Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

Blettaskalli

Blettaskalli eða alopecia areata er sjálfsónæmissjúkdómur sem orsakast af því að ónæmiskerfið ræðst á hársekki og veldur þar af leiðandi því að hárið dettur af.

Istock 653778784

Geta allir fengið blettaskalla?

Sjúkdómurinn getur komið fram á öllum aldri, óháð kyni og kynþætti en er algengastur milli tvítugs og fertugs. Líkurnar á því að fá blettaskalla einhvern tímann á lífsleiðinni eru um 2% en sumir eru í aukinni áhættu að fá sjúkdóminn. Áhættuþættirnir eru fyrst og fremst fjölskyldusaga um blettaskalla og saga um aðra sjálfsónæmissjúkdóma.  

Hver eru einkenni blettaskalla?

Einkennin geta verið nokkuð mismunandi. Algengast er að fá einn eða fáa litla vel afmarkaða hringlaga skallabletti í hársverðinn og oftast byrjar þetta nokkuð skyndilega. Þessu fylgir engin kláði eða óþægindi og hárlausa húðin er að öðru leyti alveg eðlileg. Blettaskalli er algengastur í hársverði en getur þó birst hvar sem er á líkamanum, t.d. á skeggsvæði, augabrúnum og augnhárum. Sjaldgæft er að missa allt hárið á höfðinu (alopecia totalis) en það gerist hjá um 5% einstaklinga með blettaskalla og enn sjaldgæfara er að missa öll líkamshár (alopecia universalis). Stundum fylgja naglbreytingar blettaskalla og þá sjást oftast þverlínur á nöglum eða dældir.

Hvernig myndast blettaskalli?

Meingerð sjúkdómsins er ekki að fullu þekkt. Til þess að fá blettaskalla þarf að erfa ákveðin sjálfsónæmisgen, en það er samt ekki nægilegt til að sjúkdómurinn komi fram. Yfirleitt er eitthvað ytra áreiti sem kemur sjúkdómsmyndinni af stað, en algengast er streita og sýkingar. Einnig geta lyf, hormónabreytingar og bólusetningar haft áhrif hjá sumum einstaklingum.

Getur hárið vaxið aftur?

Þegar um er að ræða einn stakan skallablett eða örfáa litla bletti eru horfurnar á að hárið vaxi tilbaka nokkuð góðar, en það getur hins vegar tekið marga mánuði. Ekki er óalgengt að hárin eru ljós eða hvít þegar þau byrja að vaxa aftur. Ferlið getur samt endurtekið sig og skallablettir geta verið að koma og fara á víxl. Horfurnar eru því miður verri ef allt hárið er farið af höfðinu eða öllum líkamanum. Einnig eru verri horfur því yngri sem sjúklingurinn er og ef hárleysið hefur verið til staðar lengur en ár.

 

Hvaða meðferðir eru til við blettaskalla?

Blettaskalli er erfiður í meðferð og því miður ekki til nein kraftaverkalausn eða meðferð sem hentar öllum. Það fer eftir útbreiðslu sjúkdómsins hvað meðferð er reynd hverju sinni. 

Þær meðferðir sem oftast eru reyndar eru sterkar steralausnir, að sprauta sterum í skallablettina, Regain forte lausn sem er hárhvetjandi og Protopic krem. Nýlega kom á markað ónæmisbælandi töflumeðferð gegn víðtækum blettaskalla, en til þess að geta fengið þessa meðferð, þarf meira en 50% af hárinu að vera farið. Þessi meðferð heitir Olumiant og er af flokki Janus kinase (JAK) hemla.

Einstaklingar með blettaskalla eru í aukinni áhættu á fá vissa sjálfsofnæmissjúkdóma og þá sérstaklega skjaldkirtilssjúkdóma. Þess vegna er mikilvægt að láta fylgjast með skjaldkirtlinum ef blettaskalli greinist en það er gert með einfaldri blóðprufu hjá heimilislækni.

Þessi texti er fenginn af www.hudvaktin.is

Prentvæn útgáfa

Hafðu samband

Hafir þú einkenni eða þjáist af þeim sjúkdómum sem fjallað er um hér er hægt að bóka tíma hjá lækni.

Tímapantanir

9:00–12:00 og 13:00–15:30

Skiptiborð

520 4444