Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

HydraFacial

Það má segja að HydraFacial sé hin fullkomna alhliða andlitsmeðferð. Þessi margverðlaunaða og háþróaða meðferð hefur vaxið í vinsældum um allan heim síðastliðin ár.

Image 243

Hvað er HydraFacial?

Meðferðin er margþætt, þ.e. felur í sér margar meðferðir í einni og er örugg fyrir einstaklinga á öllum aldri, óháð húðgerð og húðlit.   Meðferðin tekur einungis 30 til 45 mínútur og þú sérð strax sjáanlegan mun.  HydraFacial nýtir einkaleyfi á einstakri hringiðu tækni (e. vortex fusion) til að hreinsa húðina, fjarlægja dauðar húðfrumur og ná óhreinindum upp úr svitaholum. Auk þess hefur HydraFacial tæknin einstaka eiginleika að koma efnum inn í húðina á sem áhrifamestan hátt en valin eru serum sem henta húð hvers og eins. HydraFacial meðferðin hefst á því að bera mildar sýrur á húðina, því næst eru sett róandi og rakagefandi efni sem hægja á og fyrirbyggja öldrun húðar. Þessi efni eru til dæmis andoxunarefni, hýalúronik sýra og virk peptíð. 

 

● Djúphreinsar 

● Losar um dauðar húðfrumur 

● Jafnar litabletti 

● Sótthreinsar 

● Róar 

● Gefur ljóma 

● Eflir kollagen og elastin nýmyndun 

● Eykur teygjanleika 

● Dregur úr öldrun og umhverfisáhrifum 

● Gefur raka 



Hægt er að velja á milli tveggja meðferða

HYDRAFACIAL SIGNATURE MEÐFERР

5 þrepa meðferð: 
1. Hreinsun og djúphreinsun með hreinsi sem inniheldur AHA ávaxtasýrur sem djúphreinsa húðina og opna húðina vel fyrir næsta skref. 
2. Glysal prep – Glycolic (AHA sýra) og salisylic (BHA) sýra borið á allt andlit með tækinu, sem djúphreinsar enn frekar og losar um dauðar húðfrumur (sbr.húðslípun) 
3. Beta-HD lausn sem inniheldur salisylic sýru sem losar um óhreinindi og húðfitu, ásamt góðum raka er síðan borinn á með tækinu sem sogar upp á sama tíma óhreinindi, stíflur og fílapensla, meðal annars á T svæði. 
4. Ef mikil óhreinindi og roði á meðferðarsvæðinu þá er meðferð með bláum LED ljósum bætt við og haldið yfir húðinni til að róa húðina og hraða bata. 
5. Anti-Ox lausn sem inniheldur góða blöndu af peptíðum, hyalúronik sýru, C-vítamíni og öðrum andoxandi og rakagefandi efnum er síðan þrýst niður i húðina, til að rakagefa, stinna, auka teygjanleika og draga úr öldrunar og umhverfisáhrifum. 

 

HYDRAFACIAL DELUXE MEÐFERР

6 þrepa meðferð: 
1. Hreinsun og djúphreinsun með hreinsi sem inniheldur AHA ávaxtasýrur sem djúphreinsa húðina og opna húðina vel fyrir næsta skref. 
2. Glysal prep – Glycolic (AHA sýra) og salisylic (BHA) sýra borið á allt andlit með tækinu, sem djúphreinsar enn frekar og losar um dauðar húðfrumur (sbr.húðslípun) 
3. Beta-HD lausn sem inniheldur salisylic sýru sem losar um óhreinindi og húðfitu, ásamt góðum raka er síðan borinn á með tækinu sem sogar upp á sama tíma óhreinindi, stíflur og fílapensla, meðal annars á T svæði. 
4. Booster – metið eftir þörfum hvers og eins. (anti-aging – vinnur á línum/hrukkum og litablettum ásamt því að gefa ljóma.) 
Rakabooster er borinn á með tækinu og þrýst ofan í línur eða litabletti. 
5. Rauð og/eða blá LED ljós látin svífa rétt yfir andlitið í 4 mín til að auka á áhrif meðferðarinnar, auka endurbata og róa. 
6. Anti-Ox lausn sem inniheldur góða blöndu af peptíðum, hyalúronik sýru, C-vítamíni og öðrum andoxandi og rakagefandi efnum er síðan þrýst niður i húðina, til að rakagefa, stinna, auka teygjanleika og draga úr öldrunar og umhverfisáhrifum. 

Er HydraFacial meðferðin örugg?

Þessi meðferð er örugg og hentar öllum húðtegundum, líka viðkvæmri húð. Ef þú hefur einhverjar spurningar þá er hægt að fá álit starfsmanna Húðlæknastöðvarinnar. 

Algengar spurningar

Er ég lengi að jafna mig eftir meðferðina? 

Langflestir eru fljótir að jafna sig og þú getur gert það sem þú ert vön/vanur að gera strax eftir HydraFacial. Einstaka sinnum upplifir fólk vægan roða í andlitinu en það jafnar sig yfirleitt fljótt. Við mælum með að þú berir á þig sólarvörn til að vernda húðina gegn UV geislum. 

 

ER MÆLT MEÐ AÐ BLANDA ÖÐRUM MEÐFERÐUM MEÐ HYDRAFACIAL MEÐFERÐINNI? 

Það fer eftir því hvaða meðferðum þú hefur áhuga á en að sjálfsögðu! Spjallaðu við starfsmenn Húðlæknastöðvarinnar en þar eru þrautreyndir læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og snyrtifræðingar sem geta hjálpað þér að velja meðferðir sem henta þér og húðinni þinni. 

 

VIÐ HVERJU ER AÐ BÚAST EFTIR MEÐFERÐINA? 

Flestir sjá mun strax eftir meðferðina. Húðin verður tandurhrein, sléttari og fær meiri ljóma. Við mælum með meðferð mánaðarlega til að fá sem bestu og varanlegustu útkomuna. 

● Djúphreinsar 

● Losar um dauðar húðfrumur 

● Jafnar litabletti 

● Sótthreinsar 

● Róar 

● Gefur ljóma 

● Eflir kollagen og elastin nýmyndun 

● Eykur teygjanleika 

● Dregur úr öldrun og umhverfisáhrifum 

● Gefur raka 

 

Prentvæn útgáfa