Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

Atvinnusjúkdómar hjá vélstjórum

Eftir því sem starfsumhverfi manna verður flóknara og tæknivæddara því fleiri tegundir efna komast í snertingu við húðina.

Vélstjórar eru margir hverjir daglega í snertingu við olíur af ýmsum gerðum, leysiefni, sýrur og basa. Efni sem þessi geta valdið exemi, bruna, bólum og bólgum í hársekkjum. Þar að auki geta mörg leysiefni farið beint gegn um húðina, borist út í blóðstrauminn og valdið skemmdum á öðrum líffærum svo sem þvagblöðru og heila.

Exem

Exem er samheiti yfir marga húðsjúkdóma sem eiga það sameiginlegt að bólga myndast í ysta lagi húðarinnar. Húðin verður rauð, flagnar eða hreistrar, springur oft og getur klæjað. Stundum myndast litlar vökvafylltar blöðrur. Exem getur orsakast af meðfæddri exem tilhneigingu og hafa þeir einstaklingar oftast þurra og viðkvæma húð. Exem getur einnig stafað af ofnæmi fyrir efnum sem komast í snertingu við húðina til dæmis nikkel og gúmmíefni. Exem getur einnig orsakast af ertandi efnum sem eyða vörnum húðarinnar svo þær bresta. Dæmi um þetta eru sápur og leysiefni.

Algengt er að fleiri en ein orsök eigi þátt í myndun exems, til dæmis einstaklingur með meðfædda exemtilhneigingu sem fær roða og sprungur af of mikilli sápunotkun.

Ertandi efni

Vörn húðarinnar gegn umhverfinu er aðallega fólgin í ysta lagi yfirhúðarinnar. Þar eru dauðar húðfrumur sem er pakkað saman milli fituefna. Þetta lag er kallað hornlagið og er mjög þunnt, eða brot úr millimetra á stærstum hluta líkamans, en 1 millimetri eða meira í lófum og á iljum. Efni sem eyða fitu valda því að fitulagið sem heldur hornlaginu saman eyðileggst og innri lög húðarinnar verða opin fyrir vatni, efnum, bakteríum og ofnæmisvöldum eins og til dæmis nikkel.

Helstu ertandi efni sem vélstjórar komast í snertingu við eru:

  • Sápur
  • Hreinsiefni
  • Leysiefni
  • Kælivökvar
  • Olíur
  • Sýrur

Ofnæmisvaldandi efni

Mörg efni sem komast í snertingu við húðina geta valdið ofnæmi. Þegar ofnæmi fyrir ákveðnu efni hefur myndast eins og til dæmis nikkel, þá varir það oftast ævilangt. Ónæmisfrumur húðarinnar ,,muna” eftir efninu þannig að þó einstaklingur forðist efnið í mörg ár þá fær hann samt exem þegar efnið snertir aftur húðina. Oftast fylgir meiri kláði ofnæmisexeminu en ertingsexeminu.

Dæmi um ofnæmisvaldandi efni sem vélstjórar geta komist í snertingu við:

  • Rotvarnarefni í olíum og kælivökvum
  • Gúmmíefni í hönskum, leiðslum
  • Nikkel, kóbolt
  • Epoxy og akrýl plastefni í lakki og límum

Bólur

Sum efni geta valdið bólumyndun í húð ef þau eru nógu lengi í snertingu við hana. Dæmi um svona efni eru olíur, feiti og efni sem innihalda klór og bróm. Hinar eldri gerðir smurolía ollu oftar þessu vandamáli, en hinar nýrri gerðir gera það síður. Bólur sem orsakast af olíum koma oft á handleggi og læri. Þar sjást þá graftarbólur, rauðar upphækkaðar bólur og jafnvel svartir fílapenslar.

Fyrirbyggjandi aðgerðir

Til að koma í veg fyrir exem af völdum ertandi og ofnæmisvaldandi efna er ráðlegt að nota hanska. Hanskarnir þurfa að vera þannig að efnin komast ekki í gegn um þá. Skipta þarf reglulega um hanskana svo þeir ekki mettist af efnunum. Allflest leysiefni fara í gegn um hanska sama hvaða gerðar þeir eru. Leysiefnin eru varasöm vegna þess að þau fara mörg viðstöðulítið gegn um húðina og út í blóðstrauminn eins og fyrr segir. Takmarka þarf því eins og hægt er snertingu slíkra efna við húð með hlífðarfatnaði og öðrum aðferðum. Til að fyrirbyggja handarexem þarf að nota mildar sápur við handþvott. Ráðlegt er að nota rakakrem eftir hvern handþvott. Margar tegundir slíkra rakakrema eru til. Sumum líkar illa að nota feit rakakrem vegna þess að það gerir hendurnar sleipar. Til eru aðrar tegundir sem ganga inn í húðina fljótlega eftir að þau eru borin á.

Til eru varnarkrem og froður sem mynda ósýnilega himnu á húðinni. Þessar afurðir hafa verið stundum verið kallaðar “ósýnilegir hanskar”. Efni þessi eru borin á húðina nokkrum sinnum á dag og verja þá hendurnar fyrir vatni, olíum og öðru ytra áreiti.

Svona efni verja þó ekki húðina fyrir leysiefnum og þau geta ekki komið í staðinn fyrir hanska.

Prentvæn útgáfa

Hafðu samband

Hafir þú einkenni eða þjáist af þeim sjúkdómum sem fjallað er um hér er hægt að bóka tíma hjá lækni.

Tímapantanir

9:00–12:00 og 13:00–15:30

Skiptiborð

520 4444