Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

Melasma

Melasma er sjúkdómur sem lýsir sér með brúnum skellum í andliti. Í fyrstu kvarta margir yfir því að þeim finnist þeir vera “skítugir” í framan, en þegar sjúkdómurinn gengur lengra er um meira áberandi skellur að ræða.

Þessi kvilli hrjáir first og fremst konur, þó einstaka sinnum megi sjá hann hjá körlum. Algengastur er hann hjá ungum konum á milli tvítugs og fertugs. Einkenni eru algengust á enni, kinnum og efri vör. Stundum byrjar þessi sjúkdómur þegar konur eru þungaðar og getur gengið yfir eftir fæðingu, þó oft sé því ekki þannig háttað. Endurteknar þunganir gera sjúkdómnum ekki gott. Einkenni koma fyrst og fremst fram yfir sumarmánuðina, en mildast mjög yfir vetrarmánuðina. Þegar sjúkdómurinn er langt genginn, þá hætta einkennin að ganga til baka yfir vetrarmánuðina.

Melasma er getur birst sem aukaverkun við pilluna og í slíkum tilvikum er erfitt að fá einkenni til að ganga til baka nema að hætta gjöf getnaðarvarnarpillunnar. Melasma getur einnig komið fram hjá konum sem ekki eru þungaðar eða á pillunni og er þá talið að um meinlaust ójafnvægi á milli hormóna sé að ræða.

Sólin, notkun ilmefna, t.d. í ilmandi sápum eða kremum hefur tilhneigingu til að gera sjúkdóminn verri. Hér er um að ræða upptöku á sólargeislunum af ilmefnunum. Einkennin eru stundum verri vi megin í andlitinu, en það stafar af því að hluti sólargeislanna kemst í gegnum rúðu og hjá þeim sem keyra mikið bíl er þetta stundum áberandi

Meðferð

Ef þig grunar að þú hafir melasma skaltu leita til húðlæknis. Meðferðin kanna að vera fólgin í einhverju af eftirfarandi. Flest þessara efna er einungis hægt að fá á lyfseðli.

Ef þú ert á pillunni er oftast nauðsynlegt að hætta pillugjöf. Það getur tekið 6-12 mánuði þar til áhrifin af því koma í ljós. Sólvörn er mjög mikilvæg. Þú þarft að nota sólvörn sem er með sólvarnarstuðul 25 eða meira. Mikilvægt er að vörnin blokki bæði UVA og UVB geisla. Sólvörn þarf að nota alla daga, líka þá daga sem sólin ekki skín. Forðist ertandi efni og ilmefni í andlitið. Krem sem lýsa húðina. Mörg slík krem innihalda hýdrókínón. Slík krem þarf að minnta í minnst 6 mánuði áður en áhrif koma fram. Athugið að hluti úr degi án sólvarnar getur skemmt margra mánaða meðferð með lýsandi kremum. Berið fyrst lýsandi kremið á húðina og síðan sólvörn. Glýkólsýra. Krem sem innihalda glýkólsýru eru oft notuð með öðrum kremum. Tretinoin krem. Töluvert notað. Þetta krem hefur einnig jákvæð áhrif á hrukkur. Getur valdið ertingu í byrjun. Þungaðar konur eiga ekki að nota þetta krem. Azelaicsýra. Þetta efni hemur nýmyndun litarefnis og er einnig virkt gegn bólum. Eins og með önnur krem sem virka á melasama líða oft margir mánuðir þar til að áhrif koma fram.
Endurtekin peel meðferð (með glýkólsýru eða Jessners lausn). Húðlæknirinn framkvæmir þessi peel á stofunni. Þau kunna að hafa jákvæð áhrif á hrukkur einnig. Laser meðferð. Í verstu tilvikum kann húðlæknirinn að ráðleggja lasermeðferð.

Prentvæn útgáfa

Hafðu samband

Hafir þú einkenni eða þjáist af þeim sjúkdómum sem fjallað er um hér er hægt að bóka tíma hjá lækni.

Tímapantanir

9:00–12:00 og 13:00–15:30

Skiptiborð

520 4444