Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

Flösuvörtur (Ellivörtur)

Þessar góðkynja húðbreytingar eru mjög algengar Orsakir þeirra er óþekktar og þar sem um algengar góðkynja breytingar er um að ræða eru þær lítið rannsakaðar. Nafnið ellivörtur er rangnefni.

Ekki ósjaldan má finna svona breytingar hjá fólki á þrítugsaldri. Þær verða algengari eftir því sem fólk eldist. Þessar breytingar hafa einnig verið kallaðar flösuvörtur þó þær eigi ekkert skylt við flösu. Þær eru oft brúnleitar og stundum margir sentimetrar í þvermál.Yfirborð þeirra hreistrar oft. Illkynja breytingar verða að öllu jöfnu ekki í þeim. Auðvelt er að skafa þær burtu en ekki er nauðsynlegt að fjarlægja þær.

Notkun sólvarnarefna hefur aukist mikið í heiminum síðastliðin ár. Þetta má þakka öflugum áróðri víða um heim sem er aftur tilkominn vegna aukningar á sortuæxlum. Sólvarnarefnin sem mest eru notuð eru litlaus efni sem sjást ekki á húðinni. Þau verja aðallega gegn styttri bylgjulengd útfjólubláa ljóssins sem er kölluð UV-B en sum verja einnig lengri bylgjulengdinni sem er kölluð UV-A. Rannsóknir hafa sýnt að þessi efni gera mikið gagn við verndun húðarinnar gegn útfjólubláu geislunum. Til dæmis hefur verið sýnt fram á mikla minnkun á myndun forstigsbreytinga flöguþekjukrabbameins í andliti þeirra sem nota sólvörn miðað þá sem ekki gera það.


Sólvarnarkrem þarf að bera á sig nokkrum sinnum á dag sé fólk mikið í sólinni. Þetta er þó mismunandi eftir tegundum. Sumar tegundir eru ætlaðar til notkunar í vatni eða sjó og bindast húðinni lengi. Húðlæknar alls staðar í heiminum mæla með notkun sólvarnar til að fyrirbyggja myndun húðkrabbameina. Nýlega birtist í vísindatímariti grein eftir svissneska vísindamenn. Þeir könnuðu hvort sólvarnarefni hefðu lík áhrif á líkamann og kvenhormónið östrógen. Í greininni kom fram að sólvarnarefni væru flest fituleysanleg og hefðu því tilhneygingu til að safnast fyrir í náttúrunni. Þeir rannsökuðu 6 mismunandi efnafræðilega óskyld sólvarnarefni. Frumur sem fjölga sér í návist östrógens voru ræktaðar í æti sem innihélt mismunandi gerðir sólvarnar. Fimm af 6 tegundum sólvarnar reyndist valda östrógen líkum áhrifum á frumurnar. Talsvert hærri styrk sólvarnarefna en östrógens þurfti til að ná hámarksáhrifum á frumurnar. Einnig voru rottur látnar éta fæðu sem innihélt sólvörn. Rotturnar voru síðan drepnar og leg þeirra mælt. Niðurstaðan var sú að 3 af 5 sólvarnarefnunum ollu stækkun á legi rottanna. Í einum hluta rannsóknarinnar var rottum dýft í ólívuolíu sem innihélt háan styrk sólvarnar 2svar á dag í 6 daga. Þar að auki var bak þeirra smurt með blöndunni 4 sinnum á dag. Leg þessara rotta stækkuðu marktækt miðað við rottur sem dýft var í hreina ólívuolíu.


Niðurstaða þessarar rannsóknar sýnir að sum sólvarnarefni virðast hafa östrógen líka verkun. Hér er um dýratilraun að ræða þar sem efnin voru prófuð í háum styrk og ekki er hægt að fullyrða út frá þessari rannsókn að eðlileg notkun sólvarnarkrema valdi östrógenlíkum áhrifum hjá mönnum. Fleiri tilbúin efni hafa sömu áhrif eins og til dæmis sum algeng efni í plasti. Ekki eru þekkt dæmi um að nokkur maður hafi hlotið mein af völdum östrógen áhrifa sólvarnarkrema. Nokkuð öruggt er að nýjar rannsóknir munu vera gerðar á mögulegum östrógen áhrifum sólvarnarkrema á menn. Þó hættan á því virðist mjög lítil af ofangreindri rannsókn að dæma að er ekki ólíklegt að samsetning sólvarnarkrema muni eitthvað breytast í framtíðinni.

Sortuæxli eru lífshættuleg húðkrabbamein. Þau verða algengari með hverju árinu sem líður. Mikilvægt er að allir viti um skaðleg áhrif útfjólublárra geisla á húðina. Einn þáttur í að verja sig fyrir sólarljósi er að nota sólvarnarkrem. Þó að rannsóknir bendi til sólvarnarefnin hafi östrógenvirkni er fremur ólíklegt að þau hafi heilsuspillandi áhrif á fólk séu þau notuð á eðlilegan hátt.

Prentvæn útgáfa

Hafðu samband

Hafir þú einkenni eða þjáist af þeim sjúkdómum sem fjallað er um hér er hægt að bóka tíma hjá lækni.

Tímapantanir

9:00–12:00 og 13:00–15:30

Skiptiborð

520 4444