Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

Meðferð með Ísótretínóín

Virka efnið Isotretinoin er markaðssett á Íslandi undir lyfjaheitunum Decutan og Isotretinoin ratiopharm. Virka efnið í báðum lyfjaformunum er ísotretinoin og eru þau talin jafngild. Oft ræður verð og framboð því hvort lyfið er afgreitt í lyfjabúðum.

Virka efnið Isotretinoin er markaðssett á Íslandi undir lyfjaheitunum Decutan og Isotretinoin ratiopharm. Virka efnið í báðum lyfjaformunum er ísotretinoin og eru þau talin jafngild. Oft ræður verð og framboð því hvort lyfið er afgreitt í lyfjabúðum.

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem hefur verið ávísað ísótretínóín við þrymlabólum. Mjög mikilvægt er að þú fylgir ávallt þeim leiðbeiningum sem læknirinn gefur þér varðandi lyfið. Þú ættir einnig að lesa þessar upplýsingar varðandi notkun lyfsins varðandi hvað ber að hafa í huga meðan á meðferð stendur og hugsanlegar aukaverkanir.

Ísótretínóín getur valdið fósturskaða sé það tekið inn á meðgöngu. Barnshafandi konur mega ekki taka lyfið og konur mega ekki verða þungaðar meðan á meðferð stendur og í mánuð eftir að meðferð lýkur. Þennan tíma mega hvorki karlar né konur gefa blóð.
Vegna hættu á fósturskaða verða allar konur sem geta orðið þungaðar að fylgja ströngum reglum um notkun getnaðarvarna og þungunarpróf í tengslum við meðferð með ísótretínóín. Nánari upplýsingar er að finna í bæklingnum„ísótretínóín -Mikilvægar upplýsingar til notenda vegna hættu á fósturskaða“, sem læknir afhendir þér áður en meðferð með ísótretínóín hefst og skaltu lesa hann vel og vandlega. Hafir þú einhverjar frekari spurningar varðandi ísótretínóín skaltu ráðfæra þig við lækninn þinn.

Unglingabólur eða þrymlabólur, sem nefndar eru acne vulgaris á fræðimáli, eru húðsjúkdómur sem stafar af truflun í starfsemi fitukirtla húðarinnar. Mikið er af fitukirtlum í andliti, á bringu, á öxlum og ofarlega á baki og því eru þessi líkamssvæði líklegust til að verða bólótt. Þrymlabólur geta komið fram á öllum aldri en eru þó algengastar á unglingsárum.

Hvers vegna er ég með bólur?
Fitukirtlar framleiða húðfitu sem hefur það hlutverk að viðhalda raka og teygjanleika húðarinnar. Venjulega berst húðfitan úr fitukirtlunum upp á yfirborð húðarinnar í gegnum lítil op á húðinni. Þrymlabólur koma fram þegar húðfituframleiðslan verður of mikil. Umframmagn húðfitunnar getur þá blandast við dauðar húðfrumur og myndað eins konar tappa sem stíflar kirtilinn. Ekkert af húðfitunni eða dauðu húðfrumunum sem enn eru að myndast kemst út. Þannig byggist stíflan upp sem leiðir til þess að bóla myndast. Einnig getur aukin myndun keratíns (prótein framleitt af húðinni) stíflað fitukirtlana. Þegar þetta gerist á mörgum stöðum í einu kallast ástandið þrymlabólur eða unglingabólur.

Hverjir fá þrymlabólur?
Þrymlabólur eru algengt vandamál og geta komið fram á öllum aldri en eru þó algengastar á kynþroskaskeiðinu, þegar framleiðsla hormóna (sem kallast andrógen) eykst. Á sama tíma eykst virkni fitukirtlanna í húðinni. Á Norðurlöndum er álitið að þriðjungur ungmenna á aldrinum 12-16 ára sé með það slæmar bólur að einhverrar meðferðar sé þörf.
í mörgum tilfellum eldast þrymlabólur af fólki þegar kemur fram á fullorðinsaldur og framleiðsla fitukirtlanna hefur aftur náð jafnvægi. Hjá sumum halda bólumar hins vegar áfram að myndast og geta hrjáð fólk fram eftir aldri ef ekkert er að gert.

