Ávaxtasýrumeðferð gegn litabreytingum
SkinCeuticals Pigment Balancing Peel. Þessar ávaxtasýrur vinna á efsta húðlaginu og einblína á litabreytingar/sólarbletti í húð. Þær þétta húðina, jafna húðlit og auka ljóma ásamt því að vinna á fínum línum og hrukkum, opinni húð, bólum og fílapenslum.
Fyrir meðferð:
- Þessi meðferð hentar flestum húðgerðum og sérstaklega sólskaðaðri húð
- Ekki er meðhöndlað þungaðar konur
- Hentar ekki mjög viðkvæmri né ertri húð
- Árangurinn er jafnari húðlitur, aukinn ljómi og sléttara yfirbragð. Minna áberandi svitaholur, jafnari fituframleiðsla, aukinn raki og hreinni húð
- Ein meðferð örvar starfsemi húðarinnar en bestur árangur næst með 4-6 skiptum eftir því hver húðgerðin er, á 2.-4. vikna fresti.
- Ef þú notar Retinol skaltu hætta notkun 7-10 dögum áður
- Ekki mæta með nýrakaða eða vaxaða húð
- Afbókaðu tímann ef þú ert með frunsu
Eftir meðferð:
- Eftir meðferð getur verið roði í húðinni í nokkra daga og sólarblettir/litabreytingar verða dekkri til að byrja með. Pirringur og þurrkur getur gert vart við sig og einnig getur húðin byrjað að flagna. Í sumum tilfellum getur orðið bólga. Þessi einkenni minnka yfirleitt eftir því sem meðferðarskiptum fjölgar.
- Ekki er ráðlagt að nota farða í amk sólarhring eftir meðferð vegna þess hve húðin er opin, ert og viðkvæm.
- Ekki vera í sól eða fara í ljósabekki 2-4 vikur eftir meðferð þar sem húðin er ljósnæmari á meðan meðferð stendur.
- Gott er að gefa húðinni góðan raka dagana eftir meðferðina og mælum við með að nota daglega SkinCeuticals Phloretin C-vitamin serum og Discoloration serum til að hámarka árangur. Einnig fæst góður raki með B5 serum og/eða Phyto Corrective serum eða mask. Þetta fæst í vefverslun hjá okkur.
- Ef mikil bólga, blöðrur eða sýkingamerki þá skaltu hringja í síma 520-4407/520-4412/520-4419 virka daga á milli 8-16 eða senda okkur póst á hudmedferdir@hls.is