Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

Fraxel Pro®

Viltu jafnari og þéttari áferð á húðina ásamt því að yngja hana upp? Þá er meðferð með FRAXEL PRO eitthvað sem þú ættir að skoða.

Image 245

Meðhöndlun með FRAXEL PRO frá Candela er ein  áhrifaríkasta meðferðin gegn hrukkum, línum, húðslitum og örum. FRAXEL PRO vinnur einnig á litabreytingum í húð og jafnar áferð húðarinnar.

FRAXEL PRO felur í sér meðferð með tveimur ólíkum bylgjulengdum til að ná til allra laga húðarinnar:

  1. FRAXEL 1940: Þessi laser skýtur geislum sem ná grunnt niður í húðina og orsaka þar með minniháttar skaða sem örva endurnýjun á húðinni, ásamt því að vinna mjög mikið á litabreytingum og opnum svitaholum. Hentar mjög vel ef sólsköðuð húð. 
  2. FRAXEL 1550: Þessir lasergeislar fara mun dýpra í húðina , búa til lítil sár í leðurhúðinni og örva þannig kollagen og elastín framleiðslu, styrkja húðina og þétta. Þessir lasergeislar yngja því upp húðina en vinna einnig mjög vel á örum, t.d. eins og örum eftir bólur (acne) eða sliti eftir barnsburð (striae).

Það er einstaklingsbundið hve mörg meðferðarskipti þarf og fer meðal annars eftir því hve sólsköðuð húðin er eða hversu mikill slappleikinn er. Til að ná sem bestum árangri er mælt með 2 –3 skiptum með 4 vikna millibili. Eftir það er mælt með viðhaldsmeðferð 1-2x á ári.  

Ef mikið af örum eru til staðar þá getur þurft 6 meðferðir með dýpri lasergeislanum og full áhrif koma ekki fyrr en 3-6 mánuðum eftir síðustu meðferðina.  

Það sama má segja um lasergeislann sem fer grynnra í húðina (1940nm), það er einstaklingsbundið hversu margar meðferðir þarf. Ef húðin er mjög sólsköðuð og/eða með mikið af brúnum blettum þá getur þurft nokkur skipti. 

Við mælum með viðhaldsmeðferð 1x-2 á ári eftir uppbygginguna. 

Hentar þessi meðferð með einhverjum öðrum meðferðum?

Þessi meðferð hentar t.d. mjög vel með rakameðferðinni (skin booster) Profhilo, sérstaklega ef húðin er þurr og mikill slappleiki til staðar. Einnig hentar hún mjög vel með æðalaser ef það er rósroði eða háræðaslit til staðar. Þá mælum við með að setja saman æðalaser og djúpa laserinn (FRAXEL 1550). 

Þessi samsetta meðferð með FRAXEL 1550 og æðalasernum hentar einstaklega vel fyrir þroskaða húð þar sem háræðaslit, roði og ójafn húðlitur er til staðar og slappleiki í húðinni ásamt hrukkum og línum. Meðferðin jafnar húðlitinn, áferðina og eykur þéttleika og ljóma hennar. Húðin einfaldlega yngist upp um mörg ár. 

Prentvæn útgáfa