Retinól peel
NeoStrata ProSystem Retinol Peel er háþróað húðlækninga peel (Medical Peel).
NeoStrata ProSystem Retinol Peel (Medical Peel) inniheldur 3% retinól og “Retinol Boosting Complex” ásamt Bisabolol sem róar húðina þar sem retinólið getur verið mjög ertandi. Saman vinna þessu virku efni í lausninni að því að bæta áferð húðarinnar, minnka svitaholur, gefa ljóma og gljáa ásamt því að jafna húðlitinn. Retinólið hefur þessi frábæru áhrif á húðina þar sem það eykur hraða frumuskiptinga í húðinni (exfoliative), minnkar litabreytingar og örvar nýmyndun kollagens og elastíns í húðinni. Meðferðin getur því einnig mildað fínar línur og hrukkur með tíð og tíma, sérstaklega ef meðferðin er endurtekin reglulega.
Retinól Medical Peel flokkast sem grunnt (superficial) peel þar sem nær til ysta lags húðarinnar. Það hentar flestum húðtýpum og sérstaklega yngri aldurshópum sem þurfa ekki djúpa örvun á kollageninu en eru kannski enn með tilhneigingu til að fá bólur (acne). Hentar einnig vel með öðrum húðmeðferðum sem örva kollagenið, eins og t.d. húðþéttingarmeðferðinni (Ultraformer).
FYRIR MEÐFERÐ:
● RETINOL PEEL er húðmeðferð sem örvar frumur húðarinnar til að endurnýja sig. Þessi meðferð hentar þeim sem vilja bæta áferð húðarinnar og fyrirbyggja öldrun.
● Þessi meðferð hentar flestum húðgerðum, þá helst ekki viðkvæmri húð.
● Meðferðin gefur jafnari húðlit, minnkar svitaholur, áferð húðarinnar verður sléttara og ljóminn eykts. Fínar línur geta mildast.
● Inniheldur 3% retinól ásamt “retinol boosting complex” sem saman örva nýmyndun kollagens og elastíns í húðinni ásamt hyaluronic sýru sem bætir raka húðarinnar.
HVAÐ BER AÐ HAFA Í HUGA FYRIR MEÐFERÐINA?
● Ekki mæta með nýrakaða eða vaxaða húð.
● Afbókaðu tímann ef þú ert með virkan áblástur (frunsu) og bíddu þar til einkennin eru gengin yfir. Ef þú glímir við frunsur er mikilvægt að taka fyrirbyggjandi lyf fyrir meðferðina og svo 12 klst seinna.
● Hættu að nota retinól krem (Retinól, Differin, Tretinoin, Airol) 2 vikum fyrir meðferð því annars verður húðin of viðkvæm.
● Meðferðin hentar flestum húðgerðum nema mjög viðkvæmri og ertri húð, og ef virkir bólgusjúkdómar (eins og rósroði, perioral dermatitis, flösuexem og slæmar þrymlabólur (acne) í andliti) séu til staðar.
● Reykingar geta lengt tímann sem það tekur að jafna sig.
● Ekki er ráðlegt að meðhöndla húðina með öðrum meðferðum í amk 2 vikur eftir. Á það við t.d. háreyðingu, Dermapen örnálarmeðferð, aðrar lasermeðferðir osrfv.
● Forðast skal líkamsrækt og gufuböð á meðferðardaginn.
● Mögulegar aukaverkanir geta verið roði, kláði, sviði, stífleiki og minniháttar bólga í nokkra daga. Meðferðin getur valdið versnun á þrymlabólum (acne) þar sem húðin er að hreinsast (purging). Þar sem þetta er mjög virk meðferð getur hún einnig valdið versnun á frunsum og því mikilvægt að taka inn fyrirbyggjandi lyf ef saga um frunsur. Dökkir litaflekkir í húðinni geta dökknað tímabundið og lýsast þeir upp á nokkrum dögum. Eru þá að mildast með meðferðinni.
● Þessi meðferð er ekki ráðlögð á meðgöngu né við brjóstagjöf.
EFTIR MEÐFERÐ:
● Þegar þú ferð heim þá er Retinól Medical Peelið enn á húðinni og látið vera í 3-8 klukkustundir eftir húðgerð. MIKILVÆGT að þvo andlitið að þeim tíma loknum (8 klst fyrir venjulega meðferð – 3+ klst fyrir vægari meðferð). Ef viðkomandi finnur fyrir óþægindum þá er lausnin þvegin af fyrr. Bera skal rakakrem og serum strax eftir að lausnin er þvegin af.
● Forðast skal sólarljós á meðan Retinol peelið er á andlitinu (mjög mikilvægt) og svo almennt dagana á eftir. Nota sólarvörn með háum sólarvarnarstuðli (SPF30-50) alla daga.
● Við mælum svo með góðum rakakremum heima fyrir í 1-3 vikur, t.d með Skin Ceuticals Phyto Corrective serum eða HA intensifier serum, góðu rakakremi (t.d. Daily Moisturizer, Emollience eða B5 Rakadropa) ásamt sólarvörn með SPF 50.
● Væg húðflögnun hefst á 2-3 degi, og stendur í 3-7 daga eftir meðferð.
● BANNAÐ að kroppa, klóra eða fikta í húðinni. Eykur hættuna á örum.
● EKKI nota maska eða virkar húðvörur viku eftir meðferð (t.d. AHA sýrur og retinól krem).
● Ákjósanlegt meðferðarplan eru 4-6 meðferðir á 6-8 vikna fresti til að ná hámarksvirkni.
● Ef húðin er viðkvæm er mælt með 10-12 vikum á milli meðferða.
● Hægt er að nota Retinol Medical Peel meðferð með öðrum meðferðum, eykur þá gjarnan árangur annarra meðferða eins og t.d. húðþéttingarmeðferð (Ultaformer).
● Vægur roði er í húðinni eftir meðhöndlunina sem jafnar sig vanalega fljótt. Mikilvægt er að bera á sig góðan raka á húðina til að róa hana og jafnvel nota Mildison (hydrocortison) sterakrem í 2-3 daga sem fæst án lyfseðils í apótekum.
● Ef þú finnur fyrir mikilli bólgu eða roða í húðinni sem gefur sig ekki eftir 12-24 klst, viljum við heyra í þér í síma 520-4407 eða senda okkur póst á laser@hls.is. Þá þarf líklega að bera sterkara sterakrem á húðina í einhverja daga.
HVERJAR ERU MÖGULEGAR AUKAVERKANIR?
Ef miklar aukaverkanir koma fram, eins og mikill roði eða bólga þarf húðlæknir að meta húðina. Hafðu samband við okkur gegnum tölvupóst á timabokun@hls.is eða laser@hls.is eða hringdu í okkur í síma 520-4407 fyrir frekari upplýsingar.