Hvað veldur því að sumir fá bólur en aðrir ekki?
Orsakir þess að þrymlabólur myndast eru margþættar. Ein af orsökunum er sú að innbyrðis hlutföll hormóna raskast og veldur því að hjá sumum verður of mikil fram-leiðsla á húðfitu. Erfðaþættir geta haft áhrif. Ef annar eða báðir foreldrar þínir höfðu bólur eru auknar líkur á því að þú fáir bólur. Sumar konur hafa tilhneigingu til að fá bólur á ákveðnum dögum í tíðarhringnum. Þá getur andlegt álag og þreyta gert þrymlabólurnar verri.

Ekki hefur verið hægt að sýna fram á með vissu að mataræði hafi almennt merkjanleg áhrif á bólumyndun.Vissar fæðutegundir eru þó oft nefndar sem orsök fyrir bólum, svo sem súkkulaði og feitmeti. Fyrir kemur að sjúklingar finni greinilega að bólur aukist eftir neyslu ákveðinna fæðutegunda. Ef það er reyndin skaltu að sjálfsögðu reyna að forðast þær fæðutegundir.

Ytri þættir geta haft áhrif á bólur, ýmist valdið bólum eða gert þær verri. Feitir áburðir, olíur og sumar snyrti- og hárvörur geta t.d. ert húðina og verið bólumyndandi. Venjulega er best að nota snyrtivörur sem innihalda sem minnst af fitu. Þótt þrymlabólur stafi ekki af óhreinindum getur það haft góð áhrif að halda andlitinu hreinu. Notaðu gjarnan volgt vatn og milda sápu.

Tegundir þrymlabóla

Fílapenslar
Fílapenslar geta ýmist verið opnir eða lokaðir. Þeir opnu eru oft dökkir í opi kirtilsins. Dökki liturinn stafar ekki af óhreinindum heldur annars vegar af litarefni húðarinnar og hins vegar af lit húðfitunnar sem dökknar við sól og andrúmsloft. Lokaðir fílapenslar eru hvítir.

Graftarbólur
Bakterían Propionibacterium acnes telst til eðlilegrar bakteríuflóru húðarinnar. Þegar húðfituframleiðslan eykst skapast kjöraðstæður fyrir bakteríuna sem þá getur vaxið í óeðlilega miklu magni í opi fitukirtla. Bakteríurnar brjóta fituna niður í fríar fitusýrur sem erta húðina. Svörun ónæmiskerfisins við þessari bakteríufjölgun og fituniðurbroti veldur því að fitukirtlarnir bólgna, verða rauðir og að lokum myndast graftarbólur.

Alvarlegt form þrymlabóla
Alvarlegustu tilfelli þrymlabóla lýsa sér þannig að stórar, rauðar og þrútnar bólur myndast. Oft verður mikil graftarmyndun og eymsli í húðinni. Bólgan getur orsakað bandvefsaukningu og síðan örmyndun sem ekki hverfur. Leiðsögn læknis þarf til að meðhöndla þessa tegund þrymlabóla.
Alvarlegar þrymlabólur geta myndast af sjálfu sér en myndast stundum sem afleiðing af því að bólur eru kreistar. Bólan getur þá sprungið inn á við í stað þess að tæmast út á yfirborðið og stór og þrútin graftarbóla myndast.

Virka efnið í ísótretínóín er öflugasta lyfið gegn þrymlabólum og það eina sem verkará alla þætti bólumyndunar. En til þess að árangur meðferðar með ísótretínóín verði sem mestur er mikilvægt að þú notið lyfið rétt, vitir hvað ber að hafa í huga og hvað ber að varast á meðferðartímanum.
í þessum kafla ættir þú að finna svör við flestum þeim spurningum sem kunna að koma upp varðandi notkun á ísótretínóín

Hvað er ísótretínóín?
ísótretínóín inniheldur virka efnið ísótretínóín. Ísótretínóín er skylt A-vítamíni en verkunin er þó mjög ólík. ísótretínóín dregur úr framleiðslu fituefna í fitukirtlum húðarinnar en minnkuð húðfita dregur aftur úr vexti bakteríunnar Propionibacterium acnes. Bólga og gröftur þrymlabóla stafa af viðbrögðum ónæmiskerfisins við sýkingum af völdum þessarar bakteríu. Ísótretínóín getur þannig minnkað bólgu í húðinni. Að auki dregur ísótretínóín úr keratínframleiðslu húðarinnar og eykur flögnun á ysta lagi hennar.

