Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

Fraxel Pro®

Viltu þéttari og jafnari áferð ásamt því að yngja upp og viðhalda heilbrigði húðarinnar? Þá er meðferð með FRAXEL PRO eitthvað sem þú ættir að skoða!

Image 245

Okkar allra vinsælasta meðferð hér á Húðlæknastöðinni og ekki að ástæðulausu. Þessi laser er það sem er kallað "non-ablative" kollagen laser sem þýðir að það verður ekki rof á yfirborði húðarinnar við meðhöndlun. Batatíminn er einungis 2-3 dagar og er Fraxel því oft kallaður helgarlaserinn hér innanhúss. Fraxel Pró er samsett meðferð með tveimur ólíkum laserum. Þú færð því tvær ólíkar meðferðir í sama pakka þar sem unnið er á öllum lögum húðarinnar, bæði djúpt í leðurhúðinni og grunnt í yfirhúðinni. Meðferðin er alltaf einstaklingsbundin og við metum hvaða samsetning hentar best hverju sinni. 

Ávinningur af Fraxel Pró

  • Þéttir og yngir upp húðina
  • Vinnur á fínum línum og hrukkum
  • Eflir kollagen og elastín framleiðslu
  • Vinnur á litabreytingum
  • Veitir húðinni ljóma
  • Fyrirbyggir öldrun húðarinnar
  • Stuttur batatími

Tvær ólíkar bylgjulengdir

Fraxel Pró laserinn býður upp á tvær ólíkar bylgjulengdir: 1940mm og 1550mm. Fraxel 1940 skýtur geislum sem ná grunnt í húðna og örva endurnýjun á yfirhúðinni ásamt því að vinna mjög vel á litabreytingum, áferð húðarinnar og opnum svitaholum. Fraxel 1550 fer mun dýpra í húðina, býr til lítil sár og örvar þannig kollagen og elastín framleiðslu, styrkir húðina og þéttir. Þessir geislar vinna þannig mjög vel á örum eftir bólur (acne) eða sliti eftir barnsburð (striae) og svo að sjálfsögðu á hrukkum og fínum línum. 

Með eða án rakameðferðar?

Hægt er að velja á milli þess að fá Fraxel Pró með eða án rakameðferðar. Við mælum sterklega með því að velja rakameðferðina með þar sem báðar þessar bylgjulengdir sækja í vatn og vinna best ef það er góður raki í húðinni. Ef húðin er þurr eða rakalítil þá getur árangurinn af lasermeðferðinni verið minni.

Til að hámarka árangur af Fraxel Pró mælum við með því að koma í rakameðferð (e.skin booster) 2-4 vikum áður. Þá er hreinni hyaluronic sýru sprautað grunnt í húðina. Það er einstaklingsbundið hve margar meðferðir þarf til að ná þeim árangri sem óskað er eftir og við metum það með þér í byrjun meðferðarinnar. Ekki er óalgengt að taka tvær til þrjár meðferðir í upphafi á 8 vikna fresti og svo eina meðferð á ári til að viðhalda árangrinum og hægja á öldrun húðarinnar. 

Við bjóðum 15% afslátt af annari meðferð innan sex mánaða frá fyrstu meðferð og 20% afslátt af þriðju meðferð innan sex mánaða frá annari meðferð.

Prentvæn útgáfa