Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

Frysting og penslun á vörtum

Hér má finna leiðbeiningar vegna frystingar eða penslunar á vörtum

Leiðbeiningar vegna frystingar með fljótandi köfnunarefni

Oftast myndast blaðra undir og í kringum vörtuna. Vökvinn er oftast tær, en getur stundum orðið blóðlitaður. Þetta er eðlilegt og ekki merki um sýkingu.

Ef blaðaran er spennt og sársaukafull, er hægt að sjóða nál í 5 mín. og gera með henni gat á blöðruna á mörgum stöðum. Klippið ekki upp blöðruna

Ef þú hefur þrátt fyrir þetta mikil óþægindi, getur þú lagt grisjur vættar í köldu vatni á blöðruna. Skiptu á grisjum eða bleyttu þær aftur ef þær þorna.

Þegar blaðran losnar af er gott að setja yfir frystu vörtuna umbúðir sem lofta vel

Ef meðferðin hefur borið tilætlaðan árangur hverfur vartan á 2-3 vikum, annars verður að meðhöndla hana aftur að 3 vikum liðnum. Í sumum tilvikum þarf að endurtaka meðferðina oft.

Leiðbeiningar vegna penslunar á vörtur

Læknirinn penslar vörtuna með sterku frumudrepandi og blöðrumyndandi efni og þekur síðan með plástri. Mismunandi er hve lengi efnið er haft á, en það getur verið allt frá 1-24 klst. Algengast er eð efnið sé látið virka í 4 klst. Læknirinn þinn segir til um hve lengi efnið á að vera á vörtunni.

Að þeim tíma liðnum er plásturinn fjarlægður og eiturefnið þvegið með volgu vatni af vörtunni

Ef mikill verkur eða bólga myndast má fjarlægja plásturinn fyrr en ráðlagt var.

Oft myndast blaðra og má þá fylgja leiðbeiningum hér að ofan.

Ef verkur er slæmur má taka verkjalyf í nokkra daga

Bólga og blöðrumyndun er oft meiri en við frystingu. Í sumum tilvikum er roði í kringum svæðið þar sem var meðhöndlað.

Prentvæn útgáfa

Hafðu samband

Hafir þú einkenni eða þjáist af þeim sjúkdómum sem fjallað er um hér er hægt að bóka tíma hjá lækni.

Tímapantanir

9:00–12:00 og 13:00–15:30

Skiptiborð

520 4444