Hvers vegna hef ég fengið ísótretínóín?
Húðsjúkdómalæknirinn þinn hefur væntanlega ávísað þér ísótretínóín þar sem ónnur meðferð hefur ekki borið tilætlaðan árangur. Oftast er talið ráðlegt að reyna fyrst aðrar meðferðir við þrymlabólum, s.s. krem og sýklalyf.

Hversu lengi þarf ég að taka ísótretínóín?
Lengd ísótretínóín-meðferðar er breytileg frá einum sjúklingi til annars. Húðsjúkdómalæknirinn ákveður hversu lengi þú þarft að taka ísótretínóín. Yfirleitt tekur meðferðin um 20 vikur, en getur staðið í 6 mánuði eða lengur. Fylgdu leiðbeiningum húðsjúkdóma-læknisins nákvæmlega.
í um 80% tilfella nægir ein ísótretínóín-meðferðarlota til að uppræta þrymlabólurnar. Bataferlið sem hefst með ísótretínóín getur haldið áfram eftir að meðferð lýkur. Halda á meðferð áfram eins lengi og læknir telur ástæðu til. Hættir þú meðferð of snemma getur það dregið úr batanum. Hafir þú ekki náð fullum bata getur húðsjúkdómalæknirinn þinn íhugað aðra ísótretínóín-meðferðarlotu.

Ísótretínóín og mögulegar fósturskemmdir
Til kvenna
Þungaðar konur eða konur sem eru að reyna að eignast barn eiga ALDREI að nota
ísótretínóín. Kona má ekki verða þunguð innan mánaðar frá því að ísótretínóín-meðferð
lýkur.

Alvarlegir fæðingargallar geta komið fram hjá börnum sé ísótretínóín tekið inn á meðgöngu. Útiloka þarf þungun áður en meðferð með ísótretínóín hefst.Vegna mögulegra fósturskemmda hjá þunguðum konum eru lyfseðlar fyrir ísótretínóín handa konum á barneignaraldri bundnirvið30daga meðferð í senn.Til þess að halda meðferð áfram eftir þann tíma þarf að fá nýjan lyfseðil frá húðsjúkdómalækni. Hver lyfseðill gildir í 7 daga frá útgáfudegi. Nánari upplýsingar varðandi ísótretínóín og fósturskemmdir er að finna hér á síðunni undir „ísótretínóín-Mikilvægar upplýsingartil notenda vegna hættuá fósturskaða“, sem læknirbendir þér á áður en meðferð með ísótretínóín hefst og skaltu lesa hann vel og vandlega. Konur með barn á brjósti mega ekki taka lyfið.

Til karla

Ísótretínóín hefur ekki áhrif á gæði sæðisfrumna og því ætti meðferð með ísótretínóín ekki að hafa áhrif á líkur þess að eignast heilbrigð börn.

Hverjir geta tekið ísótretínóín?

Flest allir með þrymlabólur geta notað ísótretínóín, óháð kyni eða aldri. Þeir sem ekki geta notað ísótretínóín eru þungaðar konur, konur með barn á brjósti og einstaklingar með skerta lifrarstarfsemi. Segðu lækninum frá því ef þú ert með skerta nýrnastarfsemi, hefur einhvern annan sjúkdóm eða notar einhver lyf.

Blóðprufur

Þú þarft að gangast undir blóðprufur áður en meðferðin hefst og meðan á henni stendur. Blóðprufurnar eru framkvæmdar til að fylgjast með lifrarstarfsemi þinni, blóðfitu og einnig til að útiloka þungun hjá konum. Fylgdu þeim leiðbeiningum sem læknirinn gefur þér áður en blóðprufan er tekin. Oftast eru blóðprufur teknar í 4-6 vikna fresti.

Hvernig nota ég ísótretínóín?

