Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

Æðalaser

Lasermeðferðin byggir á að eyða æðaslitum og skemmdum æðum úr húðinni.

Istock 1152013599

Hvenær á þessi meðferð við?

Æðalaser hefur fyrst og fremst áhrif á grunnar æðar, roða og brúna bletti í húðinni og hentar því vel til meðhöndlunar rósroða, almenns roða í andliti, háræðaslita og sólarbletta. Sólarblettir eru ljósbrúnir blettir sem koma vegna mikillar útsetningar fyrir sólinni. Áður en slíkir blettir eru meðhöndlaðir með laser er mikilvægt að fá staðfesta greiningu hjá húðlækni.

Meðferðin hentar meðal annars vel fyrir þá sem eru með rósroða. Rósroði er langvinnur bólgusjúkdómur í húð sem einkennist meðal annars af roða og háræðaslitum á nefi, kinnum og enni. Orsakir rósroða eru ekki að fullu þekktar en rannsóknir hafa sýnt að æðaþátturinn er mikilvægur í meingerð sjúkdómsins. Með tilkomu lasertækninnar hafa opnast möguleikar á því að hafa áhrif á þann þátt.



Hvernig fer meðferðin fram?

Meðferðarhausinn er lagður á húðsvæðið sem á að meðhöndla og laserskoti hleypt af. Bæði sést ljósglampi og svo heyrist hljóðmerki. Algengt er að finna fyrir skammvinnri hitatilfinningu þegar skotið ríður af.

Tækið sendir geisla af ákveðinni bylgjulengd inn í húðina. Orka geislans losnar í grunnu og óeðlilegu æðunum og laskar þær svo þær dofna og hverfa á 2-3 vikum.

Hvað gerist eftir meðferðina?

Strax eftir meðferðina má búast við einkennum sem svipa til vægs sólbruna. Einstaka sinnum fylgir vægur bjúgur. Þessi einkenni ganga fljótt yfir og eru venjulega horfin á 2-4 klst. Hægt er að bera kalt Aloe Vera gel á húðina ef þörf er á. Ef sólarblettir eru til meðhöndlunar skal hafa í huga að blettirnir dökkna fyrst eftir meðferðina en byrja að dofna eftir 1-2 vikur. Gera má ráð fyrir að roðinn byrji að minnka viku eftir meðferðina og fer svo batnandi næstu 2 vikurnar. Í flestum tilfellum þarf að meðhöndla svæði í nokkur skipti svo árangur náist.

Prentvæn útgáfa

Æðalaser

Andlit
28.900 kr.
3 meðferðir með 15% afsl
73.695 kr.
Andlit + háls
37.900 kr.
3 meðferðir með 15% afsl
96.645 kr.
Háls
24.900 kr.
3 meðferðir með 15% afsl
63.495 kr.
Bringa
29.900 kr.
3 meðferðir með 15% afsl
76.245 kr.
Bringa + andlit
43.900 kr.
3 meðferðir með 15% afsl
111.945 kr.
Fótleggir
28.900 kr.
3 meðferðir með 15% afsl
73.695 kr.
Fótleggir (útbreitt)
37.900 kr.
3 meðferðir með 15% afsl
96.645 kr.
Aðrar minnih. breytingar t.d. spider
18.900 kr.
3 meðferðir með 15% afsl
48.195 kr.