Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...
BÓLUPAKKI 2

BÓLUPAKKI 2

11.317 kr.

Vörur til að nota með Decutan/Isotretinoin bólumeðferð.

Bólupakki 2 inni heldur eftirfarandi vörur:

La Roche-Posay Effaclar H Iso-Biome Soothing Cleansing Cream hreinsir

La Roche-Posay Effaclar H Iso-Biome Creme rakakrem

Eucerin Aquaphor SOS Lip Repair varasalva

Húð verður oft þurr og viðkvæm á meðan Decutan meðferð stendur. Því er mikilvægt að nota einungis mildar vörur sem erta ekki húðina. Hafðu alla húðumhirðu einfalda og notaðu eins fáar vörur og hægt er. 

Notaðu andlitshreinsinn á morgnana og/eða á kvöldin. Notaðu magn af hreinsi sem samsvarar stærð á bláberi. Nuddaðu hreinsinum varlega yfir andlitið og þrífðu síðan af með volgu vatni og þerraðu andlitið með þvottapoka. 

Eftir að þú hefur þvegið andlitið notar þú rakakremið. Þú notar það á morgnana og á kvöldin. Þú getur notað rakakremið oftar á daginn ef þér finnst þú þurfa þess. 

Varirnar verða oft mjög þurrar á Decutan meðferð og því er mikilvægt að nota varasalvann regululega yfir daginn.

Við mælum líka með að þú notir sólarvörn á hverjum degi ef þú ert í útivist og daglega þann hluta árs sem er bjart úti.