Það er mjög mikilvægt að þú fylgir leiðbeiningum húðsjúkdómalæknisins. Þær tryggja að þú fáir réttan skammt af ísótretínóín. Við ákvörðun á þeim skammti sem hentar þér tekur læknirinn mið af því hversu slæmar þrymlabólurnar eru og líkamsþyngd þinni. Mikilvægt er að þú sleppir ekki úr skammti og takir ekki of mörg ísótretínóín-hylki. Sleppir þú úr skammti skaltu ekki bæta hann upp með því að tvöfalda næsta skammt. Taktu einfaldlega næsta skammt þegar að honum kemur. Haltu svo áfram að taka inn ísótretínóín eins og venjulega.

Það er mikilvægt að þú breytir ekki ávísuðum skömmtum. Ef þér finnst áhrif ísótretínóín vera of kröftug eða of væg skaltu ræða það við húðsjúkdómalækninn þinn, hann gæti þurft að breyta skammtastærðinni eftir því hvernig líkami þinn bregst við meðferðinni.

 

Hverju þarf ég að huga að þegar ég tek ísótretínóín?

Þegar ísótretínóín-hylki eru tekin inn er mikilvægt að hafa í huga:

• Hylkin á að taka inn með mat.

• Hylkin má hvorki tyggja né sjúga.

• Hylkin á að gleypa í heilu lagi með vatni.

• Hylkin á að takaá ákveðnum tímum.

• Fylgja skal leiðbeiningum húðsjúkdómalæknisins. Lestu einnig fylgiseðilinn sem fylgir með lyfinu.

Ef þú fylgir leiðbeiningunum hér að framan eins vel og mögulegt er verður meðferðin áhrifaríkari.

 

Hvað ber sérstaklega að varast þegar ísótretínóín er notað?

Það er afar mikilvægt að þú fylgir þessum lista um það sem ekki má gera meðan þú ert á ísótretínóín:

• Forðastu mikið sólarljós og ekki fara í Ijós. Húð þín er viðkvæmari gagnvart sólarljósi þegar þú ert á ísótretínóín-meðferð og þar af leiðandi líka gagnvart sólböðum í Ijósabekkjum.

• Ekki gefa blóð fyrr en a.m.k. fjórum vikum eftir að þú hættir að taka ísótretínóín.

• Fái þunguð kona gjafablóð sem í er ísótretínóín getur það valdið fæðingargöllum hjá ófæddu barni hennar.

• Ekki taka inn A-vítamín. Gakktu úr skugga um að fjölvítamínin þín og fæðubótar-efni innihaldi ekki A-vítamín. Ekki taka lýsi því það inniheldur mikið A-vítamín.

• Ekki taka inn lyf sem innihalda tetracýklín. Tetracýklín eru sýklalyf sem þú hefur e.t.v. áður verið látin(n) prófa við þrymlaþólunum.

• Kreatín – Ekki taka á meðan á meðferð stendur.

 

Hvernig er framgangur meðferðarinnar?

Við upphaf ísótretínóín-meðferðarinnar geta þrymlabólurnar versnað. Það þýðir ekki að meðferðin hafi engin áhrif. Ef þetta gerist skaltu ekki láta það á þig fá heldur halda áfram að taka ísótretínóín eins og læknirinn ráðlagði. Hafir þú einhverjar áhyggjur eða spurningarvarðandi þetta skaltu hafa samband við lækninn.

Innan fyrstu fjögurra viknanna frá því að ísótretínóín-meðferð hefstfinnur þú líklega fyrir því að húð þín verður mun þurrari en áður. Þetta stafar af því að ísótretínóín er farið að virka með því að draga úr fituframleiðslu húðarinnar. Eftir tvo mánuði ættu fyrstu batamerki meðferðarinnar að sjást á húðinni en hún verður samt þurr allan meðferðartímann. Bataferlið heldur svo áfram meðan á ísótretínóín-meðferðinni stendur.

Þegar ísótretínóín-meðferðinni lýkur

Við lok ísótretínóín-meðferðarinnar ætti að hafa náðst umtalsverður bati á þrymlabólunum. Húð þín ætti að halda áfram að batna, jafnvel í nokkra mánuði, eftir að ísótretínóín-meðferð lýkur. Aukaverkanir sem tengjast ísótretínóín-meðferðinni byrja að hverfa við lok meðferðar.

