3xGF Recovery Eye Serum
14.990 kr.
3xGF Recovery Eye Serum er sérþróað til notkunar eftir húðmeðferðir og lýtaaðgerðir á augnsvæðinu. Þetta byltingarkennda augnserum hjálpar til við að lina bólgur, minnka roða og ertingu í húð í kjölfar meðferða og aðgerða. Einstaklega virk og græðandi formúlan hjálpar til við að róa húðina í kringum augun, byggja hana upp að nýju og að stytta bataferlið eftir meðferðir sem töluverð óþægindi geta fylgt.
3xGF Recovery Eye Serum má nota eftir að bataferli lýkur, en serumið vinnur á baugum, þrota, litabreytingum og öldrunarmerkjum á borð við hrukkur og fínar línur – og getur þannig viðhaldið árangri af meðferðum í lengri tíma.
Serumið inniheldur þrjá vaxtarþætti, EGF, KGF og IL-1a, sem framleiddir eru í byggi með aðferðum plöntulíftækni. Þessir öflugu og virku vaxtarþættir hjálpa til við að styrkja varnarhlutverk húðarinnar, örva endurnýjun hennar og náttúrulega framleiðslu á kollageni og elastíni. Serumið skilur því við húðina á augnsvæðinu sjáanlega stinna og endurnærða.