Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...
BÓLUPAKKI 1

BÓLUPAKKI 1

9.198 kr.

Vörur til að nota við bólukenndri húð.

Bólupakki 1 inniheldur eftirfarandi vörur:

La Roche-Posay Effaclar Cleansing gel

La Roche-Posay Effaclar Mattifying Mousturiser

Notaðu hreinsirinn á kvöldin á þá sem þú ert með bólur. Settu hreinsirinn í rakan lófann (gott að nota magn af hreinsi á stærð við eitt bláber). Nuddaðu lófunum saman þangað til það myndast froða, ef hreinsirinn er klístraður viðkomu bætiru smá meira vatni í lófana. Nuddaðu hreinsinum varlega á andlitið/bakið/bringuna í ca eina mínútu og skolaðu síðan hreinsinn af andlitinu. 

Eftir þetta skref getur þú síðan sett á þig bólukrem ef læknirinn þinn hefur ávísað því. Passaðu þá að húðin sé alveg þurr áður en þú setur á þig bólukremið. 

Gott er að bíða í 5-10 mínútur og leyfa bólukreminu að ganga vel inn í húðina. Eftir þetta getur þú sett á þig rakakremið, Effaclar Mattifying Moisturiser.

Á mornana er gott að endurtaka rútínuna, þ.e. þrífa andlitið með hreinsinum og bera á sig rakakrem. Eftir það er í lagi að nota farða (passa að hann sé olíulaus),

Ef þú hefur fengið uppáskrifað bólukrem notar þú það einungis á kvöldin (nema læknirinn þinn hafi ráðlagt annað). Þá er mikilvægt að nota einnig sólarvörn í andlitið daglega þá mánuði árs þar sem er birta yfir daginn og alltaf ef stunduð er útivist. 

Oft getur húðin versnað í byrjun bólumeðferðar og er það alveg eðlilegt. Þú ættir að byrja að sjá árangur meðferðarinnar eftir ca 4-6 vikur.