Eigir þú einhver ísótretínóín-hylki eftir þegar þú lýkur meðferðinni er afar mikilvægt að þú skilir þeim til húðsjúkdómalæknisins eða í apótek til eyðingar. Gefðu aldrei neinum ísótretínóín-hylkin þínj’afnvel þótt viðkomandi hafi þrymlabólur. ísótretínóín má aðeins nota undir eftirliti húðsjúkdómalæknis.

Hverjir fá aukaverkanir?

Allir sem taka ísótretínóín finna fyrir einhverjum aukaverkunum. Flestum aukaverkunum má þó halda niðri með góðri húðumhirðu. Algengustu aukaverkanirnar eru sjaldnast alvarlegar. Það er mikilvægt að þú vitir að það er afar ólíklegt að þú fáir allar þær aukaverkanir sem fjallað er um í þessum kafla.

Hverjar eru algengustu aukaverkanirnar?

Þurr húð er algengasta aukaverkun ísótretínóín þar sem lyfið dregur úr fituframleiðslu húðarinnar. Varir þínar verða einnig þurrar og jafnvel sprungnar og jafnframt er hætta á varabólgu. Húðin í andlitinu verður e.t.v. rauðleitari en vanalega og húðin getur byrjað að flagna. Það er mikilvægt að þú hugir vel að húðinni. Leiðbeiningunum í kaflanum Umhirða húðarer ætlað að hjálpa þér að halda þessum aukaverkunum í lágmarki.

Þurrkur í nefi, munni og augum er nokkuð algengur. Þurrkur í nefi getur verið óþægi-legurog leitttil þessað þúfáir blóðnasir.Til eru leiðirtil að koma ívegfyrirog draga úr þessum einkennum. Þær er að finna í kaflanum um umhirðu húðar. Þurrkur í augum getur valdið vandkvæðum hjá þeim sem nota augnlinsur og þeim sem vinna í umhverfi þar sem loftið er þurrt. Þú gætir þurft að nota augndropa til að halda augunum rökum. Oftast er best að nota ekki augnlinsur meðan á meðferð stendur eða að minnsta kosti ekki jafn lengi í einu eins og þú gerðir áður en þú byrjaðir ísótretínóín-meðferðina.

Meðan á ísótretínóín-meðferðinni stendur er húð þín viðkvæmari gagnvart sólinni. Forðastu sterkt sólarljós og notaðu sólarvörn. Ekki má fara í Ijósalampa eða sólböð meðan á meðferð með ísótretínóín stendur.

Stundum kemur fyrir að sjúklingar finna fyrir eymslum og stirðleika í vöðvum, sinafestum og liðum samhliða ísótretínóín-meðferð. Þetta getur verið óheppilegt ef þú stundar stífa líkamsrækt meðan á ísótretínóín-meðferðinni stendur. Ef þú ert að þjálfa þig upp fyrir ákveðinn atburð eða stundar árstíðabundnar íþróttir gætir þú viljað fresta ísótretínóín-meðferðinni til hentugri tíma. Gott er að ræða þetta við húðsjúkdómalækninn.

Hækkun á blóðfitu er nokkuð algeng en oftast hættulaus.

Hvaða aðrar aukaverkanir geta komið fram?

Sjaldgæfar en alvarlegar aukaverkanir ísótretínóín eru m.a. húðsýkingar, sérstaklega í kringum neglur, flögnun húðar í lófum og á hælum, bólga og blæðing úr tannholdi, höfuðverkur, sjóntruflanir, svimi og niðurgangur. Vart getur orðið við tímabundið hárlos. Láttu lækninn vita ef þú finnur fyrir einhverjum af þessum aukaverkunum. Lestu einnig fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu.

Greint hefur verið frá þunglyndi hjá sjúklingum á ísótretínóín og í sjaldgæfum tilvikum sjálfsvígstilraunum og sjálfsvígum. Þú ættir strax að gera lækninum þínum viðvart finnist þér lyfjameðferðin valda þér depurð eða þunglyndi.

