Handaexem
Handaexem eru mjög algeng og ætla má að um 20% norður- landabúa hafi eða fái handaexem einhverntíma á ævinni.
- Afar mikilvægt er að finna orsök handaexems með nákvæmri sjúkdómssögu og skoðun.
- Lagist exemið ekki fljótt þarf í flestum tilvikum að framkvæma ofnæmispróf hjá lækni.
- Að jafnaði skal nota hanska til að forðast ertandi og ofnæmisvaldandi efni.
- Mikilvægt er að nota rakakrem oft á dag.
- Nota þarf kortisónkrem (sterakrem) eða smyrsl eftir fyrirmælum læknis ef exemið lagast ekki.