Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

Kynfæraáblástur (herpes)

Herpes genitalis er fræðilegt heiti á sýkingu sem á íslensku nefnist kynfæraáblástur. Þessi sýking er veirusýking, nánar tiltekið af völdum herpes simplex veirunnar, og flokkast sem kynsjúkdómur.

Sýkingin er algeng bæði hérlendis og erlendis. Orðið herpes eitt og sér er oft þýtt sem frunsa. Orðið frunsa er stundum ranglega notað þegar um bakteríusýkingu í húð er að ræða sem réttilega heitir kossageit á íslensku. Veirur eru ólíkar bakteríum um margt, bæði eru þær talsvert minni og líka mun einfaldari að allri gerð. Þær eru einskonar sníkjudýr í frumum manna og dýra. Tilvist veira byggist alfarið á því að þær nái að taka sér
bólfestu í lifandi frumum og nýta sér efnaskipti þeirra til að fjölga sér. Það má því segja að veirur séu á mörkum þess að geta talist til lífvera.
Meginbyggingarefni veira eru kjarnsýrur og í þeim er erfðaefnið, en hið ytra umlykur prótínskurn eða hylki. Veirur skiptast í tvo flokka, annar
flokkurinn hefur kjarnsýrur af svokallaðri DNA-gerð en hinn hefur RNA-gerð kjarnsýra.

Prentvæn útgáfa

Hafðu samband

Hafir þú einkenni eða þjáist af þeim sjúkdómum sem fjallað er um hér er hægt að bóka tíma hjá lækni.

Tímapantanir

9:00–12:00 og 13:00–15:30

Skiptiborð

520 4444