Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

Djúpur Erbium laser

Viltu endurnýja húðina í andlitinu? Viltu losna við fínar línur og draga verulega úr dýpri hrukkum? Viltu sjá markverðan mun á áferð húðarinnar? Þá viltu kynna þér djúpan (ablatívan) Erbium laser.

Hvað er djúpur Erbium laser?

Djúpur Erbium laser er mjög öflugur “ablative” laser sem tekur í rauninni ysta lagið af húðinni þannig að ný húð myndast á yfirborðinu með færri hrukkum og línum, meiri þéttleika og færri litabreytingum. Djúpur Erbium laser og CO2 laser eru öflugustu lasermeðferðirnar sem eru til í dag, engin önnur meðferð örvar eins mikið nýmyndun kollagens og elastíns í húðinni. En hver er munurinn á Erbium og CO2 laser? Batatíminn er um helmingi minni eftir djúpan Erbium laser miðað við CO2 laser þar sem það verður ekki eins mikill brunaskaði á vefjum í kringum lasergeislann. Helstu aukaverkanir eru bólga, roði og mar sem geta varið í viku. Árangurinn er einstaklingsbundinn en varir yfirleitt í 2-3 ár. 

Djúp Erbium lasermeðferð felur í sér að gerð eru örsmá göt á yfirborð húðarinnar. Þetta virkjar gróandaferli líkamans sem endurnýjar efsta lag húðarinnar ásamt því að örva kollagenmyndun í dýpri lögum hennar.  Þessi meðferð er mjög áhrifarík til að draga úr dýpri hrukkum og fínum línum. Dregur einnig úr örum eftir bólur og  brúnum blettum í andliti. Þar að auki gerir meðferðin húðina stinnari. 

Hægt er að skipta lasermeðferðum til að endurnýja húðina í tvennt; ablatífar og non-ablatífar meðferðir: 

  • Ablatífar lasermeðferðir, eins og Fotona Erbium laser Húðlæknastöðvarinnar, gerir örsmá göt á yfirborð húðarinnar ásamt því að hita upp neðri lög húðarinnar sem virkjar gróandaferli líkamans. Hversu lengi húðin er að jafna sig eftir meðferðina fer svo eftir því hversu dúpt er meðhöndlað. Eftir meðferðina er húðin vanalega rauð og hrá og tekur þó nokkra daga að jafna sig. 

  • Non-ablatívar lasermeðferðir, eins og FraxPró laser Húðlæknastöðvarinnar hitar upp neðri lög húðarinnar ásamt því að orsaka minniháttar skaða á yfirborði húðarinnar án þess þó að gera göt á yfirborðið.  Meðferðinni fylgir væg bólga sem gengur fljótt yfir og þarf ekki að taka sér frí frá vinnu.  

Hvor meðferðin hentar þér?

Ablatívar lasermeðferðir geta gefið frábæran árangur eftir aðeins eina meðferð en húðin tekur 1-2 vikur að jafna sig. Non-ablatívar lasermeðferðir geta gefið mjög góðan árangur, sem er þó ekki eins áberandi. Til að ná hámarksáhrifum þarf oftast 2-3 meðferðir. Húðin jafnar sig hins vegar mjög fljótt og ekki þarf að vera frá vinnu. 

Ablatívur laser er mun áhrifaríkari þegar kemur að djúpum hrukkum, sólskaðaðri húð og  lausri og þunnri húð í andliti (crepey skin).  

Hverju má búast við?

Í kjölfar meðferðar má búast við færri og grynnri hrukkum, jafnari húðtón, sléttari áferð og þéttari húð. Því dýpra sem meðhöndlað er með lasernum má búast við áhrifaríkari meðferð en um leið  tekur húðin lengri tíma að jafna sig. 

Búast má við flögnun og roða fyrstu dagana eftir meðferð  Þetta gengur yfir á u.þ.b 10-14 dögum.  Full áhrif koma fram á þremur til sex mánuðumt þegar að nýmyndum kollagens er að fullu komin fram. Fyrstu áhrif má þó sjá strax eftir 2 vikur þegar húðin hefur jafnað sig að mestu. 

Hvernig fer meðferðin fram og hversu lengi er húðin að jafna sig?

Öllum er ráðlagt að taka fyrirbyggjandi frunsutöflur (valaciclovir) fyrir meðferð. Til að koma í veg fyrir litabreytingar í húð þá þarf að forðast sól tveimur vikum fyrir meðferð og í fjórar vikur á eftir.  

Fyrir meðferð er sett staðdeyfikrem á meðferðarsvæðið til að draga úr óþægindum. Meðferðin sjálf tekur 30-60 mín eftir stærð meðferðarsvæðis. Krem er sett á eftir meðferð og gefnar ráðleggingar um eftirmeðferð heima. 

Búast má við að vera nokkra daga frá vinnu. Hversu lengi húðin er að jafna sig fer eftir hversu djúpt er meðhöndlað. Strax eftir  meðferðina verður húðin rauð og bólgin. Búast má við kláða og jafnvel blöðrum. Fyrst um sinn má búast við eymslum í húð. Í nokkra daga á eftir mun þér líða eins og þú sért sólbrunnin. Húðin getur vessað og síðan geta myndast sárskorpur og flögnun. 

Flögnunin gengur yfir á u.þ.b. viku. Húðin getur verið í bleikari kantinum í þó nokkrar vikur, sérstaklega ef maður er með ljósa húð í grunninn. Mikilvægt er að nota sólarvörn (50 spf) til að vernda húðina.

 

Hverjum hentar meðferðin?

Meðferðin hentar öllum sem vilja draga úr fínum línum og hrukkum en sérstaklega þeim með dýpri hrukkur, sólskaðaða, lausa og þunna húð (crepey skin) í andliti.

Hvaða svæði eru meðhöndluð?

Ablatívur laser er aðallega notaður á andlit en einnig notaður á ör sem geta einnig verið á líkamanum. 

Mögulegar aukaverkanir

Eftir ablatíva lasermeðferð má gera ráð fyrir að vera frá vinnu í 5-7 daga. 

Öllum er ráðlagt að taka fyrirbyggjandi frunsulyf fyrir meðferð þar sem líkur á frunsu aukast eftir ablatíva lasermeðferð.  

Líkur á litabreytingum í húð eftir ablatíva lasemeðferð aukast eftir dekkri húðtýpum. 

Fyrir og eftir myndir

Image 269 (1) Image 270
Fyrir Eftir
Prentvæn útgáfa

Djúpur Erbium laser

Fotona® djúpur Erbium laser
249.900 kr.
Endurkoma innan 6 mánaða
149.900 kr.