Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

Litbrigðamygla

Þetta er nokkuð algengur húðsjúkdómur . Hann orsakast af ákveðinni tegund af svepp sem er á húðinni hjá öllu fólki. Hjá sumum virðist sem sveppurinn fari að fjölga sér undir ákveðnum kringumstæðum, og þá koma húðbreytingarnar fram.

Einkenni

Sýkingin er algengust hjá ungu fólki. Sjúkdómurinn er algengari í röku heitu loftslagi. Þetta er tiltölulega góðkynja sveppategund sem eingöngu finnst á húðinni. Sennilega á þessi sveppur þátt í myndun flösu og flösuexems.

Oftast eru flekkir á húðinni sem stundum valda vægri ertingu. Stundum eru þeir hvítir, og er þetta vegna þess að sveppurinn hefur áhrif á litarfrumur í húðinni. Liturinn verður yfirleitt eðlilegur nokkrum mánuðum eftir árangursríka meðferð. Blettirnir geta líka verið brúnir og rauðbrúnir. Oftast sitja breytingarnar á bolnum.

Þar sem þessi sveppategund er hluti af eðlilegri flóru húðarinnar koma húðbreytingarnar oft aftur eftir meðferð. Stundum er þá húðin meðhöndluð fyrirbyggjandi 1-2svar í viku.

Meðferð

Hægt er nota Fungoral sápu 3-7 daga í röð. Þá er sápan borin á allan bolinn og höfð á í 5 mínútur áður en hún er skoluð burt.

Hægt er að nota sveppakrem 2svar á dag í td. 2 vikur. T.d. canesten eða daktar

Nota má Selsun sjampó annað hvert kvöld í 2 vikur. Þá er sápan borin á að kveldi og þvegin af að morgni.

Nota má 50 % Propylen Glykol lausn 2svar á dag í 2 vikur, og síðan einu sinni í viku.

Pevaryl úðaáburður 2svar á dag í 2 vikur. Síðan einu sinni á dag á 2ja vikna fresti til að forðast að sýkingin komi aftur.

Sveppalyf til inntöku. Td Sporanox 100 mg 1hylki 2svar á dag í vikutíma . Til að hindra að sýkingin taki sig upp á ný er hægt að gefa 2 hylki 2svar á dag, 1 dag í hverjum mánuði í 6-12 mánuði. Annað lyf til inntöku er Diflucan 300 mg í einum skammti 2svar sinnum með viku millibili.

Prentvæn útgáfa

Hafðu samband

Hafir þú einkenni eða þjáist af þeim sjúkdómum sem fjallað er um hér er hægt að bóka tíma hjá lækni.

Tímapantanir

9:00–12:00 og 13:00–15:30

Skiptiborð

520 4444