Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

Flösuexem

Heilbrigður hársvörður endurnýjar stöðugt húðfrumur sínar. Flasa myndast þegar frumumyndun og frumudauði eykst umfram það sem vanalegt er. Þá myndast mikið magn dauðra húðfruma sem loða saman og mynda gráleitar húðflögur sem sjást í hári og hársverði og við þekkjum sem flösu.

Istock 1270415974

Hvað veldur flösu?

Malassezia er sveppur sem telst til eðlilegrar húðflóru okkar og er yfirleitt til staðar á húð flestra einstaklinga án þess að valda nokkrum óþægindum. Helsta orsök flösu er talin vera aukinn vöxtur Malassezia eða þá að viðkomandi einstaklingur er óvenjulega viðkvæmur fyrir sveppnum. Sveppurinn nærist á húðfitunni í hársverðinum og brýtur hana niður í fitusýrur og önnur efni sem erta hársvörðinn. Líkaminn bregst síðan við þessari ertingu með því að auka flögnun dauðra húðfruma. Aðrir þættir sem taldir eru hafa áhrif á flösumyndun eru t.d. erfðir, streita, hormónar, mjög feit húð og loftslag, en algengara er að einkennin geri vart við sig á veturna.

Alvarlegri mynd flösu er sjúkdómur sem kallast flösuexem (seborrhoeic dermatitis). Í flösuexemi eru húðflögurnar gjarnan fitukenndari og gulleitari. Flösuexem er ekki bundið við hársvörðinn heldur getur lagst á öll þau húðsvæði sem rík eru af fitukirtlum, s.s. við nefið, í vöngum, á augabrúnum, eyrum og búk. Flösuexemi fylgir roði og kláði á viðkomandi húðsvæðum. Flasa kemur yfirleitt fyrst fram á gelgjuskeiðinu. Sumir einstaklingar þjást af stöðugum flösueinkennum en hjá öðrum koma einkennin aðeins fram af og til.

Hvernig getur Dermatín/Fungoral sápa unnið á flösunni?

Þar sem sveppurinn Malassezia er helsta orsök flösunnar miðar meðferðin að því að draga úr vexti hans. Sápaa inniheldur virka efnið ketókónazól sem er sveppadrepandi lyf og er notað til að meðhöndla og koma í veg fyrir ýmsar sveppasýkingar í húð og hár- sverði, þar á meðal:

• Sveppasýkingar sem valda kláða og flögnun í hársverði (flasa, flösuexem)
• Litbrigðamyglu (tinea versicolor) – óreglulega hvíta eða brúna bletti á húðinni

Að auki er Dermatín/Fungoral mild hársápa sem hreinsar hárið um leið og lyfið er notað.

Hvernig á að nota Dermatín/Fungoral sápu?

• Berðu sápuna í hárið eða á önnur sýkt húðsvæði og láttu freyða eins og við venjulegan hárþvott.
• Láttu sápuna bíða í hárinu í 3-5 mínúturtil að ná fullri verkun lyfsins.
• Skolaðu sápuna úr hárinu.

Til að uppræta flösu og flösuexem skaltu nota sápuna tvisvar í viku í 2-4 vikur. Eftir það getur þú notað sápuna einu sinni á einnar eða tveggja vikna fresti eða eftir þörfum til að halda sveppnum niðri. Viljir þú þvo hár þitt oftar en meðhöndlunin segir til um skaltu nota venjulega hársápu á milli. Sápir þú hárið tvisvar sinnum í hvert skipti skaltu byrja á að þvo hárið með venjulegri hársápu en Sápan er aðeins til útvortis notkunar. Hafir þú fengið Dermatín/Fungoral gegn ávísun frá lækni skaltu fylgja þeim leiðbeiningum sem læknirinn gefur ef þær eru frábrugðnar því sem að framan er lýst. Lestu einnig vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu.

Prentvæn útgáfa

Hafðu samband

Hafir þú einkenni eða þjáist af þeim sjúkdómum sem fjallað er um hér er hægt að bóka tíma hjá lækni.

Tímapantanir

9:00–12:00 og 13:00–15:30

Skiptiborð

520 4444