Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

Leiðbeiningar eftir skurðaðgerð með saumum

Hvernig hugsa ég um skurðsárið?

Haltu aðgerðarsvæðinu þurru í 48 klst. með vatnsheldu umbúðum sem eru yfir sárinu. Eftir það er leyfilegt að fara í sturtu.  Ef vatn kemst undir plásturinn þarf að skipta en ekki fjarlægja pappírsplásturinn (Micropore) sem er yfir skurðinum. Hann er fjarlægður við saumatöku.  Við aðgerðir í andliti er nægilegt er að hafa eingöngu pappírsplástur yfir saumunum eftir fyrstu 24 klst.

Hvað þarf að forðast eftir aðgerðina?

Forðastu að fara í bað, heitan pott, sund, gufubað og líkamsrækt þar til saumar hafa verið fjarlægðir.  Æskilegt er að takmarka álag og tog á húð aðgerðarsvæðisins í nokkrar vikur eftir aðgerðina, eins og miklar teygjur og lyftingar, sérstaklega á svæðum eins og baki og bringu.  Örvefurinn er viðkvæmur eftir saumatöku og örið getur gliðnað og orðið breiðleitt við mikið álag.

Við aðgerðir á fótleggjum neðan hnés er gott að hafa fótlegg í hálegu eins mikið og unnt er t.d. með að tylla honum á stól þegar þú situr.  Notaðu gjarnan þrýstingssokka (fást í apótekum) þar sem aukinn þrýstingur í neðri útlimum seinkar gróanda.

Blæðing

Eðlilegt er að örlítið blóð sjáist í umbúðunum, en ef blæðing heldur áfram og umbúðirnar verða brautar skaltu setjast eða leggjast niður og þrýsta þétt á þær í 15-20 mín til að stöðva blæðinguna.  

Sýking

Eðilegt er að sárið og sárbarmar séu rauðleit á meðan á gróandanum stendur en vertu vakandi yfir einkennum sýkingar.  Meðal sýkingareinkenna eru roði kringum sárið, aukin eymsli, hiti í húðinni og vessamyndun eða gröftur.  Sýkingar eru óalgengar og byrja í fyrsta lagi 48 klst. eftir aðgerðina. 

Hvenær á að taka saumana?

Pantaðu tíma í saumatöku hjá hjúkrunarfræðing á heilsugæslunni þinni.  Hversu lengi saumarnir þurfa að vera fer eftir staðsetningu á líkamanum:

Andlit: 5-7 dagar

Háls og hársvörður:  10 dagar

Bringa, magi og handleggir: 14 dagar

Bak og neðri útlimir: 14-21 dagur

Hvenær mun ég fá svar úr greiningunni ?

Húðlæknirinn þinn mun einungis hafa samband við þig ef eitthvað athugavert kemur út úr rannsóknum, og þá annað með símatali eða Heilsuveruskilaboðum. Athugaðu að það getur tekið allt að 2-4 vikur að fá svar.  

Örmyndun

Það er verulega einstaklingsbundið hvernig ör fólk myndar og það tekur 1-2 ár fyrir ör að ná sínu endanlegu útliti.  Örin eru rauðfjólublá í upphafi en dofna hægt og bítandi yfir í húðlituð ör.      

Til að örin verði sem minnst sýnileg skaltu forðastu sólarljós og ljósabekki á örið í 6 mánuði. Hyldu örið einnig með pappírsplástri (Micropore, sjá mynd), sem fæst í öllum apótekum, en það  minnkar líkur á að örin verði upphækkuð og ver þau gegn útfjólublárri geislun.  Pappírsplástrana má fara með í sturtu og ekki skipta um þá oftar en 1x í viku.

Ef örin eru á áberandi stað er hægt að íhuga að fara í öralaser á laserdeild Húðlæknastöðvarinnar.  

Ef upp koma vandamál eða spurningar nærðu í okkur í síma 520-4444 eða gegnum tölvupóst: timabokun@hls.is