Aukaverkanirnar sem geta komið fram með ísótretínóín eru afturkræfar. Það þýðir að þær ættu að hverfa fljótlega eftir að þú hættir meðferðinni. Eina aukaverkunin sem er ekki afturkræf eru fæðingargallar sem lyfið getur valdið ef stúlka eða kona verður þunguð á meðan hún tekur ísótretínóín. Nánari upplýsingar er að finna hér á síðunni „ísótretínóín – Mikilvægar upplýsingar til notenda vegna hættu á fósturskaða“, sem læknir bendir þér á áður en meðferð með ísótretínóín hefst og skaltu lesa hann vel og vandlega.

Hvaða aukaverkunum þarf ég að láta húðsjúkdómalækninn vita af?

Það er áríðandi að þú látir húðsjúkdómalækninn vita ef eitthvað af eftirfarandi kemur fram:

• Þú þolir ekki aukaverkanirnar sem þú færð af ísótretínóín. Læknirinn gæti þurft að hreyta ávísuðum skömmtum.

• Þú færð einhverja af sjaldgæfu, alvarlegu aukaverkununum sem fjallað er um á hlaðsíðunni hér á undan.

• Þér finnst þú leið/leiður eða döpur/dapur.

 

Hvenær hverfa aukaverkanirnar?

Aukaverkanir af völdum ísótretínóín ættu að hverfa þegar þú hættir að taka lyfið.

Hvar get ég fengið leiðbeiningar og frekari upplýsingar?

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi aukaverkanir sem þú finnur eða getur fundið fyrir með ísótretínóín skaltu snúa þér til húðsjúkdómalæknisins þíns.

Hvernig get ég dregið úr þurrkinum?

Tiltölulega auðvelt er að meðhöndla þurrk í húð og slímhúð. Hér að neðan eru upplýsingar um hvað þú getur gert til að halda aukaverkununum í lágmarki.

Böð

Til að vernda húðina er ráðlegt að fara ekki í mjög löng böð eða sturtur og nota volgt vatn fremur en heitt vatn.

Hreinsiefni fyrir andlit og líkama

Þú ættir aðeins að nota hreinsiefni sem eru ætluð viðkvæmri húð. Hreinsiefni fyrir líkama ætti ekki að nota á andlitið nema þau séu einnig sérstaklega ætluð fyrir andlit. Forðastu að nota of mikið af sápu.

Rakakrem

Þú mátt búast við því að húð þín verði öll þurrari, bæði í andliti og á líkama. Til að halda húðinni í góðu ástandi er gott að nota rakakrem á allan líkamann, jafnvel þótt húðin sé ekki þurr. Gott er að biðja lækninn um að mæla með hentugu kremi eða áburði.

Þurrar varir

Varir þínar eru sérstaklega viðkvæmar fyrir þurrkandi áhrifum ísótretínóín. Því er afar mikilvægt að þú hugir vel að vörunum. Með því að bera varasalva á varirnar á eins eða tveggja klukkustunda fresti getur þú oftast komið í veg fyrir að varirnar verði þurrar og sprungnar. Gættu einnig að því að bera á munnvikin en þau eru mjög viðkvæm og springa auðveldlega. Gjarnan má velja varasalva sem inniheldur sólarvörn. Hafðu samband við lækninn ef varir þínar verða mjög sprungnar eða ef úr þeim fer að blæða.

Munnþurrkur

Slímhúð í munni getur þornað samfara notkun ísótretínóín. Munnþurrkur getur aukið hættu á tannskemmdum og því ættir þú að nota munnskol sem inniheldur flúor til að vernda tennurnar.

Þurrkur í nösum

Nasir þínar geta einnig orðið þurrar þegar þú tekur ísótretínóín. Verði þær mjög þurrar getur það leitt til blóðnasa. Til þess að halda nösunum rökum getur þú t.d. borið svolítið vaselín á innanverðar nasirnar eða notað nefúða fyrir þurrar nasir sem fást án lyfseðils í apótekum.

Augnþurrkur

Ef þér finnst augu þín þurr eða sár gætir þú þurft að nota augndropa til að halda þeim rökum. Þurrkur í augum getur verið vandamál fyrir þá sem nota augnlinsur og/eða vinna í þurru lofti. Best er að nota ekki augnlinsur á meðan meðferðinni stendur eða að minnsta kosti ekki jafn lengi í einu og áður en þú byrjaðir á ísótretínóín.

