfi í skónum orsaki síðan áðurnefndar breytingar í húðinni.Aðrir hallast að því að sífelldur núningur á fótum til dæmis í sambandi við íþróttir eigi þátt í þessu. Engin algild skýring er þó til. Vitað er að mörg þessara barna hafa haft barnaexem (atopiskt eksem) eða það fyrirfinnst í fjölskyldunni.

Meðferð

Engin meðferð er til sem læknar sjúkdóminn. Allra flest börnin læknast af sjálfum sér með tímanum, en sjúkdómurinn getur haldið áfram fram á unglingsár. Sjúklingar ættu að ganga í 100% bómullarsokkum og leðurskóm eða sandölum. Ýmsar tegundir krema hafa verið reyndar, en engin ein tegund hjálpar öllum. Mýkjandi krem má reyna sérstaklega þau sem innihalda carbamid. Einnig geta krem sem fást í apótekum eins og PDS frá Neostrata, ACGV eða rakakrem eins og Repair reynst vel.

Tags: