5 ráð til að gera húðina glowy fyrir hátíðirnar

5 ráð til að gera húðina glowy fyrir hátíðirnar

Prenta

Nú fer að líða að jólum og flest viljum við hafa húðina fallega og ljómandi þegar hátíðarnar ganga í garð.

Þess vegna höfum við á Húðlæknastöðinni tekið saman nokkrar af okkar uppáhaldsvörum og meðferðum sem gefa húðinni fallegan ljóma. Athugið að vörurnar henta ekki öllum húðgerðum og því er mikilvægt að fá ráðleggingar hvað hentar hverjum og einum best.

Retexturing activator er æðislegt olíulaust serum sem fjarlægir dauðar húðfrumur (exfoliate) og veitir húðinni mikinn raka þannig að við fáum ljómandi og silkimjúka húð. Flestar húðgerðir geta notað þetta serum. Mælt er með að nota nokkra dropa kvölds og morgna, áður en þú berð á þig rakakrem og sólarvörn.

Glycolic 10 renew overnight er frábær vara sem inniheldur m.a. 10% glycolsýru. Kremið fjarlægir dauðar húðfrumur af yfirborði húðarinnar og húðin fær við þetta mikinn ljóma og frískleika. Mælt er með að nota kremið á kvöldin á hreina húð nokkrum sinnum í viku til að byrja með, síðan er hægt að vinna sig hægt og rólega upp í að nota kremið daglega. Kremið er upplagt að bera á sig kvöldið fyrir stóra viðburðinn og þú munt vakna með ljómandi og fallega húð!

C vítamín er öflugt andoxunarefni sem t.d. ver húðina gegn sindurefnum umhverfisins. C vítamín veitir húðinni einnig fallegan ljóma. Við mælum með CE Ferulic dropunum sem líka draga úr öldrunareinkennum húðarinnar. Dropana er best að bera á hreina húð á morgnana áður en þú setur á þig rakakrem og sólarvörn.

Til að húðin líti sem best út er mikilvægt að hún sé ekki þurr. Ef þú vilt fá aukarakaboost mælum við sérstaklega með HA intensifier dropunum. Þessir dropar innihalda m.a. hýlúrónsýru sem veitir húðinni mikinn raka. Húðin verður þéttari og áferðarfallegri, einnig dregur úr ásýnd á fínum línum og hrukkum.

Margar af húðmeðferðum okkar ganga meðal annars út á það að auka ljóma húðarinnar. Við mælum sérstaklega með ávaxtasýrumeðferðum (medical peel) og Aquagold meðferðinni okkar.

Mest af öllu mælum við þó með útiveru og fullt af kósístundum með fjölskyldunni.