Skinpen
Skinpen er örnálameðferð sem eykur kollagenframleiðslu húðarinnar og bætir þar með fyllingu hennar. Örnálameðferð hefur dýpri virkni en húðslípun og flestar „peeling“-meðferðir
Hvenær á þessi meðferð við?
Skinpen meðferð er notuð við:
- Húð sem er farin að slappast og eldast
- Hrukkum og fínum línum
- Örum eftir bólur
- Stækkuðum svitaholum
- Upphleyptum örum
Hvernig fer meðferðin sjálf fram?
Á Skinpennanum er einnota nálahaus með 12 örnálum. Þær mynda um það bil 1.300 örsmá göng í húðina á sekúndu. Hægt er að stilla hversu djúpt nálarnar fara. Notast er við mismunandi stillingar eftir því hvað skal meðhöndla.
Áður en meðferð er hafin er hýalúrónsýrugel borið á húðina. Göngin sem myndast eftir nálarnar leiða gelið inn í húðina sem eykur á virkni þess. Mestur árangur næst þó vegna þess að meðferðin setur af stað gróandaferli í húðinni sem leiðir til kollagenframleiðslu. Aukin kollagenframleiðsla eykur fyllingu húðarinnar.
Grunnar meðferðir valda litlum óþægindum en ef til stendur að gera dýpri meðferðir er ráðlagt að borið sé á deyfikrem áður.

Hvað gerist eftir meðferðina?
Strax eftir meðferð er húðin rauð og bólgin. Oftast gengur þetta yfir á 1-2 dögum, en fyrir kemur að einhver roði og bólga geti varað í allt að viku. Forðast skal æfingar, sund og gufuböð í 1-2 sólarhringa á eftir. Hægt er að nota snyrtivörur daginn eftir meðferð.
Margir sjá árangur eftir fyrstu meðferð en kollagenframleiðsla tekur tíma og kemur endanlegur sjáanlegur árangur fram á nokkrum mánuðum. Til að ná mestum árangri er ráðlagt að meðhöndla 4-6 sinnum með um það bil 4 vikna millibili.