Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

Lichen Planus

Lichen Planus (LP, flatskæningur) er nokkuð algengur húðsjúkdómur. Hann nefnist “flatskæningur” á íslensku. Hann lýsir sér oft með klæjandi útbrotum við úlnliði, ökkla og neðst á baki.

Lp

Útbrotin eru rauð eða fjólublá. Þau eru oft nokkurra millimetra stór í hópum á þessum stöðum. Útbrotin geta líka verið margir sentimetrar í þvermál sérstaklega á fótleggjum.
Rispist húðin hjá einstaklingum með LP þá geta myndast dæmigerð LP útbrot í rispunni (Köbner fyrirbæri). Lichen Planus getur einnig verið í munnholi bæði bæði hjá fólki með og án sjúkdómsins í húðinni. Lichen Planus getur valdið breytingum á nöglum sem eru stundum varanlegar. LP getur einnig lagst á hársekki og valdið bólgubreytingum í hársverði og víðar. Þá kallast sjúkdómurinn Lichen Planopilaris.

Ekki er vitað hvað veldur Lichen Planus. Talið er að breytingar sem verða á húðfrumum eða slímhúðarfrumum valdi því að ónæmisfrumur líkamans ráðist á þær og valdi bólgu, þykknun í húð og tímbundnum frumuskemmdum. Ástæða þessara breytinga eru taldar vera sýkingar af ýmsum toga bæði af völdum baktería og veira, sum lyf, ofnæmi fyrir tannfyllingarefnum og sjálfsofnæmi. Í flestum tilfellum finnst engin orsök fyrir Lichen Planus. Hann myndast oft hjá fullfrísku fólki og hverfur svo af sjálfu sér.
2/3 hlutar þeirra sem fá sjúkdóminn eru milli 30 og 60 ára. Börn og gamalt fólk getur líka fengið hann. 75% þeirra með LP í húð hafa einnig breytingar í slímhúðum. Í 25% tilfella er sjúkdómurinn einungis í slímhúðum.
Lichen Planus getur verið til staðar í mörg ár þar til einkennin hverfa. Í venjulegum tilfellum LP í húð eru 2/3 hlutar einstaklinga lausir við sjúkdóminn innan árs. Meðaltími sem fólk hefur LP í munnholi er 5 ár.

Meðferð sjúkdómsins getur stundum stöðvað gang hans og langoftast dregið verulega úr einkennum. Meðferð er alltaf einstalingsbundin og fer eftir útbreiðslu,
staðsetningu, tímalengd sjúkdóms, einkennum, aldri.

Helstu lyf sem notuð eru:
• Kortisón krem og vökvar
 Calcineurin blokkarar (Protopic, Elidel)
• Kortisón í töfluformi eða sprautuformi
• Ljósameðferð (UVB og PUVA)
• Antimalaríu lyf (td Plaquenil)
• A vítamín afleiður (Neotigason)
• Sýklalyf, sveppalyf eru stundum reynd
• Ónæmisbælandi lyf (Methotrexat, Ciclosporin A)

Prentvæn útgáfa

Hafðu samband

Hafir þú einkenni eða þjáist af þeim sjúkdómum sem fjallað er um hér er hægt að bóka tíma hjá lækni.

Tímapantanir

9:00–12:00 og 13:00–15:30

Skiptiborð

520 4444