Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

TCA cross örameðferð

Öflug meðferð gegn djúpum örum, t.d. ísnálarörum eftir þrymlabólur (acne).

Istock 1142670146

TCA cross er öflug meðferð gegn djúpum örum, t.d. ísnálarörum eftir þrymlabólur (acne). Getur einnig virkað á ör eftir eyrnalokka og mjög áberandi og opnar svitaholur. Getur lesið meira um örameðferð hér. Árangur er misjafn eftir einstaklingum ekki hægt að sjá fyrir hvernig hann verður en sá árangur sem næst er endanlegur, þ.e.a.s. örið kemur ekki til baka og þarf ekki að halda við með endurteknum meðferðum.

Hvað er TCA cross?

TCA cross (Chemical reconstruction of skin scars) er mjög sérhæfð örameðferð sem hefur verið framkvæmd í mörg ár af húðlæknum um allan heim með góðum árangri. Hentar þessi meðferð mjög vel þegar það eru litlar holur eða göt í húðinni, eins og t.d. eftir eyrnalokka eða ísnálarör eftir þrymlabólur, þar sem aðrar meðferðir eiga erfitt með að ná til. Árangurinn sem næst við meðferðina er varanlegur. Þessi meðferð hentar mjög vel með öðrum örameðferðum, t.d. picolasernum.

Hvernig virkar TCA cross örameðferð?

Við meðferðina er notuð mjög sterk TCA sýra og því mikilvægt að þessi meðferð sé framkvæmd af vel þjálfuðum aðila. Sýran er yfirleitt 80-90% í styrkleika. Hún er svo pensluð varlega í örin þar til húðin í kring hvítnar. Sýran brýtur niður örvefinn og örvar einnig aðliggjandi bandvefsfrumur til að mynda nýtt kollagen. Við þetta byggist upp nýr vefur í örinu og örið grær aftur saman þannig að það hverfur. Meðferðin er endurtekin á 4-6 vikna fresti í 1-3 skipti eða eftir þörfum.

Þegar að örið hefur jafnað sig og er orðið gróið en enn grynnri ör til staðar í húðinni, þá er hægt að setja inn aðrar örameðferðir eins og picolaserinn. Við setjum upp meðferðarplan sem hentar þér.

TCA cross getur virkað vel gegn örum eftir þrymlabólur:

● Boxcar örum.
● Rolling örum.
● Ísnálar (ice-pick) örum.




Hvernig fer meðferðin fram?

Örin eru pensluð með litlum trépinna þar til húðin hvítnar (“frosting”) í kringum örið. Gætir fundið fyrir brunatilfinningu eða sviða í húðinni. Hvíti liturinn í örinu og kringum örið hverfur eftir 10-20 mínútur. Meðferðin sjálf tekur nokkrar mínútur og það er hægt að meðhöndla fleiri ör í einu. Svo er endurmat eftir 4-6 vikur og þá metið hvort þarf að endurtaka meðferðina.

Hvernig lítur húðin út strax eftir meðferðina?

Eftir meðferðina er húðin hvít kringum örið og í örinu og jafnvel rauð og bólgin húðin þar um kring á svæðinu. Sárskorpa myndast eftir 1-2 daga sem er yfirleitt hægt að fela með farða. Sárskorpan losnar eftir 4-8 daga og þá er mikilvægt að kroppa hana ekki af til að hætta á að ör myndist. Örið getur virst stærra fyrstu dagana eftir meðferðina þar sem það kemur bólga í húðina og jafnvel smá sár. Mikilvægt er að klóra ekki eða krippa í húðina eða sárið vegna sýkingarhættu. Húðin getur verið svolítið bólgin, rauð og aum í nokkra daga en orðin alveg gróin eftir 4 vikur.

Hvernig er húðumhirðan eftir meðferðina?

Þvo húðina með mildum hreinsi kvölds og morgna. Smyrja Fucidin smyrsli yfir sárin x2 á dag sem þú færð á lyfseðili frá meðhöndlandi lækni. Endurtaka þar til sárskorpan hefur losnað.

Hvað þarf yfirleitt margar meðferðir?

Yfirleitt þarf a.m.k. tvær meðferðir. Árangurinn er mjög misjafn eftir einstaklingum en ef örið er kringlótt og djúpt þá þarf yfirleitt 2-3 meðferðir á 4-6 vikna fresti. Eftir það er hægt að bæta enn árangurinn með öðrum meðferðum, eins og t.d. picolasernum, en það er þá metið í hverju tilfelli fyrir sig. Mikilvægt er að hafa í huga að við getum bætt útlit öra 70-90% en sjaldnast 100%.

Eru einhverjar aukaverkanir?

Ekki mikil hætta á aukaverkunum ef meðhöndlunin er framkvæmd á réttan hátt. Gæti verið hætt á sýkingum í húð ef koma mikil sár. Ef einkenni um sýkingu í húðinni (roði, hiti og bólga) þá hafa samband við meðhöndlandi lækni. Ef næst ekki í hann, sækja á viðeigandi heimilislæknavakt hverju sinni.

Einnig getur verið áhætta á litabreytingum í örið eftir meðhöndlunina, sérstaklega ef farið óvarlega í sól. Mikilvægt að nota sólarvörn og forðast sólina á meðan meðhöndlun stendur.

Nýmyndun kollagens tekur langan tíma, marga mánuði, sem er mikilvægt að hafa í huga varðandi árangurinn. Hann kemur hægt og þétt fram á nokkrum mánuðum.

Prentvæn útgáfa