Sólarvarnir

ísótretínóín veldur því að húð þín verður viðkvæmari fyrir sól og því er mikilvægt að verja hana vel fyrir sólinni. Þú átt ekki að fara í sólbað eða í ljósabekk, jafnvel þótt þú notir sólarvörn. Ef þú ferð í sól skaltu hylja líkamann eins vel og mögulegt er, nota hatt með deri og þera á þig sterka sólarvörn.

Þurrt hár og flasa

Verði hársvörður þinn og hár þurrara en venjulega gætir þú þurft að nota milda hársápu sem er sérstaklega ætluð fyrir þurrt hár. Notaðu einnig hárnæringu til að verja hársvörðinn og hárið. Forðastu að nota hárliti, sérstaklega þá sem innihalda peroxíð, því liturinn getur þurrkað hárið og hársvörðinn og valdið ertingu. Það sama á við um permanent. Ef þú vilt fá permanent er þest að gera það a.m.k. 2 vikum áður en þú byrjar að taka ísótretínóín. Verði flasa vandamál skaltu nefna það við húðsjúkdómalækninn. Ef feitt hár er vandamál lagast það oft meðan á meðferðinni stendur.

Þurrkur í leggöngum

Leggöng kvenna geta orðið þurr og konan fundið fyrir óþægindum við samfarir. Til að draga úr þessum óþægindum má nota sérstök krem eða gel sem eru fáanleg án lyfseðils í apótekum.

Þurrkur í endaþarmi

Þú getur fundið fyrir þurrki og ertingu í kringum endaþarmsopið. Til að draga úr óþægindum getur þú borið vaselín á umrætt svæði nokkrum sinnum á dag.

Förðunarvörur

Best er að nota farða í hófi og venjulega er ákjósanlegast að nota farða sem inniheldur ekki olíu eða fitu. Þar sem ísótretínóín þurrkar húðina er þó stundum þörf á að nota áburði með fitu meðan á meðferðinni stendur. Förðunarvörur og snyrtivörur geta stundum gert þrymlabólurnar enn verri ef ekki eru valdar vörur sem henta. Helst skaltu nota andlitsfarða sem inniheldur sólarvörn. Þú ættir að geta notað flest púður á meðan þú ert á ísótretínóín en ef þú notar kinnaliti skaltu aðeins nota púðurkinnaliti. Þú getur notað alla varaliti á meðan þú ert á ísótretínóín. Best er að nota varaliti sem innihalda sólarvön. Það er líka gott ráð að nota varasalva undir varalitinn því þannig verðu varirnar betur.

Önnur mikilvæg atriði varðandi umhirðu húðarinnar meðan á ísótretínóín-meðferð stendur

• Aldrei á að kreista bólur. Þetta getur gert bólurnar verri, valdið sýkingum og þannig skaðað húðina.

• Fjarlægðu ekki húð sem er að flagna. Þar sem húð þín er viðkvæm getur þú skaðað húðina með því að reyna að fjarlægja húð sem er að flagna en það getur leitt til húðsýkinga.

• Ekki fara í húðhreinsun. Eins og áður sagði er húð þín nú sérlega viðkvæm og meðferðir eins og húðhreinsun geta verið harkalegar fyrir húðina.

• Ekki fjarlægja hár með vaxi. Að vaxa húðina meðan hún er svona viðkvæm getur í raun fjarlægt húðina líkt og hárið!

• Ekki láta gera göt í eyru þín eða annars staðar á líkamann. Það getur haft mikla sýkingarhættu íför með sér meðan á ísótretínóín-meðferð stendur.

• Ekki fara í húðslípun. Húð þín er viðkvæm og húðslípun getur skaðað hana.

• Ekki fara í of heitt bað eða sturtu. Mjög heit böð geta ert húðina.

Ef þú tekur eftir einhverju óvenjulegu varðandi húð þína eða einhverjum óðrum óþægindum skaltu hafa samband við húðsjúkdómalækninn þinn. Það er gott ráð að skrifa niður athugasemdir og spurningar sem þú vilt bera upp við lækninn þinn.

Prentvæn útgáfa

Hafðu samband

Hafir þú einkenni eða þjáist af þeim sjúkdómum sem fjallað er um hér er hægt að bóka tíma hjá lækni.

Tímapantanir

9:00–12:00 og 13:00–15:30

Skiptiborð

520 4444